Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Valur Páll Eiríksson skrifar 15. nóvember 2024 18:45 Þorsteinn segir ekki ástæður til að hafa sérstakar áhyggjur af Sveindísi enn sem komið er. Vonandi vinni hún sig inn í lið Wolfsburgar þegar líður á leiktíðina. Samsett/Vísir Landsliðsþjálfarinn Þorsteinn Halldórsson tilkynnti hópinn fyrir komandi æfingaleiki kvennalandsliðsins í fótbolta sem undirbýr sig fyrir Evrópumótið næsta sumar. Hann segir ekki ástæðu til að hafa áhyggjur af Sveindísi Jane Jónsdóttur. Ísland mætir Kanada og Danmörku á Pinatar á Spáni síðar í mánuðinum en leikirnir eru liður í undirbúningi fyrir EM í Sviss næsta sumar. Ísland tryggði sig beint á mótið með frábærum árangri í undankeppninni en umspil stendur nú yfir um sætin sjö sem laus eru. Þorsteinn segir gott að vera laus við stressið sem fylgir því. „Það er ekkert hægt neita því að þú vilt losna við að fara í þetta umspil. Það var alveg mikill léttir fyrir okkur að klára þetta bara í sumar. Það hjálpar okkur held ég líka. Við spiluðum við Bandaríkin um daginn og svo fáum við tvo hörkuandstæðinga núna. Það er góður undirbúningur undir Þjóðadeildina og lokakeppni EM. Þessir leikir hjálpa okkur í þróun og bætingu á liðinu,“ segir Þorsteinn í samtali við Stöð 2. Sveindís Jane Jónsdóttir er lykilleikmaður í íslenska liðinu en hefur verið úti í kuldanum hjá félagi sínu Wolfsburg á leiktíðinni. Hún hefur aðeins byrjað einn deildarleik og var þá tekin snemma af velli þegar hún fékk fágætt byrjunarliðssæti í Meistaradeild Evrópu í miðri viku. Sveindís Jane hefur aðeins byrjað einn deildarleik með Wolfsburg það sem af er leiktíð.Swen Pförtner/Getty Images Er ástæða til að hafa áhyggjur af stöðu hennar hjá þýska stórliðinu? „Nei, ekki eins og er. Vonandi er þetta bara tímabil sem hún gengur í gegnum núna að spila minna. Vonandi vinnur hún sig inn í þetta og fær fleiri mínútur. Þetta er eitthvað sem maður getur ekki stjórnað en í sjálfu sér er þetta ekkert þannig áhyggjuefni eins og staðan er í dag. Vonandi spilar hún bara meira eftir því sem fram líður á þetta á keppnistímabil,“ segir Þorsteinn. Fleira kemur fram í viðtalinu við Þorstein sem má sjá í heild sinni hér að neðan. Klippa: Gott að vera laus við stressið Landslið kvenna í fótbolta EM 2025 í Sviss Þýski boltinn Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Sjá meira
Ísland mætir Kanada og Danmörku á Pinatar á Spáni síðar í mánuðinum en leikirnir eru liður í undirbúningi fyrir EM í Sviss næsta sumar. Ísland tryggði sig beint á mótið með frábærum árangri í undankeppninni en umspil stendur nú yfir um sætin sjö sem laus eru. Þorsteinn segir gott að vera laus við stressið sem fylgir því. „Það er ekkert hægt neita því að þú vilt losna við að fara í þetta umspil. Það var alveg mikill léttir fyrir okkur að klára þetta bara í sumar. Það hjálpar okkur held ég líka. Við spiluðum við Bandaríkin um daginn og svo fáum við tvo hörkuandstæðinga núna. Það er góður undirbúningur undir Þjóðadeildina og lokakeppni EM. Þessir leikir hjálpa okkur í þróun og bætingu á liðinu,“ segir Þorsteinn í samtali við Stöð 2. Sveindís Jane Jónsdóttir er lykilleikmaður í íslenska liðinu en hefur verið úti í kuldanum hjá félagi sínu Wolfsburg á leiktíðinni. Hún hefur aðeins byrjað einn deildarleik og var þá tekin snemma af velli þegar hún fékk fágætt byrjunarliðssæti í Meistaradeild Evrópu í miðri viku. Sveindís Jane hefur aðeins byrjað einn deildarleik með Wolfsburg það sem af er leiktíð.Swen Pförtner/Getty Images Er ástæða til að hafa áhyggjur af stöðu hennar hjá þýska stórliðinu? „Nei, ekki eins og er. Vonandi er þetta bara tímabil sem hún gengur í gegnum núna að spila minna. Vonandi vinnur hún sig inn í þetta og fær fleiri mínútur. Þetta er eitthvað sem maður getur ekki stjórnað en í sjálfu sér er þetta ekkert þannig áhyggjuefni eins og staðan er í dag. Vonandi spilar hún bara meira eftir því sem fram líður á þetta á keppnistímabil,“ segir Þorsteinn. Fleira kemur fram í viðtalinu við Þorstein sem má sjá í heild sinni hér að neðan. Klippa: Gott að vera laus við stressið
Landslið kvenna í fótbolta EM 2025 í Sviss Þýski boltinn Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Sjá meira