Fjölskylduhúsið Jón Páll Haraldsson skrifar 18. nóvember 2024 09:16 Fjölskylduhúsið var byggt 1918, það var byggt af frekar takmörkuðum efnum. Grunnur var hlaðinn og ekki grafið sérstaklega langt niður og er búinn að vera ansi lélegur frá því að húsið var byggt. Tvær hæðir voru byggðar út timbri og seinna var timbrið klætt með þakjárnsplötum og einangrun var mjög takmörkuð, með blöndu af torfi og dagblöðum og líka smá ull. En í þessu húsi fæddust langamma, langafi, amma og afi. Þau ólust upp í þessu húsi og mamma og pabbi ólust líka upp í þessu húsi. Nú búa þrír ættliðir af fimm í húsinu. Fjölskyldan hefur aldrei verið sérstaklega fjársterk, þótt einn og einn úr fjölskyldunni hafi auðgast, þá hefur aldrei náðst samstaða að gera húsið upp alveg frá grunni eins og þarf. Sumir vilja rífa húsið og endurbyggja frá grunni, en það hefur aldrei náðst samstaða um það, sumir telja sig ekki hafa efni á því og aðrir vilja halda húsinu eins og það er, jú langamma og langafi byggðu það, amma og afi fæddust þar, frændur og frænkur og húsið hefur verið sameiningartákn fjölskyldunnar, þannig að ekkert er gert. Á meðan er grunnurinn að morkna, burðarveggir eru að fúna og það er enn og aftur kominn tími til að endurnýja ytri klæðningar. Já, enn einusinni á að tjasla upp á húsið, og láta sem grunnur og burðabitar séu í lagi, en það er hluti fjölskyldunnar sem veit að húsið verður aldrei sterkt fyrr en grunnur og burðarveggir eru endurnýjaðir. Íslenska krónan hefur aldrei haft sterkan grunn og þótt okkur öllum þyki vænt um okkar land, verðum við að styrkja grunninn. Við getum ekki endurbyggt á veikum grunni. Burðarveggir verða að vera sterkir. Íslendingar eru alveg ótrúleg þjóð, sterk og vinnusöm, en of oft ætlum við að fara áfram á vöðvaaflinu. Við eru ekki með „verðbólgu-gen“ eins og Sigurður Ingi nefndi, en við erum með annað og betra gen og það er „ÞETTA REDDAST genið“ og þess vegna höldum við áfram. Við bætum við okkur vinnu, skuldbreytum, tökum yfirdráttarlán og hækkum yfirdráttinn. Stjórnmálamenn á Íslandi hafa notið þessa dugnaðar og útsjónarseminnar, en nú er tími til kominn að viðurkenna að grunnurinn er allt of veikur til að byggja á. Við þurfum að skipta um grunn (krónu) þannig að við byggjum til framtíðar og unga fólkið okkar þurfi ekki sífellt að vera að borga fyrir viðhald á ónýtum grunni og ónýtum burðarveggjum. Þó að við fáum nýjan grunn, erum við enn á sömu lóð. Ísland verður áfram Ísland, þó við byggjum nýjan grunn og nýja burðarveggi! Höfundur er vínáhugamaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Ísland er síðasta vígi Norður-Atlantshafslaxins Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Menntasjóður, skref í rétta átt? Eyrún Baldursdóttir Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson Skoðun Skoðun Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Fjölskylduhúsið var byggt 1918, það var byggt af frekar takmörkuðum efnum. Grunnur var hlaðinn og ekki grafið sérstaklega langt niður og er búinn að vera ansi lélegur frá því að húsið var byggt. Tvær hæðir voru byggðar út timbri og seinna var timbrið klætt með þakjárnsplötum og einangrun var mjög takmörkuð, með blöndu af torfi og dagblöðum og líka smá ull. En í þessu húsi fæddust langamma, langafi, amma og afi. Þau ólust upp í þessu húsi og mamma og pabbi ólust líka upp í þessu húsi. Nú búa þrír ættliðir af fimm í húsinu. Fjölskyldan hefur aldrei verið sérstaklega fjársterk, þótt einn og einn úr fjölskyldunni hafi auðgast, þá hefur aldrei náðst samstaða að gera húsið upp alveg frá grunni eins og þarf. Sumir vilja rífa húsið og endurbyggja frá grunni, en það hefur aldrei náðst samstaða um það, sumir telja sig ekki hafa efni á því og aðrir vilja halda húsinu eins og það er, jú langamma og langafi byggðu það, amma og afi fæddust þar, frændur og frænkur og húsið hefur verið sameiningartákn fjölskyldunnar, þannig að ekkert er gert. Á meðan er grunnurinn að morkna, burðarveggir eru að fúna og það er enn og aftur kominn tími til að endurnýja ytri klæðningar. Já, enn einusinni á að tjasla upp á húsið, og láta sem grunnur og burðabitar séu í lagi, en það er hluti fjölskyldunnar sem veit að húsið verður aldrei sterkt fyrr en grunnur og burðarveggir eru endurnýjaðir. Íslenska krónan hefur aldrei haft sterkan grunn og þótt okkur öllum þyki vænt um okkar land, verðum við að styrkja grunninn. Við getum ekki endurbyggt á veikum grunni. Burðarveggir verða að vera sterkir. Íslendingar eru alveg ótrúleg þjóð, sterk og vinnusöm, en of oft ætlum við að fara áfram á vöðvaaflinu. Við eru ekki með „verðbólgu-gen“ eins og Sigurður Ingi nefndi, en við erum með annað og betra gen og það er „ÞETTA REDDAST genið“ og þess vegna höldum við áfram. Við bætum við okkur vinnu, skuldbreytum, tökum yfirdráttarlán og hækkum yfirdráttinn. Stjórnmálamenn á Íslandi hafa notið þessa dugnaðar og útsjónarseminnar, en nú er tími til kominn að viðurkenna að grunnurinn er allt of veikur til að byggja á. Við þurfum að skipta um grunn (krónu) þannig að við byggjum til framtíðar og unga fólkið okkar þurfi ekki sífellt að vera að borga fyrir viðhald á ónýtum grunni og ónýtum burðarveggjum. Þó að við fáum nýjan grunn, erum við enn á sömu lóð. Ísland verður áfram Ísland, þó við byggjum nýjan grunn og nýja burðarveggi! Höfundur er vínáhugamaður.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun