Rís upp unga Ísland! Ingólfur Sverrisson skrifar 19. nóvember 2024 11:16 Því hefur löngum verið haldið fram að íslenska krónan sé bráðnauðsynlegt tól í baráttunni gegn verðbólgu og vondum afleiðingum hennar. Með því að hafa hana getum við hækkað vexti upp úr öllu valdi þegar illa árar og kælt hagkerfið niður á viðráðanlegt stig. Gallinn er þó sá að þau vandarhögg lenda aðeins á hluta þjóðarinnar og fyrirtækjum sem hér starfa. Við sem erum skuldlaus og stærri fyrirtæki í útflutningi sleppum hins vegar algjörlega við þjáningarfull svipuhöggin enda þótt verðbólgan sé ekki síður af okkar völdum. Njótum jafnvel hækkandi vaxta í ríkum mæli svo ekki sé talað um fyrirtækin sem fá leyfi til að færa allt sitt í stærri gjaldmiðlum nýta sér þjónustu erlendra banka sem bjóða alltaf sömu lágu vextina. Þannig er krónan okkar notuð til að lemja á unga fólkinu ásamt minni og meðalstórum fyrirtækjum sem eru læst inni í krónuhagkerfinu. Úr verða tveir hópar á okkar kæra landi og þar á meðal unga fólkið sem situr alltaf í súpunni með vaxtavöndinn sífellt lemjandi á bökum sér þegar þau í örvæntingu reyna að koma yfir sig þaki. Á sama tíma sleppum við hin skuldlausu við vaxtavöndinn og brosum sum hver góðlátlega að þeirri barnalegu trú að krónan sé bæði til marks um sjálfstæði þjóðarinnar og björgunartæki þegar á mót blæs. Samt sem áður er ekki vitað um nokkurt einasta íslenskt fyrirtæki, sem nýtir sér kosti stærri gjaldmiðla í rekstri sínum, sem kærir sig um að færa sig aftur yfir í krónuhagkerfið. Slík fyrirtæki væru tæpast talin með öllum mjalla enda lifa þau við mun betri aðstæður hvað varðar lánskjör til uppbyggingar og rekstur frá degi til dags. Þetta ætti að vera umfjöllunefni allra stjórnmálamanna okkar nú fyrir kosningar þegar þeir eru að ræða við háttvirta kjósendur. En um þessa hrikalegu mismunun þegja þeir flestir þunnu hljóði. Láta eins og krónan sé ósnertanleg og hluti þjóðarinnar verði bara að þjást hennar vegna. Hún er og verði táknmynd sjálfstæðrar þjóðar ásamt því að vera refsivöndur gagnvart hluta sömu þjóðar. Það sem vekur þó enn meiri furðu er að unga fólkið skuli ekki rísa upp og krefjast þess nú í kosningabaráttunni að fá skýr svör um að þessu verði breytt og tekin upp alþjóðlegur gjaldmiðill sem gildir fyrir alla landsmenn en ekki bara útvalinn hóp. Á meðan það er ekki gert verður unga fólk nútímans og framtíðarinnar áfram í þessari spennitreyju krónunnar enda þótt þetta sé allt einasta kerfisvandi sem auðveldlega er hægt að færa til betri vegar ef pólitískur vilji er fyrir hendi. Ljóst er að slíkur vilji nær því aðeins fram að ganga að unga fólkið sjálft rísi upp og krefjist réttlætis í þessu þýðingarmikla málefni. Nú er mikið talað um hvað ungt fólk á framhaldsskólastigi glími við víðtæk og alvarleg félagsleg og geðræn vandamál. Stjórnmálamenn taka undir það og segjast vilja gera allt til að bæta úr. En þegar þetta sama unga fólk fer að stofna heimili fær það fyrst að finna til tevatnsins og því harðlega refsað fyrir verðbólgu sem það á enga sök á. Þá þegja þessir sömu stjórnmálamenn og þykjast ekkert geta gert, þetta sé bara svona! Því segi ég fjörgamall maðurinn: Rís upp unga Ísland og krefjist réttar ykkar. Eftirlaunaþegi og fyrrum forstöðumaður samtaka fyrirtækja í málm- og skipaiðnaði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslenska krónan Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Því hefur löngum verið haldið fram að íslenska krónan sé bráðnauðsynlegt tól í baráttunni gegn verðbólgu og vondum afleiðingum hennar. Með því að hafa hana getum við hækkað vexti upp úr öllu valdi þegar illa árar og kælt hagkerfið niður á viðráðanlegt stig. Gallinn er þó sá að þau vandarhögg lenda aðeins á hluta þjóðarinnar og fyrirtækjum sem hér starfa. Við sem erum skuldlaus og stærri fyrirtæki í útflutningi sleppum hins vegar algjörlega við þjáningarfull svipuhöggin enda þótt verðbólgan sé ekki síður af okkar völdum. Njótum jafnvel hækkandi vaxta í ríkum mæli svo ekki sé talað um fyrirtækin sem fá leyfi til að færa allt sitt í stærri gjaldmiðlum nýta sér þjónustu erlendra banka sem bjóða alltaf sömu lágu vextina. Þannig er krónan okkar notuð til að lemja á unga fólkinu ásamt minni og meðalstórum fyrirtækjum sem eru læst inni í krónuhagkerfinu. Úr verða tveir hópar á okkar kæra landi og þar á meðal unga fólkið sem situr alltaf í súpunni með vaxtavöndinn sífellt lemjandi á bökum sér þegar þau í örvæntingu reyna að koma yfir sig þaki. Á sama tíma sleppum við hin skuldlausu við vaxtavöndinn og brosum sum hver góðlátlega að þeirri barnalegu trú að krónan sé bæði til marks um sjálfstæði þjóðarinnar og björgunartæki þegar á mót blæs. Samt sem áður er ekki vitað um nokkurt einasta íslenskt fyrirtæki, sem nýtir sér kosti stærri gjaldmiðla í rekstri sínum, sem kærir sig um að færa sig aftur yfir í krónuhagkerfið. Slík fyrirtæki væru tæpast talin með öllum mjalla enda lifa þau við mun betri aðstæður hvað varðar lánskjör til uppbyggingar og rekstur frá degi til dags. Þetta ætti að vera umfjöllunefni allra stjórnmálamanna okkar nú fyrir kosningar þegar þeir eru að ræða við háttvirta kjósendur. En um þessa hrikalegu mismunun þegja þeir flestir þunnu hljóði. Láta eins og krónan sé ósnertanleg og hluti þjóðarinnar verði bara að þjást hennar vegna. Hún er og verði táknmynd sjálfstæðrar þjóðar ásamt því að vera refsivöndur gagnvart hluta sömu þjóðar. Það sem vekur þó enn meiri furðu er að unga fólkið skuli ekki rísa upp og krefjast þess nú í kosningabaráttunni að fá skýr svör um að þessu verði breytt og tekin upp alþjóðlegur gjaldmiðill sem gildir fyrir alla landsmenn en ekki bara útvalinn hóp. Á meðan það er ekki gert verður unga fólk nútímans og framtíðarinnar áfram í þessari spennitreyju krónunnar enda þótt þetta sé allt einasta kerfisvandi sem auðveldlega er hægt að færa til betri vegar ef pólitískur vilji er fyrir hendi. Ljóst er að slíkur vilji nær því aðeins fram að ganga að unga fólkið sjálft rísi upp og krefjist réttlætis í þessu þýðingarmikla málefni. Nú er mikið talað um hvað ungt fólk á framhaldsskólastigi glími við víðtæk og alvarleg félagsleg og geðræn vandamál. Stjórnmálamenn taka undir það og segjast vilja gera allt til að bæta úr. En þegar þetta sama unga fólk fer að stofna heimili fær það fyrst að finna til tevatnsins og því harðlega refsað fyrir verðbólgu sem það á enga sök á. Þá þegja þessir sömu stjórnmálamenn og þykjast ekkert geta gert, þetta sé bara svona! Því segi ég fjörgamall maðurinn: Rís upp unga Ísland og krefjist réttar ykkar. Eftirlaunaþegi og fyrrum forstöðumaður samtaka fyrirtækja í málm- og skipaiðnaði.
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun