Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar 13. nóvember 2024 18:16 Reykjavíkur leiðtogavísitalan er mælikvarði á hvernig samfélagið lítur á konur og karla með tilliti til hæfis þeirra til forystu, og kannar hversu vel samfélaginu líður almennt um kvenkyns forystu. Á Reykjavík Global Forum fyrir kvenleiðtoga sem byrjaði í Hörpu á mánudaginn voru saman komnar um það bil 500 konur (og nokkrir karlar) að tala um mikilvægi jafnréttis í heiminum. Leiðtogavísitalan er hæst í heimi á Íslandi, en hefur verið að lækka hér líkt og í G7 löndunum síðastliðin ár. Heimurinn er í fyrsta skipti að sjá að ungt fólk er fordómafyllra en foreldrarnir. Margar ástæður eru taldar til, en það hefur verið sýnt fram á að það er mjög vel fjármagnaður áróður að mestu “on line” sem talar konur og minnihlutahópa niður til að halda völdunum hjá þeim fáu og valdamiklu – sem eru hvítir karlar. Þetta eru staðreyndir sem hafa verið sannreyndar með rannsóknum og skoðanakönnunum. Fyrr í mánuðinum var Trump kosinn forseti Bandaríkjanna þrátt fyrir að virða ekki mannréttindi kvenna um að ráða yfir sínum eigin líkama – auk þess að bíða meðferðar á ýmsum spillingar- og ofbeldismálum í réttarkerfinu. Það sama virðist vera að eiga sér stað hér á landi. Allt í einu stekkur Miðflokkurinn upp í skoðanakönnunum – þrátt fyrir ýmsa skandala fortíðar, þar á meðal fjármálaspilling og kvenfyrirlitning. Smá sögustund um spillingu Tökum fyrst fyrir formann Miðflokksins, Sigmund Davíð Gunnlaugsson. Hann varð Íslandi til mikillar skammar þegar hann varð að að viðurkenna í sjónvarpsviðtali við sænskan fréttamann að hann ætti fé í skattaskjóli. Nafn hans fundu blaðamenn í hinum svokölluðu Panamaskjölum, sem láku til blaðamanna. Bjarni Ben var þarna líka. Það þýðir að á meðan Sigmundur var forsætisráðherra fyrir hönd Framsóknarflokksins geymdi hann fé á aflandseyju sem er þekkt fyrir að vera skattaskjól. Sama gildir fyrir Bjarna sem var þá fjármálaráðherra fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins. Eftir fjölmenn mótmæli í nokkra daga varð Sigmundur að segja af sér og Sigurður Ingi tók við forsætisráðherrastólnum. Síðan var gengið til kosninga, og Sigmundur stofnaði sinn eigin flokk – Miðflokkinn – því hann tapaði í forystusæti Framsóknarflokksins til Sigurðar Inga Jóhannssonar. Árið 2017 var gengið til kosninga – og mér til mikillar undrunar varð Bjarni Ben forsætisráðherra. Það sama ár komu Paradísarskjölin fram, en þar er mér ekki kunnugt um að nöfn íslenskra stjórnmálamanna hafi komið fram. Seinni hluta 2017 tók Katrín Jakobsdóttir svo við forsætisráðherrastólnum og setti saman stjórn með Sjálfstæðisflokki og Framsókn og þau sátu saman í ráðherrastólunum þar til Katrín fór í forsetakosningar sl. vor. Bjarni Ben tók við en tókst ekki að halda stjórninni saman svo nú er kosið aftur í lok þessa mánaðar. Og ekki má gleyma sölu á hlut Íslandsbanka sem Bjarni fjármálaráðherra bar ábyrgð á og ekki tókst betur til en að einn af kaupendum var faðir hans. Því varð hann að segja af sér sem fjármálaráðherra – en “surprise surprise,” Katrín leyfði honum að flytja yfir í utanríkisráðuneytið. Klausturbarinn og kvenfyrirlitning Svo var það samræða Miðflokksmanna á Klaustursbarnum árið 2018, sem tekin var upp af konu á næsta borði og hún gerði upptökuna opinbera. Kvenkollegar þeirra voru smættaðar á ófyrirgefanlegan máta og orðræðan var síðan lesleikin í Borgarleikhúsinu. Aðra eins kvenfyrirlitningu hef ég aldrei heyrt. Orðin eru svo ljót að ég endurtek þau ekki hér. En áhugasamir geta hlustað á leiklesturinn í Borgarleikhúsinu. Nú eru allir Miðflokksmenn sem voru á Klaustursbarnum ofarlega á lista í næstkomandi kosningum. Fyrir þá sem eru búnir að gleyma hverjir voru saman komnir á barnum, þá minni ég hér á nöfnin þeirra: Sigmundur Davíð, Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson frá Miðflokki og Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason þá frá Flokki fólksins en nú á lista Miðflokksins. Á síðasta ári var Karl Gauti gerður að lögreglustjóra í Vestmannaeyjum af Jóni Gunnarssyni þá dómsmálaráðherra! Hið svokallaða útlendingamál Loks er það orðræða Miðflokksmanna og Sjalla um hælisleitendur, sérstaklega á þessu ári. Í stefnu Miðflokksins stendur að það verði að “ná tökum á landamærunum og koma í veg fyrir að Ísland sé nýtt sem söluvara þeirra sem skipuleggja fólksflutninga.” Sigmundur Davíð hefur sagt í stefnuræðu sinni að stefnt skuli að því að hingað eigi ekki að koma neitt flóttafólk og Bjarni Ben birti tvær færslur á fésbók í janúar sem misbuðu fjölda fólks fyrir að þar vanti alla mannúð. Formaður Miðflokksins segir markmiðið að enginn sæki um hæli hér á landi. Það geti náðst með því að senda skýr skilaboð. Stefna Miðflokksins er svo afturhaldssöm að ég get ekki orða bundist – þeir vilja hverfa frá “svokallaðri Borgarlínu,” hann “trúir ekki á loftslagsbreytingar!” Miðflokkurinn “vill ekki leyfa fólki að hafa kynvitund samkvæmt þeirra mati,” og vilja draga úr loftslagsaðgerðum. Sigmundur hefur tekið upp orðræðu Trump! Hvalamálin Nýjasta útspil Sjálfstæðisflokksins var að Bjarni Ben setti Jón Gunnarsson sem ráðgjafa í Matvælaráðuneytið – og það var víst vinagreiði því Jóni var lofað að ef hann tæki 5. sæti á lista þá gæti hann gefið vini sínum Kristjáni Loftssyni hvalabanara og hrefnuveiðimönnum leyfi fyrir kosningar. Þetta heyrist á upptökum þar sem erlendur gervifjárfestir talar við son Jóns – Gunnar Bergmann. Áhugasamir geta lesið umfjöllun sem Heimildin setti á vefinn í gær (11. nóvember) undir titlinum “Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns.” Gullfiskaminni þjóðarinnar Síðan kallað var til kosninga hefur fylgi flokka flakkað heilmikið – og er enn á flakki. Í skoðanakönnun Maskínu sem birt var 7. nóvember, kemur fram að nær 30% þjóðarinnar segist ætla að kjósa Miðflokkinn (15%) og Sjálfstæðisflokkinn (13%). Mér fallast hendur. Er um það bil 30% þjóðarinnar með gullfiskaminni eða veit unga fólkið ekki um fortíð stjórnmálamanna? Eða er þessu fólki bara sama um siðferði, kynfyrirlitningu og spillingu? Í nánari greiningu Maskínu kemur fram að meirihluti þeirra sem ætla að kjósa Miðflokkinn eru karlar, sérstaklega miðaldra karlar. Sum sé stór hluti karlmanna senda konum og spillingu fingurinn. Þetta er sorglegra en orð ná utan um, sérstaklega í kjölfar #metoo byltingarinnar. Píratar vilja verja mannréttindi fyrir öll, og uppræta spillingu. Við “trúum á” loftslagsbreytingar og erum með metnaðarfyllstu umhverfis- og loftslagsstefnuna af öllum flokkum. Píratar vilja vernda náttúruna og banna hvalveiðar. Höfundur er Prófessor emeríta, í framboði fyrir Pírata í Reykjavík norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Píratar Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Sjá meira
Reykjavíkur leiðtogavísitalan er mælikvarði á hvernig samfélagið lítur á konur og karla með tilliti til hæfis þeirra til forystu, og kannar hversu vel samfélaginu líður almennt um kvenkyns forystu. Á Reykjavík Global Forum fyrir kvenleiðtoga sem byrjaði í Hörpu á mánudaginn voru saman komnar um það bil 500 konur (og nokkrir karlar) að tala um mikilvægi jafnréttis í heiminum. Leiðtogavísitalan er hæst í heimi á Íslandi, en hefur verið að lækka hér líkt og í G7 löndunum síðastliðin ár. Heimurinn er í fyrsta skipti að sjá að ungt fólk er fordómafyllra en foreldrarnir. Margar ástæður eru taldar til, en það hefur verið sýnt fram á að það er mjög vel fjármagnaður áróður að mestu “on line” sem talar konur og minnihlutahópa niður til að halda völdunum hjá þeim fáu og valdamiklu – sem eru hvítir karlar. Þetta eru staðreyndir sem hafa verið sannreyndar með rannsóknum og skoðanakönnunum. Fyrr í mánuðinum var Trump kosinn forseti Bandaríkjanna þrátt fyrir að virða ekki mannréttindi kvenna um að ráða yfir sínum eigin líkama – auk þess að bíða meðferðar á ýmsum spillingar- og ofbeldismálum í réttarkerfinu. Það sama virðist vera að eiga sér stað hér á landi. Allt í einu stekkur Miðflokkurinn upp í skoðanakönnunum – þrátt fyrir ýmsa skandala fortíðar, þar á meðal fjármálaspilling og kvenfyrirlitning. Smá sögustund um spillingu Tökum fyrst fyrir formann Miðflokksins, Sigmund Davíð Gunnlaugsson. Hann varð Íslandi til mikillar skammar þegar hann varð að að viðurkenna í sjónvarpsviðtali við sænskan fréttamann að hann ætti fé í skattaskjóli. Nafn hans fundu blaðamenn í hinum svokölluðu Panamaskjölum, sem láku til blaðamanna. Bjarni Ben var þarna líka. Það þýðir að á meðan Sigmundur var forsætisráðherra fyrir hönd Framsóknarflokksins geymdi hann fé á aflandseyju sem er þekkt fyrir að vera skattaskjól. Sama gildir fyrir Bjarna sem var þá fjármálaráðherra fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins. Eftir fjölmenn mótmæli í nokkra daga varð Sigmundur að segja af sér og Sigurður Ingi tók við forsætisráðherrastólnum. Síðan var gengið til kosninga, og Sigmundur stofnaði sinn eigin flokk – Miðflokkinn – því hann tapaði í forystusæti Framsóknarflokksins til Sigurðar Inga Jóhannssonar. Árið 2017 var gengið til kosninga – og mér til mikillar undrunar varð Bjarni Ben forsætisráðherra. Það sama ár komu Paradísarskjölin fram, en þar er mér ekki kunnugt um að nöfn íslenskra stjórnmálamanna hafi komið fram. Seinni hluta 2017 tók Katrín Jakobsdóttir svo við forsætisráðherrastólnum og setti saman stjórn með Sjálfstæðisflokki og Framsókn og þau sátu saman í ráðherrastólunum þar til Katrín fór í forsetakosningar sl. vor. Bjarni Ben tók við en tókst ekki að halda stjórninni saman svo nú er kosið aftur í lok þessa mánaðar. Og ekki má gleyma sölu á hlut Íslandsbanka sem Bjarni fjármálaráðherra bar ábyrgð á og ekki tókst betur til en að einn af kaupendum var faðir hans. Því varð hann að segja af sér sem fjármálaráðherra – en “surprise surprise,” Katrín leyfði honum að flytja yfir í utanríkisráðuneytið. Klausturbarinn og kvenfyrirlitning Svo var það samræða Miðflokksmanna á Klaustursbarnum árið 2018, sem tekin var upp af konu á næsta borði og hún gerði upptökuna opinbera. Kvenkollegar þeirra voru smættaðar á ófyrirgefanlegan máta og orðræðan var síðan lesleikin í Borgarleikhúsinu. Aðra eins kvenfyrirlitningu hef ég aldrei heyrt. Orðin eru svo ljót að ég endurtek þau ekki hér. En áhugasamir geta hlustað á leiklesturinn í Borgarleikhúsinu. Nú eru allir Miðflokksmenn sem voru á Klaustursbarnum ofarlega á lista í næstkomandi kosningum. Fyrir þá sem eru búnir að gleyma hverjir voru saman komnir á barnum, þá minni ég hér á nöfnin þeirra: Sigmundur Davíð, Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson frá Miðflokki og Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason þá frá Flokki fólksins en nú á lista Miðflokksins. Á síðasta ári var Karl Gauti gerður að lögreglustjóra í Vestmannaeyjum af Jóni Gunnarssyni þá dómsmálaráðherra! Hið svokallaða útlendingamál Loks er það orðræða Miðflokksmanna og Sjalla um hælisleitendur, sérstaklega á þessu ári. Í stefnu Miðflokksins stendur að það verði að “ná tökum á landamærunum og koma í veg fyrir að Ísland sé nýtt sem söluvara þeirra sem skipuleggja fólksflutninga.” Sigmundur Davíð hefur sagt í stefnuræðu sinni að stefnt skuli að því að hingað eigi ekki að koma neitt flóttafólk og Bjarni Ben birti tvær færslur á fésbók í janúar sem misbuðu fjölda fólks fyrir að þar vanti alla mannúð. Formaður Miðflokksins segir markmiðið að enginn sæki um hæli hér á landi. Það geti náðst með því að senda skýr skilaboð. Stefna Miðflokksins er svo afturhaldssöm að ég get ekki orða bundist – þeir vilja hverfa frá “svokallaðri Borgarlínu,” hann “trúir ekki á loftslagsbreytingar!” Miðflokkurinn “vill ekki leyfa fólki að hafa kynvitund samkvæmt þeirra mati,” og vilja draga úr loftslagsaðgerðum. Sigmundur hefur tekið upp orðræðu Trump! Hvalamálin Nýjasta útspil Sjálfstæðisflokksins var að Bjarni Ben setti Jón Gunnarsson sem ráðgjafa í Matvælaráðuneytið – og það var víst vinagreiði því Jóni var lofað að ef hann tæki 5. sæti á lista þá gæti hann gefið vini sínum Kristjáni Loftssyni hvalabanara og hrefnuveiðimönnum leyfi fyrir kosningar. Þetta heyrist á upptökum þar sem erlendur gervifjárfestir talar við son Jóns – Gunnar Bergmann. Áhugasamir geta lesið umfjöllun sem Heimildin setti á vefinn í gær (11. nóvember) undir titlinum “Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns.” Gullfiskaminni þjóðarinnar Síðan kallað var til kosninga hefur fylgi flokka flakkað heilmikið – og er enn á flakki. Í skoðanakönnun Maskínu sem birt var 7. nóvember, kemur fram að nær 30% þjóðarinnar segist ætla að kjósa Miðflokkinn (15%) og Sjálfstæðisflokkinn (13%). Mér fallast hendur. Er um það bil 30% þjóðarinnar með gullfiskaminni eða veit unga fólkið ekki um fortíð stjórnmálamanna? Eða er þessu fólki bara sama um siðferði, kynfyrirlitningu og spillingu? Í nánari greiningu Maskínu kemur fram að meirihluti þeirra sem ætla að kjósa Miðflokkinn eru karlar, sérstaklega miðaldra karlar. Sum sé stór hluti karlmanna senda konum og spillingu fingurinn. Þetta er sorglegra en orð ná utan um, sérstaklega í kjölfar #metoo byltingarinnar. Píratar vilja verja mannréttindi fyrir öll, og uppræta spillingu. Við “trúum á” loftslagsbreytingar og erum með metnaðarfyllstu umhverfis- og loftslagsstefnuna af öllum flokkum. Píratar vilja vernda náttúruna og banna hvalveiðar. Höfundur er Prófessor emeríta, í framboði fyrir Pírata í Reykjavík norður.
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar