Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 20. nóvember 2024 23:00 Fanney Karlsdóttir og Leifur Gunnarsson foreldrar barna í Seljaskóla vilja að börnin fái símafrí í skólanum. Vísir/Bjarni Foreldrar barna í Seljaskóla safna nú undirskriftum í þeirri von að tekið verði upp símafrí í skólanum. Þau vilja að borgaryfirvöld beiti sér fyrir því að slíkar reglur verði teknar upp í öllum grunnskólum borgarinnar. Á síðustu árum hafa verið settar reglur í mörgum grunnskólum hér á landi um notkun farsíma og í sumum skólanna hafa símarnir alveg verið bannaðir. Hópur foreldra barna í Seljaskóla vill fara þessa leið og hefur á nokkrum dögum safnað ríflega tvö hundruð og fimmtíu undirskriftum þar sem kallað er eftir að símafríi verði komið á skólatíma fyrir alla nemendur skólans. „Okkur langar að stuðla að betra umhverfi til náms og félagslegrar færni barnanna í skólanum. Við vitum það að þegar þau koma í unglingadeild þá margfaldast símanotkun þeirra ólíkt því þegar þau eru yngri stigum þar sem ekki er leyfilegt að vera í símanum í frímínútum. Svo vitum við það líka að sum óttast um öryggi sitt, að það sé verið að taka upp einhver myndskeið af þeim á skólatíma og birta,“ segir Fanney Karlsdóttir sem er foreldri barna í Seljaskóla og ein af þeim sem stendur fyrir undirskriftasöfnuninni. Minni símanotkun efli einbeitingu Þá sé ávinningurinn af símaleysi í skólum mikill. „Fleiri og fleiri rannsóknir benda til þess að það að minnka símanotkun það eflir einbeitingu. Þetta truflar. Með þessu viljum við bara tryggja betri líðan og þroska barna,“ segir Fanney. Þau vilja skólastjórnendur fari strax í að undirbúa framkvæmdina en nokkrar leiðir sé hægt að fara þegar dregið er úr símanotkun í skólum. „Það hafa verið farnar ýmsar leiðir í öðrum skólum og við viljum bara setja þetta í farveg hjá skólastjórnendum að velja það sem þeim þykir heppilegast að framkvæma hér,“ segir Leifur Gunnarsson foreldri barna í Seljaskóla. Samræmdar reglur Þá telja þau æskilegt að reglur um símanotkun í skólum séu samræmdar hjá borginni. „Ég myndi klárlega vilja að borgaryfirvöld myndu styðja við þetta og beita sér fyrir því að þetta verði tekið upp í öllum grunnskólum í borginni,“ segir Fanney Þau vonast til að ef orðið verði við ákalli þeirra hafi það áhrif á skólabraginn. „Ég vona að krakkarnir fari að tala saman frammi á göngum í frímínútum í stað þess að góna í skjáinn,“ segir Leifur. Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Reykjavík Samfélagsmiðlar Réttindi barna Símanotkun barna Tengdar fréttir Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Meðal aðgerða í menntamálum sem Sjálfstæðisflokkurinn kynnti í dag er að taka upp samræmd próf í grunnskólum á ný. Markmiðið með aðgerðunum er einfalt, að allir nemendur eigi að geta lesið og skilið texta við hæfi eftir yngsta stig grunnskólans í stað þess að stór hluti ráði ekki við það. 4. nóvember 2024 12:40 Tæpur helmingur grunnskóla hefur bannað síma Grunnskólinn í Þorlákshöfn er sá nýjasti í röð skóla til að banna símanotkun barna alfarið. Skólastjórinn segir að símanotkun á skólatíma sé að ræna börn mikilvægum félagslegum þroska. 31. október 2024 19:28 Reglur um farsímanotkun barna í nær öllum grunnskólum Meirihluti skóla hefur sett reglur um farsímanotkun barna. Oftast er hún háð takmörkunum og jafnvel staðsetningu. Algengara er að eldri börn megi vera með síma en þau yngri. Stundum þurfa börnin símann til að komast í almenningssamgöngur og fá því að hafa hann í töskunni. 28. nóvember 2023 15:56 Mest lesið Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Fleiri fréttir Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Sjá meira
Á síðustu árum hafa verið settar reglur í mörgum grunnskólum hér á landi um notkun farsíma og í sumum skólanna hafa símarnir alveg verið bannaðir. Hópur foreldra barna í Seljaskóla vill fara þessa leið og hefur á nokkrum dögum safnað ríflega tvö hundruð og fimmtíu undirskriftum þar sem kallað er eftir að símafríi verði komið á skólatíma fyrir alla nemendur skólans. „Okkur langar að stuðla að betra umhverfi til náms og félagslegrar færni barnanna í skólanum. Við vitum það að þegar þau koma í unglingadeild þá margfaldast símanotkun þeirra ólíkt því þegar þau eru yngri stigum þar sem ekki er leyfilegt að vera í símanum í frímínútum. Svo vitum við það líka að sum óttast um öryggi sitt, að það sé verið að taka upp einhver myndskeið af þeim á skólatíma og birta,“ segir Fanney Karlsdóttir sem er foreldri barna í Seljaskóla og ein af þeim sem stendur fyrir undirskriftasöfnuninni. Minni símanotkun efli einbeitingu Þá sé ávinningurinn af símaleysi í skólum mikill. „Fleiri og fleiri rannsóknir benda til þess að það að minnka símanotkun það eflir einbeitingu. Þetta truflar. Með þessu viljum við bara tryggja betri líðan og þroska barna,“ segir Fanney. Þau vilja skólastjórnendur fari strax í að undirbúa framkvæmdina en nokkrar leiðir sé hægt að fara þegar dregið er úr símanotkun í skólum. „Það hafa verið farnar ýmsar leiðir í öðrum skólum og við viljum bara setja þetta í farveg hjá skólastjórnendum að velja það sem þeim þykir heppilegast að framkvæma hér,“ segir Leifur Gunnarsson foreldri barna í Seljaskóla. Samræmdar reglur Þá telja þau æskilegt að reglur um símanotkun í skólum séu samræmdar hjá borginni. „Ég myndi klárlega vilja að borgaryfirvöld myndu styðja við þetta og beita sér fyrir því að þetta verði tekið upp í öllum grunnskólum í borginni,“ segir Fanney Þau vonast til að ef orðið verði við ákalli þeirra hafi það áhrif á skólabraginn. „Ég vona að krakkarnir fari að tala saman frammi á göngum í frímínútum í stað þess að góna í skjáinn,“ segir Leifur.
Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Reykjavík Samfélagsmiðlar Réttindi barna Símanotkun barna Tengdar fréttir Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Meðal aðgerða í menntamálum sem Sjálfstæðisflokkurinn kynnti í dag er að taka upp samræmd próf í grunnskólum á ný. Markmiðið með aðgerðunum er einfalt, að allir nemendur eigi að geta lesið og skilið texta við hæfi eftir yngsta stig grunnskólans í stað þess að stór hluti ráði ekki við það. 4. nóvember 2024 12:40 Tæpur helmingur grunnskóla hefur bannað síma Grunnskólinn í Þorlákshöfn er sá nýjasti í röð skóla til að banna símanotkun barna alfarið. Skólastjórinn segir að símanotkun á skólatíma sé að ræna börn mikilvægum félagslegum þroska. 31. október 2024 19:28 Reglur um farsímanotkun barna í nær öllum grunnskólum Meirihluti skóla hefur sett reglur um farsímanotkun barna. Oftast er hún háð takmörkunum og jafnvel staðsetningu. Algengara er að eldri börn megi vera með síma en þau yngri. Stundum þurfa börnin símann til að komast í almenningssamgöngur og fá því að hafa hann í töskunni. 28. nóvember 2023 15:56 Mest lesið Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Fleiri fréttir Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Sjá meira
Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Meðal aðgerða í menntamálum sem Sjálfstæðisflokkurinn kynnti í dag er að taka upp samræmd próf í grunnskólum á ný. Markmiðið með aðgerðunum er einfalt, að allir nemendur eigi að geta lesið og skilið texta við hæfi eftir yngsta stig grunnskólans í stað þess að stór hluti ráði ekki við það. 4. nóvember 2024 12:40
Tæpur helmingur grunnskóla hefur bannað síma Grunnskólinn í Þorlákshöfn er sá nýjasti í röð skóla til að banna símanotkun barna alfarið. Skólastjórinn segir að símanotkun á skólatíma sé að ræna börn mikilvægum félagslegum þroska. 31. október 2024 19:28
Reglur um farsímanotkun barna í nær öllum grunnskólum Meirihluti skóla hefur sett reglur um farsímanotkun barna. Oftast er hún háð takmörkunum og jafnvel staðsetningu. Algengara er að eldri börn megi vera með síma en þau yngri. Stundum þurfa börnin símann til að komast í almenningssamgöngur og fá því að hafa hann í töskunni. 28. nóvember 2023 15:56