Lífið

Erna Mist og Þor­leifur keyptu útsýnishæð í Vestur­bænum

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Lífið virðist leika við Ernu og Þorleif en þau eiga von á sínu fyrsta barni saman í janúar.
Lífið virðist leika við Ernu og Þorleif en þau eiga von á sínu fyrsta barni saman í janúar.

Erna Mist Yamagata listakona og Þorleifur Örn Arnarsson leikstjóri hafa fest kaup á 134 fermetra hæð í Vesturbæ Reykjavíkur. Parið greiddi 126,9 milljónir fyrir eignina.

Um er að ræða miðhæð í þriggja íbúða húsi sem var byggt árið 1951, ásamt bílskúr. Íbúðin telur forstofu, stofu, eldhús, baðherbergi, þrjú svefnherbergi, svalir, geymsla og sameiginlegt þvottahús í kjallara.

Húsið var byggt árið 1951.
Stofa og eldhús er í opnu rými með fallegu sjávarútsýni.
Á gólfum er fallegt fiskibeinaparket sem er afar vinsælt í SKandinavíu.
Íbúðin er opin og björt.

Listrænt par

Lífið virðist leika við parið sem á von á sínu fysta barni saman í janúar næstkomandi. Greint var frá því að Erna Mist og Þorleifur Örn væru nýtt par í upphafi þessar árs. Tuttugu ára aldursmunur þeirra vakti athygli, hann er fæddur 1978 og hún 1998.

Erna Mist hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir málverk sín undanfarin ár. Þá hafa pistlaskrif hennar hér á Vísi sömuleiðis vakið athygli.

Þorleifur Örn hefur verið einn fremsti leikstjóri Íslands undanfarin áratug og hlotið mikið lof fyrir sýningar sínar hérlendis, í Þýskalandi og víðar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×