Ólafsfjörður og Dalvík: Kraftaverk að enginn hafi látið lífið Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar 20. nóvember 2024 11:31 Á milli Ólafsfjarðar og Dalvíkur eru svo kölluð Múlagöng sem eru 3,4 kílómetrar að lengd og eru einbreið. Þessi göng eru einu samgöngurnar á milli Dalvíks og Ólafsfjarðar í Eyjafirði fyrir utan strákagöng á Siglufjarðarvegi sem ég kem inn á eftir. En Múlagöngin leiða semsagt til Ólafsfjarðar sem leiða síðan til Héðinsfjarðarganga og beint til Siglufjarðar. Áður en komið er að göngunum til Ólafsfjarðar þá er c. 14. Km kafli sem þarf að keyra meðfram stórum þverhníptum fjöllum á vinstri hönd þar sem komið hefur verið fyrir snjóflóðagörðum á tveimur stöðum. Árlega fara fjölda mörg snjóflóð þar og greinarhöfundur lenti einu sinni næstum í snjóflóði, þar sem tvær mínútur voru á milli bíla og þurfti ég að gista á Dalvík þá nótt. Það var einfaldlega kraftaverk að ég lenti ekki í snjóflóðinu en þetta er því miður mjög algengt og það er einfaldlega kraftaverk að enginn hafi látið lífið á múlavegi. Þessir varnargarðar gera ekki mikið og það er gífurlegt snjómagn sem safnast saman fyrir í fjöllunum og á veginum, enda liggur vegurinn hátt uppi meðfram fjöllunum. Ástandið er alveg eins á Siglufjarðarvegi sem leiða til Strákaganga og svo til Siglufjarðar. Rætt hefur verið í fjölda mörg ár að gera göng beint á milli Ólafsfjarðar og Dalvíkur eins og Héðinsfjarðargöng milli Ólafsfjarðar og Siglufjarðar en ekkert hefur verið gert ennþá, bara talað og talað og svikin loforð. En ef þetta verður gert þá sleppur maður við að keyra framhjá þverhníptum fjöllum í þeirri óvissu að snjóflóð gæti komið hvenær sem er. Að sumri til er umferðin orðin svo mikil í dag að á múlavegi og í gegnum múlagöng sem eru 3,4 km að lengd eru dæmi um að fólk sé fast þar í klukkutíma til þess að komast í gegn sem er náttúrulega óboðlegt. Einnig er mikil umferð á veturna svo hættan er mjög mikil. Bílar koma nefnilega úr báðum áttum og umferðin er orðin það mikil allt árið um kring svo hættan er því mikil. Enda er Siglufjörður og Ólafsfjörður orðnir vinsælir ferðamannastaðir þar sem landsmenn leggja land undir fót fyrir utan erlenda ferðamenn, enda mikið í boði í bæjarfélögunum. Greinarhöfundur spyr því stjórnmálamenn í kosningabaráttu sinni: Hvenær á að efna loforðin? Þarf einhver að deyja svo eitthvað verði gert? Það er lífsnauðsynlegt að fá ný tveggja breiða göng beint milli Dalvíkur og Ólafsfjarðar og leggja með því niður múlaveg og múlagöng sem eru orðin barns síns tíma og stórhættuleg. Það er svo skrýtið að alltaf þarf eitthvað alvarlegt að koma fyrir svo athyglin beinist að vandamálum og hættum í samgöngum á Íslandi. Það eru mörg einbreið göng á Íslandi og margt sem þarf að laga. Við þurfum að gera skýra og hnitmiðaða áætlun til næstu ára hvar sé mikilvægast að byrja að laga og breyta samgöngum út á landi. Eða þarf alvarlegt slys til þess að stjórnmálamenn beini athygli sinni að þessum málum? Í morgunsárið þegar ég skrifa þessa grein fékk ég símtal frá föður mínum um að fimm bílar hefðu farið út af múlavegi og þar á meðal einn flutningabíll. Þetta er því mjög alvarlegt mál. Þarf einhver að deyja svo fólk taki við sér? Ég spyr? Getur einhver stjórnmálamaður gefið okkur svar? Eða á að hunsa þessi mál í 10 ár í viðbót? Höfundur er eilífðarstúdent. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Ekki setja Steinunni í 2. sæti… Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun Krafa um árangur í menntakerfinu Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hvort skiptir meira máli, lestur eða líf? Steindór Þórarinsson,Jón K. Jacobsen Skoðun Skoðun Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar Skoðun Með fólkið í forgrunni – menningarbrú og samfélagslegur ávinningur Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvort skiptir meira máli, lestur eða líf? Steindór Þórarinsson,Jón K. Jacobsen skrifar Skoðun Krafa um árangur í menntakerfinu Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Börn útvistuð til glæpa á netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Ekki setja Steinunni í 2. sæti… Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir skrifar Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvers virði er líf? Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Sjá meira
Á milli Ólafsfjarðar og Dalvíkur eru svo kölluð Múlagöng sem eru 3,4 kílómetrar að lengd og eru einbreið. Þessi göng eru einu samgöngurnar á milli Dalvíks og Ólafsfjarðar í Eyjafirði fyrir utan strákagöng á Siglufjarðarvegi sem ég kem inn á eftir. En Múlagöngin leiða semsagt til Ólafsfjarðar sem leiða síðan til Héðinsfjarðarganga og beint til Siglufjarðar. Áður en komið er að göngunum til Ólafsfjarðar þá er c. 14. Km kafli sem þarf að keyra meðfram stórum þverhníptum fjöllum á vinstri hönd þar sem komið hefur verið fyrir snjóflóðagörðum á tveimur stöðum. Árlega fara fjölda mörg snjóflóð þar og greinarhöfundur lenti einu sinni næstum í snjóflóði, þar sem tvær mínútur voru á milli bíla og þurfti ég að gista á Dalvík þá nótt. Það var einfaldlega kraftaverk að ég lenti ekki í snjóflóðinu en þetta er því miður mjög algengt og það er einfaldlega kraftaverk að enginn hafi látið lífið á múlavegi. Þessir varnargarðar gera ekki mikið og það er gífurlegt snjómagn sem safnast saman fyrir í fjöllunum og á veginum, enda liggur vegurinn hátt uppi meðfram fjöllunum. Ástandið er alveg eins á Siglufjarðarvegi sem leiða til Strákaganga og svo til Siglufjarðar. Rætt hefur verið í fjölda mörg ár að gera göng beint á milli Ólafsfjarðar og Dalvíkur eins og Héðinsfjarðargöng milli Ólafsfjarðar og Siglufjarðar en ekkert hefur verið gert ennþá, bara talað og talað og svikin loforð. En ef þetta verður gert þá sleppur maður við að keyra framhjá þverhníptum fjöllum í þeirri óvissu að snjóflóð gæti komið hvenær sem er. Að sumri til er umferðin orðin svo mikil í dag að á múlavegi og í gegnum múlagöng sem eru 3,4 km að lengd eru dæmi um að fólk sé fast þar í klukkutíma til þess að komast í gegn sem er náttúrulega óboðlegt. Einnig er mikil umferð á veturna svo hættan er mjög mikil. Bílar koma nefnilega úr báðum áttum og umferðin er orðin það mikil allt árið um kring svo hættan er því mikil. Enda er Siglufjörður og Ólafsfjörður orðnir vinsælir ferðamannastaðir þar sem landsmenn leggja land undir fót fyrir utan erlenda ferðamenn, enda mikið í boði í bæjarfélögunum. Greinarhöfundur spyr því stjórnmálamenn í kosningabaráttu sinni: Hvenær á að efna loforðin? Þarf einhver að deyja svo eitthvað verði gert? Það er lífsnauðsynlegt að fá ný tveggja breiða göng beint milli Dalvíkur og Ólafsfjarðar og leggja með því niður múlaveg og múlagöng sem eru orðin barns síns tíma og stórhættuleg. Það er svo skrýtið að alltaf þarf eitthvað alvarlegt að koma fyrir svo athyglin beinist að vandamálum og hættum í samgöngum á Íslandi. Það eru mörg einbreið göng á Íslandi og margt sem þarf að laga. Við þurfum að gera skýra og hnitmiðaða áætlun til næstu ára hvar sé mikilvægast að byrja að laga og breyta samgöngum út á landi. Eða þarf alvarlegt slys til þess að stjórnmálamenn beini athygli sinni að þessum málum? Í morgunsárið þegar ég skrifa þessa grein fékk ég símtal frá föður mínum um að fimm bílar hefðu farið út af múlavegi og þar á meðal einn flutningabíll. Þetta er því mjög alvarlegt mál. Þarf einhver að deyja svo fólk taki við sér? Ég spyr? Getur einhver stjórnmálamaður gefið okkur svar? Eða á að hunsa þessi mál í 10 ár í viðbót? Höfundur er eilífðarstúdent.
Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun
Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar
Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun