Sjö spurningar sem fjölmiðlar verða að spyrja frambjóðendur um loftslagsmál Eyþór Eðvarðsson skrifar 18. nóvember 2024 07:15 Kjósendur virðast forgangsraða loftslagsmálum neðar en heilbrigðis-, félags-. húsnæðis- og efnahagsmálum. Enda vandamálin ærin og ekki skal lítið gert úr þeim hér. Skiljanlegt er að stjórnmálaflokkar reyni að höfða til kjósenda með því að gera þessi mál að „stóru kosningamálunum“. Það er hins vegar ekki ástæða fyrir fjölmiðla að stökkva á sama vagninn og gleyma mikilvægi gagnrýninnar fjölmiðlunar. Það eru stærri og brýnni mál sem næsta ríkisstjórn þarf að taka á við. Handan við hornið eru fordæmalausar breytingar á lífsskilyrðum vegna hlýnunar jarðar. Samkvæmt vísindamönnum þarf að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu um helming fyrir árið 2030 ef ekki á að fara illa. Einn virtasti vísindamaður heims, hafeðlisfræðinginn Stefan Rahmstorf sem starfar við Potsdam Institute í Þýskalandi, segir að vegna breytinga í hafstraumum (AMOC kerfinu) sé helmingslíkur á því að hitastigið á Íslandi lækki um allt að 7-9 gráður á þessari öld. Það þarf ekki að fjölyrða mikið um afleiðingar þess því Ísland yrði óbyggilegt. Árangur Íslands í loftslagsmálum er að hér eykst losun og við tilheyrum þeim þjóðum sem losa hvað mest af gróðurhúsalofttegundum á hvern íbúa. Munar þar mestu um framræst votlendi og illa farið land. Sem dæmi um upplýsingaóreiðuna og þekkingarleysið þá hafa formenn nokkurra stjórnmálaflokka komist upp með það í viðtölum í aðdraganda kosninga að fullyrða að Ísland standi sig svo vel og sé það mikil fyrirmynd annarra þjóða að ekki þurfi að gera neitt. Því fer fjarri því samkvæmt opinberum tölum losum við árlega 12.5 milljónir tonna af gróðurhúsalofttegundum. Til að setja losun Íslands í eitthvað samhengi þá losum við um þriðjung af því sem Norðmenn losa. Við erum um 400.000 þúsund en Norðmenn 5,4 milljónir. Losun er að minnka í Noregi. Það er þörf á því að fjölmiðlar krefji stjórnmálaflokka svara við því hvað þeir sjá fyrir sér að gera til að takast á við þessar stóru áskoranir. Staðan er mjög alvarleg og brýnt að fá svör og gagnrýna umræðu. Hér eru dæmi um mikilvægar spurningar sem fjölmiðlar ættu að leggja fyrir frambjóðendur: Hvaða aðgerðir setur þú/þinn flokkur í forgang til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi og hvers vegna? Samkvæmt opinberum tölum losar framræst votlendi 7,7 milljónir tonna af þeim 12,5 milljónum tonna sem Íslands losar. Hvernig ætlar þinn flokkur nálgast það mál? Danir ætla sér stóra hluti í sjálfbærri landbúnaðarframleiðslu og m.a. draga stórlega úr neyslu á kjöti, t.d. með merkingum á kolefnisspori matvæla á umbúðum og með því að auka hlutfall grænmetis og ávaxta. Hver er stefna þíns flokks í þessum efnum? Hvaða aðgerðir ætlar þinn flokkur að ráðast í til að stöðva frekari gróðureyðingu á viðkvæmum svæðum og hvernig hyggst hann auka bindingu kolefnis í gróðri? Nú eru Norðmenn búnir að ná miklum árangri í að auka hlutfall bifreiða sem ganga fyrir vistvænu eldsneyti og munu banna nýskráningu bensín- og díselbíla í byrjun næsta árs. Á sama tíma er bakslag hér á landi og aukning í sölu bifreiða sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti. Hvernig ætlar þinn flokkur að bregðast við þeirri þróun? Samkvæmt skýrslu Milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) frá 2014 er gert ráð fyrir að meðalhækkun sjávarborðs verði á bilinu 61 cm til 1,1 metra árið 2100. Hvaða aðgerðir ætlar þinn flokkur að grípa til til að takast á við afleiðingar loftslagsbreytinga s.s. hækkun sjávaryfirborðs, aurskriður, vatnsflóð, snjóflóð og fárvirði? Í nýútgefnum Sjálfbærnivísi PwC 2024 hefur aðeins eitt af 50 stærstu fyrirtækjum Íslands sýnt fram á samdrátt í losun í samræmi við markmið Parísarsamningsins. Hver er stefna þíns flokks í að fá fyrirtæki til að minnka kolefnisfótspor sitt? Höfundur er kjósandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Loftslagsmál Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Kjósendur virðast forgangsraða loftslagsmálum neðar en heilbrigðis-, félags-. húsnæðis- og efnahagsmálum. Enda vandamálin ærin og ekki skal lítið gert úr þeim hér. Skiljanlegt er að stjórnmálaflokkar reyni að höfða til kjósenda með því að gera þessi mál að „stóru kosningamálunum“. Það er hins vegar ekki ástæða fyrir fjölmiðla að stökkva á sama vagninn og gleyma mikilvægi gagnrýninnar fjölmiðlunar. Það eru stærri og brýnni mál sem næsta ríkisstjórn þarf að taka á við. Handan við hornið eru fordæmalausar breytingar á lífsskilyrðum vegna hlýnunar jarðar. Samkvæmt vísindamönnum þarf að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu um helming fyrir árið 2030 ef ekki á að fara illa. Einn virtasti vísindamaður heims, hafeðlisfræðinginn Stefan Rahmstorf sem starfar við Potsdam Institute í Þýskalandi, segir að vegna breytinga í hafstraumum (AMOC kerfinu) sé helmingslíkur á því að hitastigið á Íslandi lækki um allt að 7-9 gráður á þessari öld. Það þarf ekki að fjölyrða mikið um afleiðingar þess því Ísland yrði óbyggilegt. Árangur Íslands í loftslagsmálum er að hér eykst losun og við tilheyrum þeim þjóðum sem losa hvað mest af gróðurhúsalofttegundum á hvern íbúa. Munar þar mestu um framræst votlendi og illa farið land. Sem dæmi um upplýsingaóreiðuna og þekkingarleysið þá hafa formenn nokkurra stjórnmálaflokka komist upp með það í viðtölum í aðdraganda kosninga að fullyrða að Ísland standi sig svo vel og sé það mikil fyrirmynd annarra þjóða að ekki þurfi að gera neitt. Því fer fjarri því samkvæmt opinberum tölum losum við árlega 12.5 milljónir tonna af gróðurhúsalofttegundum. Til að setja losun Íslands í eitthvað samhengi þá losum við um þriðjung af því sem Norðmenn losa. Við erum um 400.000 þúsund en Norðmenn 5,4 milljónir. Losun er að minnka í Noregi. Það er þörf á því að fjölmiðlar krefji stjórnmálaflokka svara við því hvað þeir sjá fyrir sér að gera til að takast á við þessar stóru áskoranir. Staðan er mjög alvarleg og brýnt að fá svör og gagnrýna umræðu. Hér eru dæmi um mikilvægar spurningar sem fjölmiðlar ættu að leggja fyrir frambjóðendur: Hvaða aðgerðir setur þú/þinn flokkur í forgang til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi og hvers vegna? Samkvæmt opinberum tölum losar framræst votlendi 7,7 milljónir tonna af þeim 12,5 milljónum tonna sem Íslands losar. Hvernig ætlar þinn flokkur nálgast það mál? Danir ætla sér stóra hluti í sjálfbærri landbúnaðarframleiðslu og m.a. draga stórlega úr neyslu á kjöti, t.d. með merkingum á kolefnisspori matvæla á umbúðum og með því að auka hlutfall grænmetis og ávaxta. Hver er stefna þíns flokks í þessum efnum? Hvaða aðgerðir ætlar þinn flokkur að ráðast í til að stöðva frekari gróðureyðingu á viðkvæmum svæðum og hvernig hyggst hann auka bindingu kolefnis í gróðri? Nú eru Norðmenn búnir að ná miklum árangri í að auka hlutfall bifreiða sem ganga fyrir vistvænu eldsneyti og munu banna nýskráningu bensín- og díselbíla í byrjun næsta árs. Á sama tíma er bakslag hér á landi og aukning í sölu bifreiða sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti. Hvernig ætlar þinn flokkur að bregðast við þeirri þróun? Samkvæmt skýrslu Milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) frá 2014 er gert ráð fyrir að meðalhækkun sjávarborðs verði á bilinu 61 cm til 1,1 metra árið 2100. Hvaða aðgerðir ætlar þinn flokkur að grípa til til að takast á við afleiðingar loftslagsbreytinga s.s. hækkun sjávaryfirborðs, aurskriður, vatnsflóð, snjóflóð og fárvirði? Í nýútgefnum Sjálfbærnivísi PwC 2024 hefur aðeins eitt af 50 stærstu fyrirtækjum Íslands sýnt fram á samdrátt í losun í samræmi við markmið Parísarsamningsins. Hver er stefna þíns flokks í að fá fyrirtæki til að minnka kolefnisfótspor sitt? Höfundur er kjósandi.
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun