Ég vil ekki að þeim líði illa Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar 20. nóvember 2024 06:46 ,,Ég heyri stundum í vinum mínum heima og ég tala bara við þá um hvað er að gerast hjá þeim. Ég vil ekki segja þeim frá lífinu mínu hérna á Íslandi, ég vil ekki að þeim liði illa. Hvernig á ég að segja þeim að ég megi fara í skóla og á fótboltaæfingu? Við höfðum ekki farið í skóla í fjögur ár”. Samkenndin og mannúðin í orðum þessa barns sem kíkti í heimsókn á skrifstofu Barnaheilla fyrr í mánuðinum er ofar skilningi flestra íslenskra barna og stórs hóps fullorðinna. Hann veit að hann er heppinn að hafa komist frá stríði en samviskubitið yfir að hafa sloppið og lifað af nagar hann. Það er gerð krafa á hann úr öllum áttum að vera þakklátur fyrir það, en hann þráir þó heitast að fara heim aftur. Börnin eru stundum reið og sár að hafa verið bolað í burtu, sakna fjölskyldu sinnar og vina. Á Íslandi er líka dimmt og kalt, tungumálið erfitt og samfélagið misstuðningsríkt. Framtíðarhorfur barna og hvernig þeim vegnar í samfélaginu okkar er á okkar ábyrgð. Við þurfum að sýna þeim skilning og stuðning. Með góðri móttöku flóttabarna og fjölskyldna þeirra höfum við tækifæri til að dýpka og auðga fjölbreytt samfélag en við erum að missa það úr höndunum á okkur. Inngilding þeirra í samfélagið þarf fjármagn, þekkingu og forgangsröðun. Á meðan við erum að rífast um hver hafi það verst, líða æskuár þessa barna. Aldrei hafa jafn mörg börn verið á flótta í heiminum vegna til dæmis stríða, jarðhræringa, fátæktar, loftslagsbreytinga og pólitískra ofsókna. Mjög lítill fjöldi þeirra endar á Íslandi og er einungis lítið brot af þeim sem flytja til landsins. Við getum gert mikið betur. Í dag eru 35 ár síðan Barnasáttmálinn var samþykktur af Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Í dag er Barnasáttmálinn útbreiddasti mannréttindasáttmáli heims en einungis eitt ríki innan Sameinuðu þjóðanna hefur ekki samþykkt hann og það eru Bandaríkin. Í ár ákváðum við, hjá Barnaheillum – Save the Children á Íslandi, að einblína á 22. grein Barnasáttmálans. Greinin segir að börn sem þurfa að flýja heimaland sitt sem flóttamenn eigi rétt á vernd og stuðningi til að nýta sér sjálfsögð mannréttindi í nýju landi samkvæmt Barnasáttmálanum. Við berum öll ábyrgð á því að vernda börn, bæta lífskjör þeirra og framtíðarhorfur. Í tengslum við daginn höfum við hjá Barnaheillum útbúið stutt myndband þar sem meðal annars er rætt við drenginn sem ég vitna í hér ofar sem og önnur börn sem öll eiga það sameiginlegt að hafa þurft að yfirgefa heimili sín. Ég hvet ykkur öll til að horfa á myndbandið og hlusta á börn og ungmenni sem hafa þurft að flýja heimili sín, innanlands sem utan, segja frá sínum veruleika á Íslandi. Höfundur er framkvæmdastjóri Barnaheilla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Réttindi barna Tótla I. Sæmundsdóttir Mest lesið Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
,,Ég heyri stundum í vinum mínum heima og ég tala bara við þá um hvað er að gerast hjá þeim. Ég vil ekki segja þeim frá lífinu mínu hérna á Íslandi, ég vil ekki að þeim liði illa. Hvernig á ég að segja þeim að ég megi fara í skóla og á fótboltaæfingu? Við höfðum ekki farið í skóla í fjögur ár”. Samkenndin og mannúðin í orðum þessa barns sem kíkti í heimsókn á skrifstofu Barnaheilla fyrr í mánuðinum er ofar skilningi flestra íslenskra barna og stórs hóps fullorðinna. Hann veit að hann er heppinn að hafa komist frá stríði en samviskubitið yfir að hafa sloppið og lifað af nagar hann. Það er gerð krafa á hann úr öllum áttum að vera þakklátur fyrir það, en hann þráir þó heitast að fara heim aftur. Börnin eru stundum reið og sár að hafa verið bolað í burtu, sakna fjölskyldu sinnar og vina. Á Íslandi er líka dimmt og kalt, tungumálið erfitt og samfélagið misstuðningsríkt. Framtíðarhorfur barna og hvernig þeim vegnar í samfélaginu okkar er á okkar ábyrgð. Við þurfum að sýna þeim skilning og stuðning. Með góðri móttöku flóttabarna og fjölskyldna þeirra höfum við tækifæri til að dýpka og auðga fjölbreytt samfélag en við erum að missa það úr höndunum á okkur. Inngilding þeirra í samfélagið þarf fjármagn, þekkingu og forgangsröðun. Á meðan við erum að rífast um hver hafi það verst, líða æskuár þessa barna. Aldrei hafa jafn mörg börn verið á flótta í heiminum vegna til dæmis stríða, jarðhræringa, fátæktar, loftslagsbreytinga og pólitískra ofsókna. Mjög lítill fjöldi þeirra endar á Íslandi og er einungis lítið brot af þeim sem flytja til landsins. Við getum gert mikið betur. Í dag eru 35 ár síðan Barnasáttmálinn var samþykktur af Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Í dag er Barnasáttmálinn útbreiddasti mannréttindasáttmáli heims en einungis eitt ríki innan Sameinuðu þjóðanna hefur ekki samþykkt hann og það eru Bandaríkin. Í ár ákváðum við, hjá Barnaheillum – Save the Children á Íslandi, að einblína á 22. grein Barnasáttmálans. Greinin segir að börn sem þurfa að flýja heimaland sitt sem flóttamenn eigi rétt á vernd og stuðningi til að nýta sér sjálfsögð mannréttindi í nýju landi samkvæmt Barnasáttmálanum. Við berum öll ábyrgð á því að vernda börn, bæta lífskjör þeirra og framtíðarhorfur. Í tengslum við daginn höfum við hjá Barnaheillum útbúið stutt myndband þar sem meðal annars er rætt við drenginn sem ég vitna í hér ofar sem og önnur börn sem öll eiga það sameiginlegt að hafa þurft að yfirgefa heimili sín. Ég hvet ykkur öll til að horfa á myndbandið og hlusta á börn og ungmenni sem hafa þurft að flýja heimili sín, innanlands sem utan, segja frá sínum veruleika á Íslandi. Höfundur er framkvæmdastjóri Barnaheilla.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun