Af hverju stappa börn niður fótunum? Hans Steinar Bjarnason skrifar 20. nóvember 2024 17:32 Foreldrar kannast eflaust margir við að vera inni í matvöruverslun þegar barn þeirra sér sælgæti sem það langar í. Þegar því er neitað um nammið verður allt vitlaust og barnið fer að stappa niður fótunum og öskra. Þegar börn verða mjög reið og eiga erfitt með að tjá tilfinningar sínar grípa þau oft til þess ráðs að stappa niður fótunum. Þetta er leið þeirra til að tjá sig og krefjast þess að á þau sé hlustað. Áður en ég ræði stappið frekar, förum þá fyrst úr matvöruversluninni og t.d. yfir til stríðshrjáðs lands og ímyndum okkur þessi orð barns. „Það er verið að sprengja heimilin okkar í loft upp, skólana okkar, við getum ekki gengið um óhult og okkur finnst lífi okkar stöðugt ógnað. Við upplifum stanslauan ótta á hverjum einasta degi, til viðbótar við sorg, eymd, stress og svefnvandamál.“ Þetta eru raunveruleg orð 15 ára stúlku í SOS barnaþorpi sem þurfti að rýma vegna viðvarandi vopnaðra átaka á svæðinu. Til hvers er Barnasáttmálinn? Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins eða Barnasáttmálinn var samþykktur á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna þennan dag, 20. nóvember 1989. Barnasáttmálinn felur í sér alþjóðlega viðurkenningu á að börn heimsins þarfnist sérstakrar verndar umfram hina fullorðnu. Í 38. grein Barnasáttmálans segir m.a. að „börn eigi rétt á vernd í stríði.“ Samningurinn var nokkru síðar undirritaður af aðildarþjóðum Sameinuðu þjóðanna og að lokum lögfestur í heild sinni árið 2013. Á vef Stjórnarráðs Íslands segir orðrétt: „Barnasáttmálinn tryggir öllum börnum innan lögsögu aðildarríkisins öll þau réttindi sem kveðið er á um í samningnum.“ Annað hvort er þetta innsláttarvilla eða þá að það þarf að taka þennan samning upp og undirrita hann aftur með nýrri dagsetningu. Staðreyndin er sú að meðal þeirra sem hafa fullgilt og lögfest þennan samning eru þjóðir sem standa í stríðsrekstri í dag með tilheyrandi þjáningu barna. Áætlað er að um 470 milljónir barna búi á átakasvæðum víðs vegar um heiminn og samkvæmt heimildum UNICEF hafa 43,3 milljónir barna neyðst til að flýja heimili sín vegna stríðs og ofbeldis. Börn hafa fengið nóg! Amira, sem ég vitna í hér að ofan, er ein af þessum börnum sem fá nú stuðning frá jafnöldrum sínum víða að úr heiminum, Íslandi þar á meðal. Börn sem búa utan átakasvæða verða einnig fyrir áhrifum í gegnum fréttir, internetið og samfélagsmiðla. Þau heyra, upplifa hræðslu, reiði og sorg og upp vakna spurningar um eigið öryggi. Þessi börn hafa fengið nóg. SOS Barnaþorpin á Íslandi eru meðal 38 aðildarþjóða samtakanna sem kalla eftir aðgerðum til að tryggja vernd og öryggi barna í stríðshrjáðum löndum eins og þau eiga rétt á skv. Barnasáttmálanum. Alþjóðasamtök SOS Barnaþorpanna ýttu í dag úr vör herferð með þeim tilgangi að útvega börnum þann vettvang sem þau eiga rétt á til að láta rödd sína heyrast. Börn sameinast undir yfirskriftinni „Stappað fyrir friði“ (Stomping for peace) og krefjast þess að réttindi þeirra séu virt og að vopnuðum átökum linni. Ákall barnanna er krafa til þjóðarleiðtoga um frið og var frumflutt í erindi SOS Barnaþorpanna hjá Sameinuðu þjóðunum í gærkvöld. Ákall barnanna var gert opinbert í tveimur myndböndum í dag á alþjóðlegum degi barnsins, afmælisdegi Barnasáttmálans, og láta þau engan ósnortinn. Stappað fyrir friði og Ákall barna til þjóðarleiðtoga Fulltrúar Íslands í umræddum myndböndum eru börn í Hofsstaðaskóla og Hlíðaskóla og ég vil nota tækifærið hér til að hvetja önnur börn hér á landi og foreldra þeirra eða kennara að taka þau sér til fyrirmyndar. Stappið fyrir friði og birtið af því myndbönd á samfélagsmiðlum með myllumerkinu #StompingForPeace. 470 milljónir barna á stríðshrjáðum svæðum eiga það skilið. Börn hafa fengið nóg! Höfundur er upplýsingafulltrúi SOS Barnaþorpanna á Íslandi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Réttindi barna Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð Skoðun Skoðun Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Foreldrar kannast eflaust margir við að vera inni í matvöruverslun þegar barn þeirra sér sælgæti sem það langar í. Þegar því er neitað um nammið verður allt vitlaust og barnið fer að stappa niður fótunum og öskra. Þegar börn verða mjög reið og eiga erfitt með að tjá tilfinningar sínar grípa þau oft til þess ráðs að stappa niður fótunum. Þetta er leið þeirra til að tjá sig og krefjast þess að á þau sé hlustað. Áður en ég ræði stappið frekar, förum þá fyrst úr matvöruversluninni og t.d. yfir til stríðshrjáðs lands og ímyndum okkur þessi orð barns. „Það er verið að sprengja heimilin okkar í loft upp, skólana okkar, við getum ekki gengið um óhult og okkur finnst lífi okkar stöðugt ógnað. Við upplifum stanslauan ótta á hverjum einasta degi, til viðbótar við sorg, eymd, stress og svefnvandamál.“ Þetta eru raunveruleg orð 15 ára stúlku í SOS barnaþorpi sem þurfti að rýma vegna viðvarandi vopnaðra átaka á svæðinu. Til hvers er Barnasáttmálinn? Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins eða Barnasáttmálinn var samþykktur á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna þennan dag, 20. nóvember 1989. Barnasáttmálinn felur í sér alþjóðlega viðurkenningu á að börn heimsins þarfnist sérstakrar verndar umfram hina fullorðnu. Í 38. grein Barnasáttmálans segir m.a. að „börn eigi rétt á vernd í stríði.“ Samningurinn var nokkru síðar undirritaður af aðildarþjóðum Sameinuðu þjóðanna og að lokum lögfestur í heild sinni árið 2013. Á vef Stjórnarráðs Íslands segir orðrétt: „Barnasáttmálinn tryggir öllum börnum innan lögsögu aðildarríkisins öll þau réttindi sem kveðið er á um í samningnum.“ Annað hvort er þetta innsláttarvilla eða þá að það þarf að taka þennan samning upp og undirrita hann aftur með nýrri dagsetningu. Staðreyndin er sú að meðal þeirra sem hafa fullgilt og lögfest þennan samning eru þjóðir sem standa í stríðsrekstri í dag með tilheyrandi þjáningu barna. Áætlað er að um 470 milljónir barna búi á átakasvæðum víðs vegar um heiminn og samkvæmt heimildum UNICEF hafa 43,3 milljónir barna neyðst til að flýja heimili sín vegna stríðs og ofbeldis. Börn hafa fengið nóg! Amira, sem ég vitna í hér að ofan, er ein af þessum börnum sem fá nú stuðning frá jafnöldrum sínum víða að úr heiminum, Íslandi þar á meðal. Börn sem búa utan átakasvæða verða einnig fyrir áhrifum í gegnum fréttir, internetið og samfélagsmiðla. Þau heyra, upplifa hræðslu, reiði og sorg og upp vakna spurningar um eigið öryggi. Þessi börn hafa fengið nóg. SOS Barnaþorpin á Íslandi eru meðal 38 aðildarþjóða samtakanna sem kalla eftir aðgerðum til að tryggja vernd og öryggi barna í stríðshrjáðum löndum eins og þau eiga rétt á skv. Barnasáttmálanum. Alþjóðasamtök SOS Barnaþorpanna ýttu í dag úr vör herferð með þeim tilgangi að útvega börnum þann vettvang sem þau eiga rétt á til að láta rödd sína heyrast. Börn sameinast undir yfirskriftinni „Stappað fyrir friði“ (Stomping for peace) og krefjast þess að réttindi þeirra séu virt og að vopnuðum átökum linni. Ákall barnanna er krafa til þjóðarleiðtoga um frið og var frumflutt í erindi SOS Barnaþorpanna hjá Sameinuðu þjóðunum í gærkvöld. Ákall barnanna var gert opinbert í tveimur myndböndum í dag á alþjóðlegum degi barnsins, afmælisdegi Barnasáttmálans, og láta þau engan ósnortinn. Stappað fyrir friði og Ákall barna til þjóðarleiðtoga Fulltrúar Íslands í umræddum myndböndum eru börn í Hofsstaðaskóla og Hlíðaskóla og ég vil nota tækifærið hér til að hvetja önnur börn hér á landi og foreldra þeirra eða kennara að taka þau sér til fyrirmyndar. Stappið fyrir friði og birtið af því myndbönd á samfélagsmiðlum með myllumerkinu #StompingForPeace. 470 milljónir barna á stríðshrjáðum svæðum eiga það skilið. Börn hafa fengið nóg! Höfundur er upplýsingafulltrúi SOS Barnaþorpanna á Íslandi
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun