Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar 16. nóvember 2024 14:02 Flestum er kunnugt um erfitt ástand á húsnæðismarkaði. Ungt fólk er í vandræðum með að komast inn á markaðinn og kaupa sína fyrstu eign. Barnafjölskyldur eru í vandræðum að stækka við sig með stækkandi fjölskyldu. Eldra fólk á í erfiðleikum með að minnka við sig þar sem fáir kaupendur eru að stærri eignum í núverandi ástandi. Stóran hluta af þessum vanda má rekja til þess að ekki hefur verið byggt nógu mikið af íbúðum á síðustu árum til að mæta aukinni eftirspurn í kjölfar fólksfjölgunar á Íslandi. Samfylkingin, Viðreisn, Píratar og núna síðustu ár Framsókn sem mynda meirihluta borgarstjórnar í Reykjavík bera mikla ábyrgð á þessum framboðsskort á húsnæði sem hefur leitt til hækkana á fasteignaverði. Framboðsskortur lóða hefur tvöföld áhrif, annars vegar veldur hann hærri byggingarkostnaði í formi lóðaverðs á almennum markaði sem hækkar söluverð íbúða og hins vegar skapast ástand þar sem fleiri kaupendur eru en magn íbúða til sölu sem hækkar fasteignaverðið enn meira. Þessi stefna borgarstjórnarflokkanna hefur verið stór áhrifavaldur í viðvarandi verðbólguástandi síðustu ára þar sem hækkun á fasteignaverði hefur drifið áfram verðbólguna og leitt til vaxtahækkana. Núverandi vaxtaumhverfi gerir lífið óþarflega erfitt fyrir almenning og fyrirtæki í landinu. Staðreyndin er sú að ábyrgð Dags B. Eggertssonar og Samfylkingarinnar er mikil í þessu máli þó svo Kristrún Frostadóttir vilji strika yfir þann hluta í sögu flokksins. Viðvörunarbjöllur hringja Ríkisstjórnarflokkarnir keppast við að segja okkur að þetta sé allt að koma. Í október skýrslu HMS um stöðuna á húsnæðismarkaði koma fram upplýsingar sem benda til þess að það sé ekki að birta til á næstunni. Áætluð húsnæðisþörf er rúmlega 4.000 íbúðir á ári samkvæmt spám HMS. Í umfjöllun þeirra kemur fram að íbúðum í byggingu fækkar á milli talninga. Fullbúnar íbúðir voru 3.400 árið 2023 fækkar í 3.000 árið 2024, 2.900 árið 2025 og ekki nema 2.300 árið 2026 að öðru óbreyttu. Fram kemur að byggingaraðilar leggi nú líklega meiri áherslu á að klára verkefni sem þegar eru hafin í stað þess að hefja ný byggingaverkefni. Í talningum þeirra kemur fram að fjöldi íbúða í byggingu á fyrri framvindustigum hefur fækkað í síðustu 5 talningum og ekki verið færri síðan í september 2021. Könnun sem Samtök Iðnaðarins framkvæmdi á meðal aðila sem vinna að skipulagningu og undirbúning byggingarframkvæmda t.d. arkitekta og verkfræðinga kemur fram að 60% þeirra segja að verkefnum hafi fækkað. Allt eru þetta sterkar vísbendingar um að mun færri íbúðir komi inn á markaðinn á næstu árum en undanfarin ár. Lausn á framboðsvanda og endurreisn séreignarstefnunnar Miðflokkurinn er með raunverulegar lausnir við vandanum á húsnæðismarkaði, bæði á framboðs- og eftirspurnarhlið. Með traustri stjórn efnahagsmála má lækka verðbólgu og skapa svigrúm til vaxtalækkana sem lækkar byggingarkostnað og eykur kaupgetu almennings. Miðflokkkurinn ætlar einnig að útrýma lóðaskorti með því að skylda sveitarfélög sem eiga land til að skipuleggja ný svæði til uppbyggingar. Einfalda regluverk og skapa hvata í stað hindrana. Hækka endurgreiðsluhlutfall virðisaukaskatts vegna vinnu á verkstað við byggingu íbúðarhúsnæðis í 60% sem lækkar byggingarkostnað og stuðlar að aukinni uppbyggingu. Ná stjórnum á landamærunum og straumi fólks til landsins til þess að draga úr aukningu á eftirspurn á húsnæðismarkaði. Miðflokkurinn vill endurvekja séreignarstefnuna – Íslenska drauminn. Núverandi skilyrði til lántöku eru of ströng og þarf að slaka á þeim. Í mörgum tilfellum gætu afborganir af lánum verið lægri en mánaðarleg leigugreiðsla en samt fær fólk ekki greiðslumat. Með þessu má auðvelda fólki að komast af leigumarkaði. Bæta hlutdeildalánakerfið og framlengja nýtingu séreignasparnaðar sem greiðslu inn á húsnæðislán. Afnema stimpilgjöld af kaupum á fyrstu íbúð. Mynda kynslóðabrú til þess að auðvelda yfirfærslu fjármuna á milli kynslóða og hækka frítekjumark erfðafjárskatts til að samsvara sem nemur meðal íbúð. Vilt þú áframhaldandi erfiðleika á húsnæðismarkaði eða raunverulegar lausnir, trausta efnahagsstjórn og lægri vexti? Svarið er einfalt: Kjósum Miðflokkinn! Höfundur er Atferlishagfræðingur og frambjóðandi í 3. sæti á lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Miðflokkurinn Bessí Þóra Jónsdóttir Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Flestum er kunnugt um erfitt ástand á húsnæðismarkaði. Ungt fólk er í vandræðum með að komast inn á markaðinn og kaupa sína fyrstu eign. Barnafjölskyldur eru í vandræðum að stækka við sig með stækkandi fjölskyldu. Eldra fólk á í erfiðleikum með að minnka við sig þar sem fáir kaupendur eru að stærri eignum í núverandi ástandi. Stóran hluta af þessum vanda má rekja til þess að ekki hefur verið byggt nógu mikið af íbúðum á síðustu árum til að mæta aukinni eftirspurn í kjölfar fólksfjölgunar á Íslandi. Samfylkingin, Viðreisn, Píratar og núna síðustu ár Framsókn sem mynda meirihluta borgarstjórnar í Reykjavík bera mikla ábyrgð á þessum framboðsskort á húsnæði sem hefur leitt til hækkana á fasteignaverði. Framboðsskortur lóða hefur tvöföld áhrif, annars vegar veldur hann hærri byggingarkostnaði í formi lóðaverðs á almennum markaði sem hækkar söluverð íbúða og hins vegar skapast ástand þar sem fleiri kaupendur eru en magn íbúða til sölu sem hækkar fasteignaverðið enn meira. Þessi stefna borgarstjórnarflokkanna hefur verið stór áhrifavaldur í viðvarandi verðbólguástandi síðustu ára þar sem hækkun á fasteignaverði hefur drifið áfram verðbólguna og leitt til vaxtahækkana. Núverandi vaxtaumhverfi gerir lífið óþarflega erfitt fyrir almenning og fyrirtæki í landinu. Staðreyndin er sú að ábyrgð Dags B. Eggertssonar og Samfylkingarinnar er mikil í þessu máli þó svo Kristrún Frostadóttir vilji strika yfir þann hluta í sögu flokksins. Viðvörunarbjöllur hringja Ríkisstjórnarflokkarnir keppast við að segja okkur að þetta sé allt að koma. Í október skýrslu HMS um stöðuna á húsnæðismarkaði koma fram upplýsingar sem benda til þess að það sé ekki að birta til á næstunni. Áætluð húsnæðisþörf er rúmlega 4.000 íbúðir á ári samkvæmt spám HMS. Í umfjöllun þeirra kemur fram að íbúðum í byggingu fækkar á milli talninga. Fullbúnar íbúðir voru 3.400 árið 2023 fækkar í 3.000 árið 2024, 2.900 árið 2025 og ekki nema 2.300 árið 2026 að öðru óbreyttu. Fram kemur að byggingaraðilar leggi nú líklega meiri áherslu á að klára verkefni sem þegar eru hafin í stað þess að hefja ný byggingaverkefni. Í talningum þeirra kemur fram að fjöldi íbúða í byggingu á fyrri framvindustigum hefur fækkað í síðustu 5 talningum og ekki verið færri síðan í september 2021. Könnun sem Samtök Iðnaðarins framkvæmdi á meðal aðila sem vinna að skipulagningu og undirbúning byggingarframkvæmda t.d. arkitekta og verkfræðinga kemur fram að 60% þeirra segja að verkefnum hafi fækkað. Allt eru þetta sterkar vísbendingar um að mun færri íbúðir komi inn á markaðinn á næstu árum en undanfarin ár. Lausn á framboðsvanda og endurreisn séreignarstefnunnar Miðflokkurinn er með raunverulegar lausnir við vandanum á húsnæðismarkaði, bæði á framboðs- og eftirspurnarhlið. Með traustri stjórn efnahagsmála má lækka verðbólgu og skapa svigrúm til vaxtalækkana sem lækkar byggingarkostnað og eykur kaupgetu almennings. Miðflokkkurinn ætlar einnig að útrýma lóðaskorti með því að skylda sveitarfélög sem eiga land til að skipuleggja ný svæði til uppbyggingar. Einfalda regluverk og skapa hvata í stað hindrana. Hækka endurgreiðsluhlutfall virðisaukaskatts vegna vinnu á verkstað við byggingu íbúðarhúsnæðis í 60% sem lækkar byggingarkostnað og stuðlar að aukinni uppbyggingu. Ná stjórnum á landamærunum og straumi fólks til landsins til þess að draga úr aukningu á eftirspurn á húsnæðismarkaði. Miðflokkurinn vill endurvekja séreignarstefnuna – Íslenska drauminn. Núverandi skilyrði til lántöku eru of ströng og þarf að slaka á þeim. Í mörgum tilfellum gætu afborganir af lánum verið lægri en mánaðarleg leigugreiðsla en samt fær fólk ekki greiðslumat. Með þessu má auðvelda fólki að komast af leigumarkaði. Bæta hlutdeildalánakerfið og framlengja nýtingu séreignasparnaðar sem greiðslu inn á húsnæðislán. Afnema stimpilgjöld af kaupum á fyrstu íbúð. Mynda kynslóðabrú til þess að auðvelda yfirfærslu fjármuna á milli kynslóða og hækka frítekjumark erfðafjárskatts til að samsvara sem nemur meðal íbúð. Vilt þú áframhaldandi erfiðleika á húsnæðismarkaði eða raunverulegar lausnir, trausta efnahagsstjórn og lægri vexti? Svarið er einfalt: Kjósum Miðflokkinn! Höfundur er Atferlishagfræðingur og frambjóðandi í 3. sæti á lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun