Örugg og fagleg lyfjaendurnýjun – hagur sjúklinga Már Egilsson skrifar 16. nóvember 2024 11:47 Undirritaður er heimilislæknir og hefur síðustu ár tekið þátt í gæðastarfi sem tengist ávísun lyfja á Heilbrigðisstofnun Austurlands. Þar ber einna hæst úttektir á ávísun sýklalyfja í landshlutanum í gegnum samstarf við Þróunarmiðstöð Íslenskrar Heilsugæslu, endurskoðun verklags við ávísun ávanalyfja og nú einnig verklag við endurnýjun allra lyfja. Skyndibitavæðing lyfjaendurnýjunar? Undanfarin ár hafa tækniframfarir auðveldað ýmsa þætti lyfjaendurnýjunar fólks, þar á meðal aðgengi að þjónustu og skilvirkni. Engu að síður fylgja þessu bætta aðgengi ákveðnar hættur, sem getur leitt til þess að lyfjaendurnýjun getur farið að minna á nokkurs konar skyndibita-þjónustu, bæði frammi fyrir sjúklingnum, læknum og öðru starfsfólki heilsugæslu eða apóteka. Skjót þjónusta er að sjálfsögðu ekki alltaf undir neikvæðum formerkjum en þegar verið er að ræða ávísun lyfja, oft til margra mánaða eða jafnvel til árs, skiptir máli að ákvarðanir þar að baki séu teknar með fagmennsku að leiðarljósi. Það er í höndum okkar sem höfum fagþekkinguna, að breyta skyndibitaviðhorfinu, á báða bóga. Að allir aðilar séu meðvitaðir um að inntaka lyfja sé alla jafna meðferð sem geti verið ýmist gagnleg, gagnslítil eða skaðleg og þurfi alla jafna að hafa eftirlit með ef um er að ræða meðferð til lengri tíma. Að stefnt sé að ákveðnu markmiði sem geti þurft að endurskoða síðar. Faglegt utanumhald og fræðsla Svo dæmi sé tekið hefur verklag við endurnýjun ávanalyfja á Heilbrigðisstofnun Austurlands í rúman áratug tekið mið af því að reglulegir notendur slíkra lyfja eru hópur sem sérstaklega þarf að gefa gaum og tíma. Læknar og hjúkrunarfræðingar hafa sömuleiðis haldið á lofti fræðslu um kvefpestir sem almennt ekki þarfnast sýklalyfja við og átt samtal sín á milli um skaðann sem ónákvæm notkun sýklalyfja getur valdið, til dæmis að forðast skuli óþarfa notkun breiðvirkra sýklalyfja sem raska örveruflóru fólks. Sem rökrétt framhald þeirrar gæðavinnu hefur nú undanfarið haust einnig verið farið í vinnu við að bæta fagmennsku við framkvæmd almennra lyfjaendurnýjana. Lyfjaendurnýjun á stofnuninni hefur þannig verið gert hærra undir höfði, til að sporna við því að starsfólk falli í gildrur og slæma ávana eins og fljótfærni eða sinnuleysi. Yfirleitt gerist slíkt þegar lyfjaendurnýjun er gerð í hjáverkum og bera stjórnendur þá ríka ábyrgð á að sjá til þess að vinnufyrirkomulag lækna sé með þeim hætti að hægt sé að stunda fagleg vinnubrögð. Sé ekki gætt að þessu geta lyfjameðferðir sumra sjúklinga gengið áfram árum saman án þess að tekin sé afstaða til meðferðarinnar, að eftirfylgd eigi sér stað. Lítill músarsmellur, mikil ábyrgð Þegar læknir endurnýjar lyfjaávísun einstaklings er mikilvægt að hafa hugfast, að hann er með því orðinn virkur þátttakandi í meðferðinni og því fylgir ábyrgð. Það er að sjálfsögðu mikilvægt fyrir sjúklinga að læknar axli þá ábyrgð og séu tilbúnir að standa fyrir og rökstyðja þessa þjónustu eins og aðra læknisþjónustu sem þeir veita. Læknar samþykkja beiðnir um endurnýjun lyfja þegar ekkert mælir gegn því en hafna að sama skapi beiðnum um endurnýjun, ef augljósir annmarkar eru á meðferðinni eða mikilvægar upplýsingar vantar. Dæmi um mikilvægar upplýsingar sem því miður er stundum ábótavant er t.d. eftirfarandi: Við hverju er lyfið notað? Hvert er markmiðið? Hvenær hófst meðferðin? Hver hóf meðferðina og hver ber ábyrgð á henni? Hvenær er stefnt að endurskoðun meðferðar? Gagnkvæmur skilningur Jafn mikilvægt er, að almenningur hafi skilning á því að ekki er alltaf hægt að verða við beiðni þeirra um skyndiafgreiðslu lyfjaendurnýjana án samtals við lækni. Það er sömuleiðis ákaflega mikilvægt að stjórnendur heilbrigðisstofnana og heilsugæslu gæti þess að læknar hafi svigrúm til þess að sinna lyfjaendurnýjun eins og til er ætlast og þetta sé ekki skipulagt sem verkefni sem eigi að sinna á hlaupum eða hundavaði. Það er mikil gæfa að stjórnendur Heilbrigðisstofnunar Austurlands hafi sýnt því skilning og gefið gaum, hversu vandasamt verkefni lyfjaendurnýjun getur verið, ekki síst í dag þegar kröfur nútímans um hraða afgreiðslu, eru miklar. Höfundur er heimilislæknir á HSA og situr í nefnd um vinnulag við lyfjaendurnýjanir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Halldór 06.09.2025 Halldór Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Línurnar skýrast Jóhanna Sigurðardóttir Fastir pennar Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Lesum í sporin! Steingrímur J. Sigfússon Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson Skoðun Meirihluti telur Ísland á réttri leið Skoðun Skoðun Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Sjá meira
Undirritaður er heimilislæknir og hefur síðustu ár tekið þátt í gæðastarfi sem tengist ávísun lyfja á Heilbrigðisstofnun Austurlands. Þar ber einna hæst úttektir á ávísun sýklalyfja í landshlutanum í gegnum samstarf við Þróunarmiðstöð Íslenskrar Heilsugæslu, endurskoðun verklags við ávísun ávanalyfja og nú einnig verklag við endurnýjun allra lyfja. Skyndibitavæðing lyfjaendurnýjunar? Undanfarin ár hafa tækniframfarir auðveldað ýmsa þætti lyfjaendurnýjunar fólks, þar á meðal aðgengi að þjónustu og skilvirkni. Engu að síður fylgja þessu bætta aðgengi ákveðnar hættur, sem getur leitt til þess að lyfjaendurnýjun getur farið að minna á nokkurs konar skyndibita-þjónustu, bæði frammi fyrir sjúklingnum, læknum og öðru starfsfólki heilsugæslu eða apóteka. Skjót þjónusta er að sjálfsögðu ekki alltaf undir neikvæðum formerkjum en þegar verið er að ræða ávísun lyfja, oft til margra mánaða eða jafnvel til árs, skiptir máli að ákvarðanir þar að baki séu teknar með fagmennsku að leiðarljósi. Það er í höndum okkar sem höfum fagþekkinguna, að breyta skyndibitaviðhorfinu, á báða bóga. Að allir aðilar séu meðvitaðir um að inntaka lyfja sé alla jafna meðferð sem geti verið ýmist gagnleg, gagnslítil eða skaðleg og þurfi alla jafna að hafa eftirlit með ef um er að ræða meðferð til lengri tíma. Að stefnt sé að ákveðnu markmiði sem geti þurft að endurskoða síðar. Faglegt utanumhald og fræðsla Svo dæmi sé tekið hefur verklag við endurnýjun ávanalyfja á Heilbrigðisstofnun Austurlands í rúman áratug tekið mið af því að reglulegir notendur slíkra lyfja eru hópur sem sérstaklega þarf að gefa gaum og tíma. Læknar og hjúkrunarfræðingar hafa sömuleiðis haldið á lofti fræðslu um kvefpestir sem almennt ekki þarfnast sýklalyfja við og átt samtal sín á milli um skaðann sem ónákvæm notkun sýklalyfja getur valdið, til dæmis að forðast skuli óþarfa notkun breiðvirkra sýklalyfja sem raska örveruflóru fólks. Sem rökrétt framhald þeirrar gæðavinnu hefur nú undanfarið haust einnig verið farið í vinnu við að bæta fagmennsku við framkvæmd almennra lyfjaendurnýjana. Lyfjaendurnýjun á stofnuninni hefur þannig verið gert hærra undir höfði, til að sporna við því að starsfólk falli í gildrur og slæma ávana eins og fljótfærni eða sinnuleysi. Yfirleitt gerist slíkt þegar lyfjaendurnýjun er gerð í hjáverkum og bera stjórnendur þá ríka ábyrgð á að sjá til þess að vinnufyrirkomulag lækna sé með þeim hætti að hægt sé að stunda fagleg vinnubrögð. Sé ekki gætt að þessu geta lyfjameðferðir sumra sjúklinga gengið áfram árum saman án þess að tekin sé afstaða til meðferðarinnar, að eftirfylgd eigi sér stað. Lítill músarsmellur, mikil ábyrgð Þegar læknir endurnýjar lyfjaávísun einstaklings er mikilvægt að hafa hugfast, að hann er með því orðinn virkur þátttakandi í meðferðinni og því fylgir ábyrgð. Það er að sjálfsögðu mikilvægt fyrir sjúklinga að læknar axli þá ábyrgð og séu tilbúnir að standa fyrir og rökstyðja þessa þjónustu eins og aðra læknisþjónustu sem þeir veita. Læknar samþykkja beiðnir um endurnýjun lyfja þegar ekkert mælir gegn því en hafna að sama skapi beiðnum um endurnýjun, ef augljósir annmarkar eru á meðferðinni eða mikilvægar upplýsingar vantar. Dæmi um mikilvægar upplýsingar sem því miður er stundum ábótavant er t.d. eftirfarandi: Við hverju er lyfið notað? Hvert er markmiðið? Hvenær hófst meðferðin? Hver hóf meðferðina og hver ber ábyrgð á henni? Hvenær er stefnt að endurskoðun meðferðar? Gagnkvæmur skilningur Jafn mikilvægt er, að almenningur hafi skilning á því að ekki er alltaf hægt að verða við beiðni þeirra um skyndiafgreiðslu lyfjaendurnýjana án samtals við lækni. Það er sömuleiðis ákaflega mikilvægt að stjórnendur heilbrigðisstofnana og heilsugæslu gæti þess að læknar hafi svigrúm til þess að sinna lyfjaendurnýjun eins og til er ætlast og þetta sé ekki skipulagt sem verkefni sem eigi að sinna á hlaupum eða hundavaði. Það er mikil gæfa að stjórnendur Heilbrigðisstofnunar Austurlands hafi sýnt því skilning og gefið gaum, hversu vandasamt verkefni lyfjaendurnýjun getur verið, ekki síst í dag þegar kröfur nútímans um hraða afgreiðslu, eru miklar. Höfundur er heimilislæknir á HSA og situr í nefnd um vinnulag við lyfjaendurnýjanir.
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar