Lífið

Aron Can fagnaði 25 ára af­mælinu á hótel Geysi

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Aron Can fagnaði 25 ára afmæli sínu á Hótel Geysi í Haukadal.
Aron Can fagnaði 25 ára afmæli sínu á Hótel Geysi í Haukadal.

Tónlistarmaðurinn Aron Can Gultekin fagnaði 25 ára afmæli sínu með glæsibrag liðna helgi og bauð til heljarinnar veislu á Hótel Geysi. Kærasta Arons, Erna María Björnsdóttir flugfreyja, birti myndir af herlegheitunum á Instagram-síðu sinni.

Aron átti afmæli í gær, þann 18. nóvember, og fagnaði tímamótunum í góðra vina hópi þar sem öllu var tjaldað til. Meðal gesta var tónlistarmaðurinn Flóni og Arnar Leó, eigandi Reykjavík Róses.

Hótelið þykir með þeim glæsilegri hér á landi og verið vinsælt meðal þjóðþekktra Íslendinga. Aron og Erna gistu á svítu hótelsins sem er 90 fermetrar að stærð með stórbrotnu útsýni.

Við komuna var gestum boðið upp á dýrindis smáréttaveislu í andyri hótelsins. Seinna var svo haldið á veitingstað hótelsins þar sem gestir nutu saman í mat og drykk og skemmtu sér fram eftir kvöldi.

Aron skaust upp á stjörnuhimininn hérlendis sextán ára gamall, fyrir átta árum síðan. Hann hefur gefið út fimm plötur, síðast plötuna Monní, Þegar ég segir monní, sem kom út í haust.

Þá hefur Aron vakið athygli með strákasveitinni Iceguy, sem hefur komið með hvelli inn í íslensku tónlistarsenuna síðan hún var stofnuð í fyrra.


Tengdar fréttir

„Það hefur aldrei verið neinn ótti“

„Maður er ennþá að ná sér niður eftir þetta,“ segir tónlistarmaðurinn Aron Can sem er nýkominn heim frá Kaupmannahöfn þar sem hann flutti nýju plötuna sína fyrir troðfullum sal. Blaðamaður tók púlsinn á þessari íslensku stórstjörnu.

„Hann er alltaf bara litli strákurinn minn“

„Ég er eiginlega ekkert að fatta það að hann sé vinsæll. Kannski líka að það er svo einfalt að vera þekktur á Íslandi. Hann gerir allt sem hann vill og það er ekkert vesen eða áreiti,“ segir Hekla Aðalsteinsdóttir flugfreyja og mamma tónlistarmannsins Arons Can Gultekin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×