Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Samúel Karl Ólason skrifar 15. nóvember 2024 14:28 Ísraelar gerðu umfangsmiklar árásir á Íran í síðasta mánuði. Ísraelar vörpuðu sprengjum á leynilega rannsóknarstöð í Íran þar sem unnið er að þróun kjarnorkuvopna. Þessi árás var hluti af umfangsmikilli árás á Íran í október, eftir að Íranar skutu fjölmörgum skotflaugum að Ísrael. Samkvæmt heimildarmönnum Axios í Ísrael og í Bandaríkjunum grönduðu Ísraelar umræddri rannsóknarstöð í Parchin í Íran. Árásin er sögð hafa komið verulega niður á rannsóknarstörfum Írana sem eiga að taka mið af því að hefja aftur rannsóknir á kjarnorkuvopnum. Í þessari tilteknu rannsóknarstöð var, samkvæmt heimildarmönnum Axios, unnið með háþróaðan búnað við hönnun plastsprengiefnis sem umkringja á úraníumkjarna kjarnorkuvopns og notað er til að sprengja kjarnorkusprengjuna. Klerkastjórn Íran þvertekur fyrir að þar sé unnið að þróun kjarnorkuvopna. Rannsóknarstofunni var lokað árið 2003, þegar Íranar hættu þróun kjarnorkuvopna en Ísraelar segja að hún hafi verið tekin í notkun aftur. Þar hafi verið unnið að rannsóknum sem hægt væri að halda fram að væru í öðrum tilgangi en þróun kjarnorkuvopna. Embættismenn í bæði Ísrael og Bandaríkjunum sögðu í samtali við blaðamenn Axios að vísindamenn í Parchin hefðu byrjað tilraunir þar á nýjan leik fyrr á þessu ári. Þær hafi meðal annars snúist um gerð tölvulíkana, þróun málmblanda og tilraunir með sprengingar. Þegar Ísraelar gerðu loftárásir á Íran í október beindust þær að miklu leyti að loftvörnum Íran og eldflaugaframleiðslu. Þannig vildu Ísraelar halda möguleikanum opnum á frekari árásum í framtíðinni og gera Írönum erfiðara að bæði verja sig og að svara fyrir sig. Ríkisstjórn Donalds Trump, sem tekur við völdum í janúar, inniheldur nokkra menn sem taldir eru líta klerkastjórnina í Íran hornauga. Mögulegt þykir að þrýstingur á klerkastjórnina gæti aukist. Sjálfur hefur Trump reynst Írönum erfiður. hann dró Bandaríkin úr kjarnorkusamkomulaginu svokallaða, beitti ríkið viðskiptaþvingunum og lét ráða íranska herforingjann Qassim Soleimani af dögum. Sá var talinn næst valdamesti maður Íran og heyrði beint undir Ayatollah Ali Khamenei, leiðtoga ríkisins. Þá hafa fregnir borist af því að klerkastjórnin hafi ætlað sér að ráða Trump af dögum. Sjá einnig: Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, sagði á dögunum að hann hefði rætt nokkrum sinnum við Trump á undanförnum dögum og þeir sæju Íran og ógnina þaðan í sama ljósi. Elon Musk, ötull stuðningsmaður Trumps og ráðgjafi hans, er þó sagður hafa fundað með sendiherra Íran gagnvart Sameinuðu þjóðunum. Fundurinn mun hafa snúist um mögulegar leiðir til að draga úr spennu illi ríkjanna í forsetatíð Trumps. Ísrael Íran Donald Trump Bandaríkin Hernaður Tengdar fréttir Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Donald Trump, nýkjörinn forseti Bandaríkjanna, virðist ekki vera að sóa tíma við að skipa menn í ríkisstjórn sína. Á síðustu dögum hefur hann tilkynnt hverja hann vill í þó nokkur embætti og eru þó nokkrir þingmenn úr Repúblikanaflokknum þar á meðal. 12. nóvember 2024 11:20 Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Bandarískir flugmenn framkvæmdu í gær loftárásir á níu skotmörk tengd vígahópum á vegum íranska byltingarvarðarins í Sýrlandi. Yfirmenn herafla Bandaríkjanna á svæðinu segja árásirnar hafa verið gerðar vegna ítrekaðra árása á bandaríska hermenn í austurhluta Sýrlands. 12. nóvember 2024 09:51 Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Innlent Fleiri fréttir Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Sjá meira
Samkvæmt heimildarmönnum Axios í Ísrael og í Bandaríkjunum grönduðu Ísraelar umræddri rannsóknarstöð í Parchin í Íran. Árásin er sögð hafa komið verulega niður á rannsóknarstörfum Írana sem eiga að taka mið af því að hefja aftur rannsóknir á kjarnorkuvopnum. Í þessari tilteknu rannsóknarstöð var, samkvæmt heimildarmönnum Axios, unnið með háþróaðan búnað við hönnun plastsprengiefnis sem umkringja á úraníumkjarna kjarnorkuvopns og notað er til að sprengja kjarnorkusprengjuna. Klerkastjórn Íran þvertekur fyrir að þar sé unnið að þróun kjarnorkuvopna. Rannsóknarstofunni var lokað árið 2003, þegar Íranar hættu þróun kjarnorkuvopna en Ísraelar segja að hún hafi verið tekin í notkun aftur. Þar hafi verið unnið að rannsóknum sem hægt væri að halda fram að væru í öðrum tilgangi en þróun kjarnorkuvopna. Embættismenn í bæði Ísrael og Bandaríkjunum sögðu í samtali við blaðamenn Axios að vísindamenn í Parchin hefðu byrjað tilraunir þar á nýjan leik fyrr á þessu ári. Þær hafi meðal annars snúist um gerð tölvulíkana, þróun málmblanda og tilraunir með sprengingar. Þegar Ísraelar gerðu loftárásir á Íran í október beindust þær að miklu leyti að loftvörnum Íran og eldflaugaframleiðslu. Þannig vildu Ísraelar halda möguleikanum opnum á frekari árásum í framtíðinni og gera Írönum erfiðara að bæði verja sig og að svara fyrir sig. Ríkisstjórn Donalds Trump, sem tekur við völdum í janúar, inniheldur nokkra menn sem taldir eru líta klerkastjórnina í Íran hornauga. Mögulegt þykir að þrýstingur á klerkastjórnina gæti aukist. Sjálfur hefur Trump reynst Írönum erfiður. hann dró Bandaríkin úr kjarnorkusamkomulaginu svokallaða, beitti ríkið viðskiptaþvingunum og lét ráða íranska herforingjann Qassim Soleimani af dögum. Sá var talinn næst valdamesti maður Íran og heyrði beint undir Ayatollah Ali Khamenei, leiðtoga ríkisins. Þá hafa fregnir borist af því að klerkastjórnin hafi ætlað sér að ráða Trump af dögum. Sjá einnig: Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, sagði á dögunum að hann hefði rætt nokkrum sinnum við Trump á undanförnum dögum og þeir sæju Íran og ógnina þaðan í sama ljósi. Elon Musk, ötull stuðningsmaður Trumps og ráðgjafi hans, er þó sagður hafa fundað með sendiherra Íran gagnvart Sameinuðu þjóðunum. Fundurinn mun hafa snúist um mögulegar leiðir til að draga úr spennu illi ríkjanna í forsetatíð Trumps.
Ísrael Íran Donald Trump Bandaríkin Hernaður Tengdar fréttir Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Donald Trump, nýkjörinn forseti Bandaríkjanna, virðist ekki vera að sóa tíma við að skipa menn í ríkisstjórn sína. Á síðustu dögum hefur hann tilkynnt hverja hann vill í þó nokkur embætti og eru þó nokkrir þingmenn úr Repúblikanaflokknum þar á meðal. 12. nóvember 2024 11:20 Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Bandarískir flugmenn framkvæmdu í gær loftárásir á níu skotmörk tengd vígahópum á vegum íranska byltingarvarðarins í Sýrlandi. Yfirmenn herafla Bandaríkjanna á svæðinu segja árásirnar hafa verið gerðar vegna ítrekaðra árása á bandaríska hermenn í austurhluta Sýrlands. 12. nóvember 2024 09:51 Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Innlent Fleiri fréttir Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Sjá meira
Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Donald Trump, nýkjörinn forseti Bandaríkjanna, virðist ekki vera að sóa tíma við að skipa menn í ríkisstjórn sína. Á síðustu dögum hefur hann tilkynnt hverja hann vill í þó nokkur embætti og eru þó nokkrir þingmenn úr Repúblikanaflokknum þar á meðal. 12. nóvember 2024 11:20
Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Bandarískir flugmenn framkvæmdu í gær loftárásir á níu skotmörk tengd vígahópum á vegum íranska byltingarvarðarins í Sýrlandi. Yfirmenn herafla Bandaríkjanna á svæðinu segja árásirnar hafa verið gerðar vegna ítrekaðra árása á bandaríska hermenn í austurhluta Sýrlands. 12. nóvember 2024 09:51