Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 19. nóvember 2024 19:00 Valsmenn geta ekki komist upp úr riðlinum. Vísir/Anton Brink Valsmenn þurftu að sætta sig við 34-34 jafntefli er liðið tók á móti norður-makedónska stórveldinu Vardar í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld. Víti þegar leiktíminn var liðinn varð Val að falli og Valsmenn eiga ekki lengur möguleika á því að komast upp úr riðlinum. Þrátt fyrir hálfgert áhorfendaleysi var mikið og gott tempó inni á vellinum þegar flautað var til leiks í N1-höllinni í kvöld. Liðin skiptust á að skora og nóg var af mörkum, þrátt fyrir tilraunir dómara leiksins til að hægja á leiknum með endalausu flauti á allt og ekkert. Vísir/Anton Brink Valsmenn voru skrefinu framar í fyrri hálfleik og leiddu stærstan hluta fyrir hlé. Mest náði Valsliðið fjögurra marka forskoti í stöðunni 13-9, en gestirnir í Vardar klóruðu sig aftur í gang og minnkuðu muninn á ný. Gestirnir áttu svo síðasta orðið í fyrri hálfleik og minnkuðu muninn niður í 18-17, sem var staðan þegar flautað var til hálfleiks og liðin gengu til búningsherbergja. Síðari hálfleikur var svo keimlíkur þeim fyrri. Liðin skiptust á að skora og lengi vel leit út fyrir að hver einasta sókn myndi enda með marki. Björgvin Páll Gústavsson náði þó upp ágætis takti um miðbik seinni hálfleiks og átti stóran þátt í því að Valsliðið náði þriggja marka forskoti í stöðunni 29-26. Gestirnir unnu sig hins vegar fljótt aftur inn í leikinn og við tóku æsispennandi lokamínútur. Valsmenn voru svo sjálfum sér verstir á lokakaflanum. Eftir að hafa leitt nánast allan leikinn voru þeir allt í einu lentir undir þegar um tvær mínútur voru eftir í stöðunni 32-33. Þeir skoruðu hins vegar næstu tvö mörk og náðu forystunni á ný þegar um 15 sekúndur voru til leiksloka. Gestirnir fór í sína síðustu sókn, en Valsmenn náðu að brjóta, Með smá klókindum hefðu Valsmenn getað hægt á töku aukakastsins og náð að stilla upp í vegg, en Kristófer Máni Jónasson gerðist sekur um slæm mistök þegar hann slengdi fæti í boltann áður en gestirnir gátu tekið aukakastið. Dómarar leiksins mátu það svo, líklega réttilega, að Kristófer hafi verið að tefja töku aukakastsins og dæmdu því vítakast og beint rautt spjald á Kristófer. Marko Srdanovic tók vítið og tryggði Vardar eitt stig, lokatölur 34-34. Úrslitin þýða að Valsmenn eru nú með tvö stig eftir fimm leiki, enn á botni F-riðils, einu stigi á eftir Vardar sm situr í þriðja sæti. Sigur hefði stillt upp hreinum úrslitaleik milli Vals og Porto um að komast upp úr riðlinum, en tapað stig þýðir að vonir Valsmanna eru úr sögunni. Atvik leiksins Án þess að ætla að tönnslast of mikið á síðustu sekúndum leiksins þá er atvikið sem varð til þess að Vardar fékk víti til að jafna leikinn þegar leiktíminn var liðinn atvikið sem stóð upp úr í kvöld. Í hugsunarleysi ákvað Kristófer Máni að færa boltann örlítið með löppinni. Reglurnar eru hins vegar skýrar, ef leikmaður tefur leik á síðustu hálfu mínútu leiksins skal dæma víti og rautt. Stjörnur og skúrkar Úlfar Páll Monsi Þórðarson átti stórleik fyrir Val í kvöld og skoraði 11 mörk úr 14 skotum, þar af fjögur úr vítum. Þá voru Magnús Óli Magnússon og Ísak Gústafsson mikilvægir í sóknarleik Valsmanna og um miðbik seinni hálfleiks datt Björgvin Páll Gústavsson í gang og varði nokkra mikilvæga bolta. Vísir/Anton Brink Kristófer Máni Jónasson þarf hins vegar að taka skúrkastimpilinn á sig. Auðvitað hefðu margir átt að gera betur í hinum ýmsu atvikum og færum í leiknum, en að sparka frá sér sigrinum á einu augnabliki í einhverju stundabrjálæði verður líklega til þess að Kristófer sefur ekki allt of vel í nótt. Dómararnir Litháísku dómararnir Gytis Sniurevicius og Andrius Grigalonis voru ekki á þeim buxunum að leyfa leiknum að flæða allt of mikið. Dómaradúóið flautaði á allt og ekkert og reyndi sitt besta til að drepa niður hátt tempó leiksins. Það lagaðist þó aðeins í seinni hálfleik og leikurinn fékk að fljóta betur, sem er eitthvað sem viðstaddir tóku fagnandi. Stemning og umgjörð Það verður seint tekið af Valsfólki að þau kunna að halda góðan íþróttaviðburð. Ljósasýning og „Fan-Zone“ bæði fyrir börn og fullorðna settu tóninn. Hins vegar verður að setja spurningamerki við mætinguna á leikinn, sem hafði auðvitað bein áhrif á stemninguna. Hvort það hafi verið leikur karlalandsliðs Íslands í knattspyrnu eða það að Valsfólk sé orðið svo vant stórleikjum sem hafi haft meiri áhrif á mætinguna í kvöld er þó spurning sem einhver annar verður að svara. Valur Evrópudeild karla í handbolta
Valsmenn þurftu að sætta sig við 34-34 jafntefli er liðið tók á móti norður-makedónska stórveldinu Vardar í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld. Víti þegar leiktíminn var liðinn varð Val að falli og Valsmenn eiga ekki lengur möguleika á því að komast upp úr riðlinum. Þrátt fyrir hálfgert áhorfendaleysi var mikið og gott tempó inni á vellinum þegar flautað var til leiks í N1-höllinni í kvöld. Liðin skiptust á að skora og nóg var af mörkum, þrátt fyrir tilraunir dómara leiksins til að hægja á leiknum með endalausu flauti á allt og ekkert. Vísir/Anton Brink Valsmenn voru skrefinu framar í fyrri hálfleik og leiddu stærstan hluta fyrir hlé. Mest náði Valsliðið fjögurra marka forskoti í stöðunni 13-9, en gestirnir í Vardar klóruðu sig aftur í gang og minnkuðu muninn á ný. Gestirnir áttu svo síðasta orðið í fyrri hálfleik og minnkuðu muninn niður í 18-17, sem var staðan þegar flautað var til hálfleiks og liðin gengu til búningsherbergja. Síðari hálfleikur var svo keimlíkur þeim fyrri. Liðin skiptust á að skora og lengi vel leit út fyrir að hver einasta sókn myndi enda með marki. Björgvin Páll Gústavsson náði þó upp ágætis takti um miðbik seinni hálfleiks og átti stóran þátt í því að Valsliðið náði þriggja marka forskoti í stöðunni 29-26. Gestirnir unnu sig hins vegar fljótt aftur inn í leikinn og við tóku æsispennandi lokamínútur. Valsmenn voru svo sjálfum sér verstir á lokakaflanum. Eftir að hafa leitt nánast allan leikinn voru þeir allt í einu lentir undir þegar um tvær mínútur voru eftir í stöðunni 32-33. Þeir skoruðu hins vegar næstu tvö mörk og náðu forystunni á ný þegar um 15 sekúndur voru til leiksloka. Gestirnir fór í sína síðustu sókn, en Valsmenn náðu að brjóta, Með smá klókindum hefðu Valsmenn getað hægt á töku aukakastsins og náð að stilla upp í vegg, en Kristófer Máni Jónasson gerðist sekur um slæm mistök þegar hann slengdi fæti í boltann áður en gestirnir gátu tekið aukakastið. Dómarar leiksins mátu það svo, líklega réttilega, að Kristófer hafi verið að tefja töku aukakastsins og dæmdu því vítakast og beint rautt spjald á Kristófer. Marko Srdanovic tók vítið og tryggði Vardar eitt stig, lokatölur 34-34. Úrslitin þýða að Valsmenn eru nú með tvö stig eftir fimm leiki, enn á botni F-riðils, einu stigi á eftir Vardar sm situr í þriðja sæti. Sigur hefði stillt upp hreinum úrslitaleik milli Vals og Porto um að komast upp úr riðlinum, en tapað stig þýðir að vonir Valsmanna eru úr sögunni. Atvik leiksins Án þess að ætla að tönnslast of mikið á síðustu sekúndum leiksins þá er atvikið sem varð til þess að Vardar fékk víti til að jafna leikinn þegar leiktíminn var liðinn atvikið sem stóð upp úr í kvöld. Í hugsunarleysi ákvað Kristófer Máni að færa boltann örlítið með löppinni. Reglurnar eru hins vegar skýrar, ef leikmaður tefur leik á síðustu hálfu mínútu leiksins skal dæma víti og rautt. Stjörnur og skúrkar Úlfar Páll Monsi Þórðarson átti stórleik fyrir Val í kvöld og skoraði 11 mörk úr 14 skotum, þar af fjögur úr vítum. Þá voru Magnús Óli Magnússon og Ísak Gústafsson mikilvægir í sóknarleik Valsmanna og um miðbik seinni hálfleiks datt Björgvin Páll Gústavsson í gang og varði nokkra mikilvæga bolta. Vísir/Anton Brink Kristófer Máni Jónasson þarf hins vegar að taka skúrkastimpilinn á sig. Auðvitað hefðu margir átt að gera betur í hinum ýmsu atvikum og færum í leiknum, en að sparka frá sér sigrinum á einu augnabliki í einhverju stundabrjálæði verður líklega til þess að Kristófer sefur ekki allt of vel í nótt. Dómararnir Litháísku dómararnir Gytis Sniurevicius og Andrius Grigalonis voru ekki á þeim buxunum að leyfa leiknum að flæða allt of mikið. Dómaradúóið flautaði á allt og ekkert og reyndi sitt besta til að drepa niður hátt tempó leiksins. Það lagaðist þó aðeins í seinni hálfleik og leikurinn fékk að fljóta betur, sem er eitthvað sem viðstaddir tóku fagnandi. Stemning og umgjörð Það verður seint tekið af Valsfólki að þau kunna að halda góðan íþróttaviðburð. Ljósasýning og „Fan-Zone“ bæði fyrir börn og fullorðna settu tóninn. Hins vegar verður að setja spurningamerki við mætinguna á leikinn, sem hafði auðvitað bein áhrif á stemninguna. Hvort það hafi verið leikur karlalandsliðs Íslands í knattspyrnu eða það að Valsfólk sé orðið svo vant stórleikjum sem hafi haft meiri áhrif á mætinguna í kvöld er þó spurning sem einhver annar verður að svara.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti