Hér eru „þessar elskur“ Jakob Bjarnar skrifar 15. nóvember 2024 13:14 Þeir sem stóðu að bloggsíðunni Við erum þessar elskur eru allir orðnir virðulegir þjóðfélagsþegnar í dag og vildu eflaust allir að þessi skrif hefðu aldrei komið fyrir almenningssjónir í dag. vísir/samsett Gömul bloggskrif Þórðar Snæs Júlíussonar, fyrrverandi ritstjóra Heimildarinnar og nú frambjóðanda Samfylkingarinnar, hafa vakið upp gríðarlega reiði sem enn er ekki hægt að sjá fyrir endann á. Tvímælalaust er hér um að ræða eitt heitasta fréttamál þessarar viku. Subbuleg graðnaglaskrif þykja ekki verjanleg núna þegar árið er orðið 2024. Samfylkingin á í stökustu vandræðum vegna umræðunnar. Kristrún Frostadóttir formaður flokksins hefur sagt skrif Þórðar Snæs ekki lýsa hans manni í dag og allir eigi skilið annað tækifæri. Bíða margir spenntir og sjá hvort Þórður Snær haldi kyrru fyrir í 3. sæti lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður eða stígi til hliðar. Vinirnir hlæja og klappa Svo virðist á þessu stigi máls að Þórður Snær ætli að reyna að sitja af sér storminn. Því miður fyrir Þórð Snæ er klisjan um að netið gleymi engu sönn. Samkvæmt heimildum Vísis kom það flatt upp á Þórð Snæ þegar þetta var borðið upp á hann í Spursmálum af einni af helstu stjörnum þessara kosninga, siðfræðingnum Stefáni Einari Stefánssyni. Þórður Snær mun hafa talið að þessi skrif væru fyrir lifandis löngu komin undir græna torfu. Síðunni var lokað fyrir um fimmtán árum. En mörgum þykir ekki nóg að gert. Nú síðast í dag skrifaði séra Hildur Eir Bolladóttir hugleiðingu á Facebook-síðu sinni um þetta efni. Hildur Eir telur að sýna eigi viðtalið í Spursmálum við Þórð Snæ í framhaldsskólum landsins því „…angistin og skömmin sem að lýsti af andliti Þórðar sem nú er kominn á fimmtugsaldur var prédikun út af fyrir sig. Það er einmitt þetta, þú ert tuttugu og fimm ára hrokafullur strákur sem lífið á eftir að tuska til og þú heldur að þú getir sagt hvað sem þér sýnist af því að hinum strákunum finnst þú geggjaður og stelpurnar eiga ekki breik í þennan strigakjaft. Vinirnir hlæja og klappa.“ Miðaldra karlar í ábyrgðarstöðum Hildur Eir segir að tuttugu árum síðar viti viðkomandi að um sé að ræða eitraða karlmennsku og ömurleg skrif en „samt vita það ekki allir og meðal annars margir miðaldra karlar í ábyrgðarstöðum í þjóðfélaginu. Það eru vondu fréttirnar.“ Þetta er eitt dæmi af fjölmörgum þar sem fólk veltir fyrir sér hvernig eigi að taka dæmum sem þessum. Meðan einn vill fyrirgefa vill annar dæma. Ekki verður tekin afstaða til þess hér á þessum vettvangi hvort fólk eigi að fyrirgefa. En áður en tekin er afstaða til þeirrar spurningar er kannski vert að skilja hvað það er sem á að fyrirgefa? Þórður Snær hefur afdráttarlaust og án undanbragða beðist fortakslaust afsökunar á skrifunum. Miðað við skrifin illræmdu, sem flestir þekkja nú orðið og lítil ástæða er að vitna til með beinum hætti og ef til vill úr samhengi, hefur Þórður fyrir nokkru tekið u-beygju í lífinu. Hann hefur lengi titlað sig karlfemínista og sem slíkur verið býsna dómharður. Hann vonar nú að fólk taki sér sem sá maður sem hann er í dag. Spurt er hver sé rót þessara skrifa? Hvað kom til? Þórður Snær hefur sagt að hann taki fulla ábyrgð á þessu, hann hefur hent sér á sverðið en upplýsti jafnframt að hópur ungra karlmanna hafi staðið að síðunni „Við erum þessar elskur“. En hverjir eru þessar elskur? Þeir voru „þessar elskur“ Þegar síðan er skoðuð kemur í ljós að langatkvæðamestur í því að setja inn færslur er Þórður Snær sem skrifaði undir nafninu „Þýska stálið“. En hverjir aðrir voru í hópnum? Að uppistöðu er þetta klíka úr Menntaskólanum við Sund en kemur í raun úr öllum áttum og tókst vinskapur með þeim í Háskóla Íslands. Þeir eru nú flestir orðnir virðulegir þegnar í þjóðfélaginu: Jónas Haraldsson sem nú starfar í utanríkisráðuneytinu var Johnny Lovital Þórir Hall, sem starfar við móttöku flóttamanna hjá Rauða krossinum, var Tossi Tods Björn Sigurbjörnsson nú knattspyrnuþjálfari var Sparks Grétar Theodórsson almannatengill, samskiptastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga, var Der Deutsche Sidekick Magnús Hrafn Magnússon lögmaður var Maxterinn Og Þórður Snær Júlíusson var, sem kunnugt er, Þýska stálið Á árunum 2003 til 2004, þegar hin illræmdu skrif birtust, ríkti sérkennilegt andrúmsloft. Netið var til þess að gera nýkomið til skjalanna og unghanahópar og sperrileggir kepptust við að reyna að vekja á sér athygli með skrifum á bloggsíður sem spruttu upp eins og gorkúlur. Sumar vöktu athygli, aðrar ekki eins og gengur. Þar kepptust menn við að viðra sjónarmið sín, gáfu í og best þóttu þau skrif sem gengu fram af þeim sem í hópnum voru. Og vel að merkja, þó þeir skrifi undir skáldanöfnum liggur fyrir hverjir voru að baki skrifunum. Ekki var um nein leyniskrif að ræða þó síðan hafi verið tekin niður fyrir löngu. „Þetta er miklu verra en mig minnti“ Frægasti hópurinn af þessu tagi, sá sem tvímælalaust vakti mesta athygli, var hópur sem nefndi sig Kallarnir. Þeir voru dregnir fram í dagsljósið af DV en frægastur þeirra kallanna var Egill Einarsson, betur þekktur sem Gillzenegger. Flestir muna hamaganginn sem varð í kjölfar óforsvaranlegra ummæla hans um konur. Egill baðst afsökunar en þeir eru margir sem telja ekki vert að fyrirgefa honum hvorki eitt né neitt. Ljóst er, þegar bloggsíðan „Þessar elskur“ er skoðuð telja þeir sem þar skrifa sig vitsmunalega á hærra plani en til að mynda kallarnir. Enda háskólanemar. En hins vegar vantar í skrifin það að þeir geri grín að sér sjálfum, nokkuð sem má frekar greina í skrifum Kallanna. Þegar þetta var réði póstmódernisminn lögum og lofum en eitt einkenni póstmódernisma er notkun alteregóa og í framhaldi af því afar opinská skrif. Sá höfundur sem mest áhrif hafði var Bret Easton Ellis sem hafði sent frá sér bækur á borð við Less than Zero (1985) og seinna American Psycho (1991) sem hafði gríðarleg áhrif. Grétar Sveinn Theodórsson er einn félaga Þórðar Snæs sem héldu úti síðunni „þessar elskur“ á sínum tíma. „Auðvitað var ég hluti af þessum hópi. Það er ekkert leyndarmál og liggur fyrir. Mér brá þegar ég las þessi skrif, þetta var miklu verra en mig minnti,“ segir Grétar Sveinn í samtali við Vísi. Hann tekur jafnframt fram að hann hafi sjálfur lítið sem ekkert skrifað á síðuna. En hann hafi vissulega lesið síðuna meðan hún var uppi. Samfylkingin í klípu vegna málsins Enginn þeirra sem að síðunni stóð og tilheyrðu hópnum eru í framboði fyrir utan Þórð Snæ. Eins og gengur hefur hver og einn gengið sinn veg, haldið mismikið saman en þeir eru þó allir góðir vinir í dag. Eins og áður sagði lagði „Þýska stálið“ langt mest af mörkum en þarna er jafnframt að finna glefsur frá öðrum sem í hópnum voru. Skrifin dæma sig sjálf en þó verður að taka allar breytur inn í þegar menn dæma og svo „fyrirgefa“ eftir atvikum. Þó þau hafi ekki náð mikilli útbreiðslu á sínum tíma hafa þau farið sem eldur í sinu um samfélagið að undanförnu. Víst er að Samfylkingin, sem hefur verið að mælast efst í skoðanakönnunum lengi vel þó hún hafi verið að gefa eftir að undanförnu, er í klípu vegna málsins. Þetta er nákvæmlega ekki það sem flokkurinn vill gefa sig út fyrir að vera. Á fimmtudaginn kemur Maskínukönnun á vegum fréttastofunnar og þá kemur í ljós hvort Samfylkingin sé búin að bíta úr nálinni með þessi gömlu skrif sem standast illa tímans tönn. Samfélagsmiðlar Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Tengdar fréttir Þórður Snær afboðaði komu sína Þórður Snær Júlíusson, frambjóðandi Samfylkingarinnar og fyrrverandi ritstjóri Heimildarinnar, ætlaði að mæta í hlaðvarpið Ein pæling og taka upp þátt í fyrramálið en hann hefur nú afboðað komu sína. 14. nóvember 2024 19:50 Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Í tilefni kosninga hafa verið dregin fram gömul bloggskrif Þórðar Snæs Júlíussonar, fyrrum ritstjóra Heimildarinnar og nú frambjóðanda Samfylkingarinnar, sem lýsa unggæðingslegum og óviðurkvæmilegum viðhorfum í garð kvenna. 13. nóvember 2024 11:17 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Subbuleg graðnaglaskrif þykja ekki verjanleg núna þegar árið er orðið 2024. Samfylkingin á í stökustu vandræðum vegna umræðunnar. Kristrún Frostadóttir formaður flokksins hefur sagt skrif Þórðar Snæs ekki lýsa hans manni í dag og allir eigi skilið annað tækifæri. Bíða margir spenntir og sjá hvort Þórður Snær haldi kyrru fyrir í 3. sæti lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður eða stígi til hliðar. Vinirnir hlæja og klappa Svo virðist á þessu stigi máls að Þórður Snær ætli að reyna að sitja af sér storminn. Því miður fyrir Þórð Snæ er klisjan um að netið gleymi engu sönn. Samkvæmt heimildum Vísis kom það flatt upp á Þórð Snæ þegar þetta var borðið upp á hann í Spursmálum af einni af helstu stjörnum þessara kosninga, siðfræðingnum Stefáni Einari Stefánssyni. Þórður Snær mun hafa talið að þessi skrif væru fyrir lifandis löngu komin undir græna torfu. Síðunni var lokað fyrir um fimmtán árum. En mörgum þykir ekki nóg að gert. Nú síðast í dag skrifaði séra Hildur Eir Bolladóttir hugleiðingu á Facebook-síðu sinni um þetta efni. Hildur Eir telur að sýna eigi viðtalið í Spursmálum við Þórð Snæ í framhaldsskólum landsins því „…angistin og skömmin sem að lýsti af andliti Þórðar sem nú er kominn á fimmtugsaldur var prédikun út af fyrir sig. Það er einmitt þetta, þú ert tuttugu og fimm ára hrokafullur strákur sem lífið á eftir að tuska til og þú heldur að þú getir sagt hvað sem þér sýnist af því að hinum strákunum finnst þú geggjaður og stelpurnar eiga ekki breik í þennan strigakjaft. Vinirnir hlæja og klappa.“ Miðaldra karlar í ábyrgðarstöðum Hildur Eir segir að tuttugu árum síðar viti viðkomandi að um sé að ræða eitraða karlmennsku og ömurleg skrif en „samt vita það ekki allir og meðal annars margir miðaldra karlar í ábyrgðarstöðum í þjóðfélaginu. Það eru vondu fréttirnar.“ Þetta er eitt dæmi af fjölmörgum þar sem fólk veltir fyrir sér hvernig eigi að taka dæmum sem þessum. Meðan einn vill fyrirgefa vill annar dæma. Ekki verður tekin afstaða til þess hér á þessum vettvangi hvort fólk eigi að fyrirgefa. En áður en tekin er afstaða til þeirrar spurningar er kannski vert að skilja hvað það er sem á að fyrirgefa? Þórður Snær hefur afdráttarlaust og án undanbragða beðist fortakslaust afsökunar á skrifunum. Miðað við skrifin illræmdu, sem flestir þekkja nú orðið og lítil ástæða er að vitna til með beinum hætti og ef til vill úr samhengi, hefur Þórður fyrir nokkru tekið u-beygju í lífinu. Hann hefur lengi titlað sig karlfemínista og sem slíkur verið býsna dómharður. Hann vonar nú að fólk taki sér sem sá maður sem hann er í dag. Spurt er hver sé rót þessara skrifa? Hvað kom til? Þórður Snær hefur sagt að hann taki fulla ábyrgð á þessu, hann hefur hent sér á sverðið en upplýsti jafnframt að hópur ungra karlmanna hafi staðið að síðunni „Við erum þessar elskur“. En hverjir eru þessar elskur? Þeir voru „þessar elskur“ Þegar síðan er skoðuð kemur í ljós að langatkvæðamestur í því að setja inn færslur er Þórður Snær sem skrifaði undir nafninu „Þýska stálið“. En hverjir aðrir voru í hópnum? Að uppistöðu er þetta klíka úr Menntaskólanum við Sund en kemur í raun úr öllum áttum og tókst vinskapur með þeim í Háskóla Íslands. Þeir eru nú flestir orðnir virðulegir þegnar í þjóðfélaginu: Jónas Haraldsson sem nú starfar í utanríkisráðuneytinu var Johnny Lovital Þórir Hall, sem starfar við móttöku flóttamanna hjá Rauða krossinum, var Tossi Tods Björn Sigurbjörnsson nú knattspyrnuþjálfari var Sparks Grétar Theodórsson almannatengill, samskiptastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga, var Der Deutsche Sidekick Magnús Hrafn Magnússon lögmaður var Maxterinn Og Þórður Snær Júlíusson var, sem kunnugt er, Þýska stálið Á árunum 2003 til 2004, þegar hin illræmdu skrif birtust, ríkti sérkennilegt andrúmsloft. Netið var til þess að gera nýkomið til skjalanna og unghanahópar og sperrileggir kepptust við að reyna að vekja á sér athygli með skrifum á bloggsíður sem spruttu upp eins og gorkúlur. Sumar vöktu athygli, aðrar ekki eins og gengur. Þar kepptust menn við að viðra sjónarmið sín, gáfu í og best þóttu þau skrif sem gengu fram af þeim sem í hópnum voru. Og vel að merkja, þó þeir skrifi undir skáldanöfnum liggur fyrir hverjir voru að baki skrifunum. Ekki var um nein leyniskrif að ræða þó síðan hafi verið tekin niður fyrir löngu. „Þetta er miklu verra en mig minnti“ Frægasti hópurinn af þessu tagi, sá sem tvímælalaust vakti mesta athygli, var hópur sem nefndi sig Kallarnir. Þeir voru dregnir fram í dagsljósið af DV en frægastur þeirra kallanna var Egill Einarsson, betur þekktur sem Gillzenegger. Flestir muna hamaganginn sem varð í kjölfar óforsvaranlegra ummæla hans um konur. Egill baðst afsökunar en þeir eru margir sem telja ekki vert að fyrirgefa honum hvorki eitt né neitt. Ljóst er, þegar bloggsíðan „Þessar elskur“ er skoðuð telja þeir sem þar skrifa sig vitsmunalega á hærra plani en til að mynda kallarnir. Enda háskólanemar. En hins vegar vantar í skrifin það að þeir geri grín að sér sjálfum, nokkuð sem má frekar greina í skrifum Kallanna. Þegar þetta var réði póstmódernisminn lögum og lofum en eitt einkenni póstmódernisma er notkun alteregóa og í framhaldi af því afar opinská skrif. Sá höfundur sem mest áhrif hafði var Bret Easton Ellis sem hafði sent frá sér bækur á borð við Less than Zero (1985) og seinna American Psycho (1991) sem hafði gríðarleg áhrif. Grétar Sveinn Theodórsson er einn félaga Þórðar Snæs sem héldu úti síðunni „þessar elskur“ á sínum tíma. „Auðvitað var ég hluti af þessum hópi. Það er ekkert leyndarmál og liggur fyrir. Mér brá þegar ég las þessi skrif, þetta var miklu verra en mig minnti,“ segir Grétar Sveinn í samtali við Vísi. Hann tekur jafnframt fram að hann hafi sjálfur lítið sem ekkert skrifað á síðuna. En hann hafi vissulega lesið síðuna meðan hún var uppi. Samfylkingin í klípu vegna málsins Enginn þeirra sem að síðunni stóð og tilheyrðu hópnum eru í framboði fyrir utan Þórð Snæ. Eins og gengur hefur hver og einn gengið sinn veg, haldið mismikið saman en þeir eru þó allir góðir vinir í dag. Eins og áður sagði lagði „Þýska stálið“ langt mest af mörkum en þarna er jafnframt að finna glefsur frá öðrum sem í hópnum voru. Skrifin dæma sig sjálf en þó verður að taka allar breytur inn í þegar menn dæma og svo „fyrirgefa“ eftir atvikum. Þó þau hafi ekki náð mikilli útbreiðslu á sínum tíma hafa þau farið sem eldur í sinu um samfélagið að undanförnu. Víst er að Samfylkingin, sem hefur verið að mælast efst í skoðanakönnunum lengi vel þó hún hafi verið að gefa eftir að undanförnu, er í klípu vegna málsins. Þetta er nákvæmlega ekki það sem flokkurinn vill gefa sig út fyrir að vera. Á fimmtudaginn kemur Maskínukönnun á vegum fréttastofunnar og þá kemur í ljós hvort Samfylkingin sé búin að bíta úr nálinni með þessi gömlu skrif sem standast illa tímans tönn.
Samfélagsmiðlar Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Tengdar fréttir Þórður Snær afboðaði komu sína Þórður Snær Júlíusson, frambjóðandi Samfylkingarinnar og fyrrverandi ritstjóri Heimildarinnar, ætlaði að mæta í hlaðvarpið Ein pæling og taka upp þátt í fyrramálið en hann hefur nú afboðað komu sína. 14. nóvember 2024 19:50 Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Í tilefni kosninga hafa verið dregin fram gömul bloggskrif Þórðar Snæs Júlíussonar, fyrrum ritstjóra Heimildarinnar og nú frambjóðanda Samfylkingarinnar, sem lýsa unggæðingslegum og óviðurkvæmilegum viðhorfum í garð kvenna. 13. nóvember 2024 11:17 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Þórður Snær afboðaði komu sína Þórður Snær Júlíusson, frambjóðandi Samfylkingarinnar og fyrrverandi ritstjóri Heimildarinnar, ætlaði að mæta í hlaðvarpið Ein pæling og taka upp þátt í fyrramálið en hann hefur nú afboðað komu sína. 14. nóvember 2024 19:50
Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Í tilefni kosninga hafa verið dregin fram gömul bloggskrif Þórðar Snæs Júlíussonar, fyrrum ritstjóra Heimildarinnar og nú frambjóðanda Samfylkingarinnar, sem lýsa unggæðingslegum og óviðurkvæmilegum viðhorfum í garð kvenna. 13. nóvember 2024 11:17
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent