Áralöng hefð er fyrir eldhúspartýum stöðvarinnar og hafa þau kvöld oftast heppnast virkilega vel og var umrætt kvöld þar engin undantekning.
Kynnar kvöldsins voru útvarpsmennirnir og félagarnir Egill Ploder og Ríkharð G. Óskarsson, þekktur sem Rikki G.
Herra Hnetusmjör, Diljá ásamt Neo Zene, Friðrik Dór, Gugusar og Clubdub komu fram og fluttu nokkur af sínu vinsælustu lögum. Rúsínan í pylsuendanum var hljómsveitin Bandmenn sem mættu og skemmtu gestum fram eftir kvöldi eins og þeim einum er lagið.
Hér fyrir neðan má sjá nokkrar vel valdar myndir frá þessu vel heppnaða tónlistarpartýi.
























