Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar 18. nóvember 2024 07:00 Ef þú ert með kvíða eða þunglyndi sem hamlar lífsgæði þín að einhverju leyti og hefur þau áhrif að hið daglega líf þitt sem einu sinni var gott er nú í einhverskonar óreiðu eða er að falla að einhverju leyti úr skorðum að þá fellur þú undir það hugtak að vera með og kljást við geðsjúkdóm/geðröskun. Stór hluti þjóðarinnar notar gríðarlegt magn af bæði þunglyndislyfjum og kvíðalyfjum. Einnig hefur verið þreföld aukning í notkun ADHD lyfja alveg frá árinu 2001. Það má því réttilega segja að Íslendingar slá met í notkun ADHD lyfja af öllum Norðurlanda þjóðunum og einnig notkun þunglyndis og kvíðalyfja. Notkun þunglyndislyfja er t.d. sú mesta meðal OWCD-landanna og hefur aukist um þriðjung síðustu tvo áratugi: https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-07-06-notkun-thunglyndislyfja-aukist-um-thridjung-sidustu-tvo-aratugi-417183 Og eins er með kvíðalyf. Hægt er að sjá tölfræðina á síðu heilsuvera.is/síðu landlæknisembættisins. Margir halda að þegar rætt er um geðsjúkdóma eða geðraskanir að þá sé einungis átt við geðsjúkdóma eins og geðklofa eða geðhvarfasýki. En aðrar persónuleikaraskanir eins og þunglyndi, kvíði, ofvirkni og athyglisbrestur og ADHD falla einnig undir hugtakið geðröskun. Misnotkun á fíkniefnum og áfengi getur einnig leitt til ýmissa geðkvilla. Til að mynda getur leitt mikil langtíma notkun af grasi til geðhvarfasýki og einnig einkenni geðklofa. Sumir þjást af mjög alvarlegum geðkvillum og þurfa að koma inn á geðdeildir í lengri eða styttri tíma, en í mörgum tilvikum leitar fólk til heimilislæknis síns sér til aðstoðar sem nær að einhverju leyti að koma einstaklingnum í jafnvægi með "jafnvægislyfjum" vegna til að mynda þunglyndi og kvíða. Það er mikið af fordómum í samfélaginu þegar fólk heyrir hugtakið geðröskun eða geðveiki. Einstaklingurinn reynir þá að fela það en í dag sem betur fer eru hlutirnir öðruvísi og telur greinarhöfundur að það sé vegna þess að almenningur hefur gert sér grein fyrir því hvað geðröskun raunverulega er. Eitthvað sem allir kljást við í minni eða stærri mæli yfir lífið. Dæmi um geðraskanir eru til að mynda: Kvíði, ofsakvíði (felmtunröskun), þunglyndi, athyglisbrestur og ofvirkni, áráttu og þráhyggjuröskun, ofsahræðsla, ADHD, persónuleikaraskanir, geðhvarfasýki og síðan geðklofi svo fátt sé nefnt. Þegar talað er um geðlæknisfræðina að þá hefur oft verið talað um hana sem gervivísindi af því að allir þessir sjúkdómar eða frekar einkenni eru á einhverju rófi sem er ekki hægt að festa fast. Við t.d. erum með klukku sem mælir tíma jafnt og örugglega en geðröskun eins og kvíði og þunglyndi getur verið misjafn hjá fólki og farið upp og niður ásamt öðrum einkennum. Hann getur komið í svokölluðum köstum en er ekki eitthvað fast í hendi eins og allt annað sem hægt er að mæla eins og lengd og hæð. Það er því með án efa hægt að segja að þú sért með geðsjúkdóm ef líf þitt fer úr skorðum vegna einhvers að ofangreindum sjúkdómum. Einnig ef þú getur ekki fyllt reglum samfélagsins (andfélagslegur) eða ert einfaldlega ekki í almennu jafnvægi. Því má segja réttilega að ALLIR þjást af geðsjúkdómi einhvern hluta af ævinni eða jafnvel allt sitt líf. Þannig þeir sem dæma aðra ættu að líta í eigin barm. Heilinn eða miðtaugakerfið er flókið fyrirbæri sem læknar eiga erfitt með að rannsaka til fulls. Hann er með milljónir taugabrauta og þessar brautir hafa mismunandi virkni á svæði í heilanum og gefa frá sér mismunandi efni og efnaskipti eins og seratónín og dópamín sem hefur áhrif á hugsun og hegðun. Þannig að geðröskun eða geðveiki er fyrst og fremst líkamlegur sjúkdómur (heilasjúkdómur) og því ,,orsök vandans" og andlega hliðin er því ,,afleiðingin" af mismunandi virkni heilans. Þanni allir Íslendingar og allir jarðarbúar ef út í það er farið sitja því í sama báti þegar kemur að geðröskunum eða geðveiki. Spurningin er bara hve lengi þú ert í bátnum. Stutt tímabil yfir ævina eða alla ævina. Höfundur er eilífðarstúdent. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 27.12.2025 Halldór Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Sjá meira
Ef þú ert með kvíða eða þunglyndi sem hamlar lífsgæði þín að einhverju leyti og hefur þau áhrif að hið daglega líf þitt sem einu sinni var gott er nú í einhverskonar óreiðu eða er að falla að einhverju leyti úr skorðum að þá fellur þú undir það hugtak að vera með og kljást við geðsjúkdóm/geðröskun. Stór hluti þjóðarinnar notar gríðarlegt magn af bæði þunglyndislyfjum og kvíðalyfjum. Einnig hefur verið þreföld aukning í notkun ADHD lyfja alveg frá árinu 2001. Það má því réttilega segja að Íslendingar slá met í notkun ADHD lyfja af öllum Norðurlanda þjóðunum og einnig notkun þunglyndis og kvíðalyfja. Notkun þunglyndislyfja er t.d. sú mesta meðal OWCD-landanna og hefur aukist um þriðjung síðustu tvo áratugi: https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-07-06-notkun-thunglyndislyfja-aukist-um-thridjung-sidustu-tvo-aratugi-417183 Og eins er með kvíðalyf. Hægt er að sjá tölfræðina á síðu heilsuvera.is/síðu landlæknisembættisins. Margir halda að þegar rætt er um geðsjúkdóma eða geðraskanir að þá sé einungis átt við geðsjúkdóma eins og geðklofa eða geðhvarfasýki. En aðrar persónuleikaraskanir eins og þunglyndi, kvíði, ofvirkni og athyglisbrestur og ADHD falla einnig undir hugtakið geðröskun. Misnotkun á fíkniefnum og áfengi getur einnig leitt til ýmissa geðkvilla. Til að mynda getur leitt mikil langtíma notkun af grasi til geðhvarfasýki og einnig einkenni geðklofa. Sumir þjást af mjög alvarlegum geðkvillum og þurfa að koma inn á geðdeildir í lengri eða styttri tíma, en í mörgum tilvikum leitar fólk til heimilislæknis síns sér til aðstoðar sem nær að einhverju leyti að koma einstaklingnum í jafnvægi með "jafnvægislyfjum" vegna til að mynda þunglyndi og kvíða. Það er mikið af fordómum í samfélaginu þegar fólk heyrir hugtakið geðröskun eða geðveiki. Einstaklingurinn reynir þá að fela það en í dag sem betur fer eru hlutirnir öðruvísi og telur greinarhöfundur að það sé vegna þess að almenningur hefur gert sér grein fyrir því hvað geðröskun raunverulega er. Eitthvað sem allir kljást við í minni eða stærri mæli yfir lífið. Dæmi um geðraskanir eru til að mynda: Kvíði, ofsakvíði (felmtunröskun), þunglyndi, athyglisbrestur og ofvirkni, áráttu og þráhyggjuröskun, ofsahræðsla, ADHD, persónuleikaraskanir, geðhvarfasýki og síðan geðklofi svo fátt sé nefnt. Þegar talað er um geðlæknisfræðina að þá hefur oft verið talað um hana sem gervivísindi af því að allir þessir sjúkdómar eða frekar einkenni eru á einhverju rófi sem er ekki hægt að festa fast. Við t.d. erum með klukku sem mælir tíma jafnt og örugglega en geðröskun eins og kvíði og þunglyndi getur verið misjafn hjá fólki og farið upp og niður ásamt öðrum einkennum. Hann getur komið í svokölluðum köstum en er ekki eitthvað fast í hendi eins og allt annað sem hægt er að mæla eins og lengd og hæð. Það er því með án efa hægt að segja að þú sért með geðsjúkdóm ef líf þitt fer úr skorðum vegna einhvers að ofangreindum sjúkdómum. Einnig ef þú getur ekki fyllt reglum samfélagsins (andfélagslegur) eða ert einfaldlega ekki í almennu jafnvægi. Því má segja réttilega að ALLIR þjást af geðsjúkdómi einhvern hluta af ævinni eða jafnvel allt sitt líf. Þannig þeir sem dæma aðra ættu að líta í eigin barm. Heilinn eða miðtaugakerfið er flókið fyrirbæri sem læknar eiga erfitt með að rannsaka til fulls. Hann er með milljónir taugabrauta og þessar brautir hafa mismunandi virkni á svæði í heilanum og gefa frá sér mismunandi efni og efnaskipti eins og seratónín og dópamín sem hefur áhrif á hugsun og hegðun. Þannig að geðröskun eða geðveiki er fyrst og fremst líkamlegur sjúkdómur (heilasjúkdómur) og því ,,orsök vandans" og andlega hliðin er því ,,afleiðingin" af mismunandi virkni heilans. Þanni allir Íslendingar og allir jarðarbúar ef út í það er farið sitja því í sama báti þegar kemur að geðröskunum eða geðveiki. Spurningin er bara hve lengi þú ert í bátnum. Stutt tímabil yfir ævina eða alla ævina. Höfundur er eilífðarstúdent.
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar