Margeir stefnir ríkinu Árni Sæberg skrifar 13. nóvember 2024 14:09 Margeir Sveinsson er starfandi aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. vísir/egill Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, hefur stefnt íslenska ríkinu. Hann var sendur í leyfi í fyrra eftir að sálfræðistofa komst að þeirri niðurstöðu að Margeir hefði beitt samstarfskonu sína kynferðislegri og kynbundinni áreitni. Margeir staðfestir í samtali við Vísi að hann hafi höfðað mál á hendur íslenska ríkinu en vill að öðru leyti ekki tjá sig um málið. Hvorki lögmaður hans né ríkislögmaður hafa viljað afhenda stefnuna í málinu þegar eftir því var óskað og því liggur ekki fyrir hverjar kröfur Margeirs eru. Kippti undirmanni skyndilega úr aðgerð Vísir greindi frá því í september í fyrra að Margeir væri kominn í leyfi frá störfum sem yfirlögregluþjónn hjá embættinu, eftir að sálfræði- og ráðgjafarstofa var fengin til þess að taka til skoðunar stjórnarhætti Margeirs. Ákvörðun hans að taka rannsakanda hjá embættinu, undirmann sinn, skyndilega úr fyrirhugaðri aðgerð hjá embættinu án faglegrar ástæðu hafi verið meðal þess sem tekið var til skoðunar. Meira og verra lá að baki Í desember sama árs sá Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ástæðu til þess að senda út fréttatilkynningu þess efnis að fimm mál sem vörðuðu kynferðislega eða kynbundna áreitni, einelti eða ofbeldi starfsfólks Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefðu verið til meðferðar hjá embættinu á árinu. Kvöldið áður en tilkynningin var send út var greint frá því í Kastljósi Ríkisútvarpsins að háttsettur karlmaður í valdastöðu hjá lögreglunni hefði beitt lögreglukonu kynferðislegri og kynbundinni áreitni um margra mánaða skeið og sýnt ofbeldisfulla hegðun, sem olli henni mikilli vanlíðan og ótta. Ríkisútvarpið nafngreindi ekki karlmanninn en samkvæmt heimildum fréttastofu var um Margeir að ræða. Sendi tugi skilaboða á einni helgi Vísað var til niðurstöðu sálfræðistofunnar þar sem fram kemur að tíu af tólf atvikum sem voru skoðuð falli undir skilgreiningu ofbeldis. Meðal þess sem lögreglumaðurinn gerðist sekur um, að mati sálfræðistofunnar, var að þvinga konuna til að taka á móti sér á heimili hennar seint að kvöldi, senda henni stöðug skilaboð í gegnum samfélagsmiðla, stundum marga tugi á einni helgi, sitja fyrir henni í vinnunni og taka fram fyrir hendur næstu yfirmanna hennar er varða störf hennar, meðal annars með því að taka hana úr stóru verkefni þvert á hennar vilja. Kominn aftur til starfa Í svari við skriflegri fyrirspurn Vísis segir Gunnar Rúnar Sveinbjörnsson, kynningarfulltrúi Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, að Margeir sé starfandi aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá embættinu, en á meðal verkefna hans sé að vera yfirlögregluþjóni rannsóknarsviðs til aðstoðar, einkum við mótun hlutverks LRH og aðkomu hvað varðar sameiginleg verkefni embætta í málefnum sem tengjast skipulagðri brotastarfsemi, umsjón með gæðastarfi sviðsins, svo sem með uppfærslu gæðaferla sem og önnur verkefni. Að öðru leyti geti embættið ekki tjáð sig um málefni einstakra starfsmanna. Lögreglan Kynferðisofbeldi Dómsmál Mál Margeirs Sveinssonar Tengdar fréttir Treysta ekki lögregluembætti með ofbeldismenn í vinnu til að rannsaka ofbeldismál Stjórnarformaður Hagsmunasamtaka brotaþola segir fáránlegt að ítrekað hafi komið upp mál varðandi kynferðislega áreitni, ofbeldi eða einelti innan lögreglunnar á síðastliðnu ári. Málin grafi undan trausti til lögreglu og kerfisins alls. 21. janúar 2024 23:45 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Fleiri fréttir Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Svanur syndir með Seltirningum í lauginni Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Sjá meira
Margeir staðfestir í samtali við Vísi að hann hafi höfðað mál á hendur íslenska ríkinu en vill að öðru leyti ekki tjá sig um málið. Hvorki lögmaður hans né ríkislögmaður hafa viljað afhenda stefnuna í málinu þegar eftir því var óskað og því liggur ekki fyrir hverjar kröfur Margeirs eru. Kippti undirmanni skyndilega úr aðgerð Vísir greindi frá því í september í fyrra að Margeir væri kominn í leyfi frá störfum sem yfirlögregluþjónn hjá embættinu, eftir að sálfræði- og ráðgjafarstofa var fengin til þess að taka til skoðunar stjórnarhætti Margeirs. Ákvörðun hans að taka rannsakanda hjá embættinu, undirmann sinn, skyndilega úr fyrirhugaðri aðgerð hjá embættinu án faglegrar ástæðu hafi verið meðal þess sem tekið var til skoðunar. Meira og verra lá að baki Í desember sama árs sá Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ástæðu til þess að senda út fréttatilkynningu þess efnis að fimm mál sem vörðuðu kynferðislega eða kynbundna áreitni, einelti eða ofbeldi starfsfólks Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefðu verið til meðferðar hjá embættinu á árinu. Kvöldið áður en tilkynningin var send út var greint frá því í Kastljósi Ríkisútvarpsins að háttsettur karlmaður í valdastöðu hjá lögreglunni hefði beitt lögreglukonu kynferðislegri og kynbundinni áreitni um margra mánaða skeið og sýnt ofbeldisfulla hegðun, sem olli henni mikilli vanlíðan og ótta. Ríkisútvarpið nafngreindi ekki karlmanninn en samkvæmt heimildum fréttastofu var um Margeir að ræða. Sendi tugi skilaboða á einni helgi Vísað var til niðurstöðu sálfræðistofunnar þar sem fram kemur að tíu af tólf atvikum sem voru skoðuð falli undir skilgreiningu ofbeldis. Meðal þess sem lögreglumaðurinn gerðist sekur um, að mati sálfræðistofunnar, var að þvinga konuna til að taka á móti sér á heimili hennar seint að kvöldi, senda henni stöðug skilaboð í gegnum samfélagsmiðla, stundum marga tugi á einni helgi, sitja fyrir henni í vinnunni og taka fram fyrir hendur næstu yfirmanna hennar er varða störf hennar, meðal annars með því að taka hana úr stóru verkefni þvert á hennar vilja. Kominn aftur til starfa Í svari við skriflegri fyrirspurn Vísis segir Gunnar Rúnar Sveinbjörnsson, kynningarfulltrúi Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, að Margeir sé starfandi aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá embættinu, en á meðal verkefna hans sé að vera yfirlögregluþjóni rannsóknarsviðs til aðstoðar, einkum við mótun hlutverks LRH og aðkomu hvað varðar sameiginleg verkefni embætta í málefnum sem tengjast skipulagðri brotastarfsemi, umsjón með gæðastarfi sviðsins, svo sem með uppfærslu gæðaferla sem og önnur verkefni. Að öðru leyti geti embættið ekki tjáð sig um málefni einstakra starfsmanna.
Lögreglan Kynferðisofbeldi Dómsmál Mál Margeirs Sveinssonar Tengdar fréttir Treysta ekki lögregluembætti með ofbeldismenn í vinnu til að rannsaka ofbeldismál Stjórnarformaður Hagsmunasamtaka brotaþola segir fáránlegt að ítrekað hafi komið upp mál varðandi kynferðislega áreitni, ofbeldi eða einelti innan lögreglunnar á síðastliðnu ári. Málin grafi undan trausti til lögreglu og kerfisins alls. 21. janúar 2024 23:45 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Fleiri fréttir Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Svanur syndir með Seltirningum í lauginni Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Sjá meira
Treysta ekki lögregluembætti með ofbeldismenn í vinnu til að rannsaka ofbeldismál Stjórnarformaður Hagsmunasamtaka brotaþola segir fáránlegt að ítrekað hafi komið upp mál varðandi kynferðislega áreitni, ofbeldi eða einelti innan lögreglunnar á síðastliðnu ári. Málin grafi undan trausti til lögreglu og kerfisins alls. 21. janúar 2024 23:45