Í tilkynningu frá dómsmálaráðuneytinu kemur fram að fundurinn hefjist klukkan 11, fljótlega að loknum ríkisstjórnarfundi. Hægt verður að fylgjast með fundinum í beinni útsendingu á Vísi.
„Á fundinum verður kynnt stefna stjórnvalda í málefnum landamæra og landsáætlun í málefnum landamæra. Minnisblað um stefnuna verður lagt fram til kynningar á ríkisstjórnarfundinum og stefna og landsáætlun kynnt fyrir fjölmiðlum að fundi loknum.
Viðstaddir verða dómsmálaráðherra og ríkislögreglustjóri,“ segir í tilkynningunni.