Körfubolti

Caitlin Clark ná­lægt því að skjóta niður á­horf­endur á golfmóti

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Caitlin Clark er ekki alveg jafn fær með golfkylfuna og körfuboltann.
Caitlin Clark er ekki alveg jafn fær með golfkylfuna og körfuboltann. getty/Julio Aguilar

Ein besta körfuboltakona heims, Caitlin Clark, fór brösuglega af stað á Pro-Am móti í golfi.

Clark spilar á The Annika ásamt golfstjörnunum Nelly Korda og Annika Sörenstram í þessari viku.

Clark fékk enga draumabyrjun því teighögg hennar var hársbreidd frá fara í áhorfendur sem stóðu rétt hjá eins og sjá má í myndbandinu hér fyrir neðan.

Viðstaddir gátu þó leyft sér að brosa yfir högginu misheppnaða. Það broslega við það var kannski að helsta markmið Clarks fyrir mótið var að hitta ekki áhorfanda.

„Ég hef reynt að æfa eins mikið og ég get. Ég er bara miðlungs kylfingur. Ég mun eiga góð högg og slæm. Svoleiðis er það bara,“ sagði Clark.

„Ég reyni bara að hitta ekki einhverja sem standa hjá. Þetta verður gaman. Ég hlakka bara til. Ég er ekki atvinnukylfingur. Ég reyni bara að hafa gaman,“ bætti Clark við.

Hún átti frábært fyrsta tímabil í WNBA og var valin nýliði ársins. Lið hennar, Indiana Fever, komst í úrslitakeppnina en tapaði fyrir Connecticut Storm í 1. umferð, 2-0.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×