Lífið

Bannað að hlæja: Stressið alls­ráðandi í upp­hafi kvöldsins

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Fyrstu fimm gestirnir eru stressaðir í upphafi kvöldsins.
Fyrstu fimm gestirnir eru stressaðir í upphafi kvöldsins.

Stressið verður allsráðandi hjá fyrstu gestum Audda Blö í kvöldverðarboði hans í fyrsta þætti af Bannað að hlæja sem er sýndur í kvöld. Þar er eina reglan sú líkt og nafnið gefur til kynna að það er stranglega bannað að hlæja og kvöldverðargestir fá stig fyrir að láta aðra hlæja.

„Í svona óþægilegum aðstæðum sem geta myndast þá byrja ég bara í geðshræringarhlátri,“ segir útvarpsmaðurinn Rikki G sem er einn gesta hjá Audda ásamt Sveppa, Jóa, Júlíönu Söru og Hildi Völu í fyrsta þætti. Þátturinn er frumsýndur í kvöld en Auddi hefur áður tekið fram að þetta er alls ekki fjölskylduþáttur. Hér fyrir neðan má sjá stiklu úr þættinum.

Í fyrsta þætti ræðir Auddi fyrst við gestina og spyr þau spjörunum úr, fyrir hverju þau eru stressuðust fyrir og meðal annars hvaða gesti þau eru síst smeykust við. Þá byrja gestirnir á forrétti og þar berst talið meðal annars að bókaklúbbum en þá eru hlutirnir fljótir að fara úr böndunum. 

Klippa: Stressið allsráðandi í fyrsta þætti af Bannað að hlæja





Fleiri fréttir

Sjá meira


×