Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Jón Þór Stefánsson skrifar 21. nóvember 2024 01:46 „Hann hélt fyrst að ég væri að gera grín að honum og fannst þetta lélegur djókari,“ segir Eiríkur Óli um viðbrögð afastráksins síns við gosinu. Aðsend Eiríkur Óli Dagbjartsson, Grindvíkingur, var staddur í bænum þegar gosið hófst í gærkvöldi. Hann heyrði ekki í viðvörunarlúðrum sem láta íbúa bæjarins vita þegar það byrjar að gjósa. Það er í annað skipti sem það gerist. „Ég er svosem bara inni í miðju húsi og er að horfa á sjónvarpið. Dóttir mín er í björgunarsveitinni og hún fær viðvörunina í símann bara alveg um leið og hún hringir í mig. Þannig hefur það verið í síðustu tvö skipti. Ég geri mér ekki alveg grein fyrir þessu, en ég vona að ég hefði heyrt í þessu mjög fljótlega. En þetta er allavega í annað skipti sem þetta gerist, að við erum með sjónvarpið á, og heyrum ekki alveg um leið,“ segir Eiríkur í samtali við fréttastofu. Sjá nánar: Eldgos er hafið „Um leið og maður opnar rifu á hurð á glugga þá fer þetta ekkert á milli mála. Þetta er alveg svakahávaði. En þetta er svona. Ég tel mig vera með ágætisheyrn.“ Ertu með svona hátt stillt á sjónvarpinu? „Nei nei, það held ég ekki. Ég var ekkert að horfa á einhverja rokktónleika,“ segir hann og hlær. Eiríkur segir að elsta barnabarnið hans hafi verið að gista hjá sér. Sá hélt að um lélegan brandara væri að ræða þegar verið var að vekja hann. „Hann kom með afa í sleepover og var búinn að sofa í klukkutíma þegar þeta byrjaði. Hann hélt fyrst að ég væri að gera grín að honum og fannst þetta lélegur djókari, að ég væri að drusla honum á lappir eftir klukkutíma svefn.“ Eiríkur tekur fram að lögreglan hafi verið komin á vettvang skömmu eftir að ósköpin byrjuðu með háar sírenur. Hann hefði því aldrei orðið eftir inni þó hann hafi ekki heyrt í viðvörunarlúðrunum í fyrstu. Nú er Eiríkur kominn til dóttur sinnar, móður áðurnefnds afabarns. Hann endaði því sjálfur í „sleepover“ þessa nóttina, en hann vonast eftir því að Grindavík verði opnuð á ný sem fyrst. Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
„Ég er svosem bara inni í miðju húsi og er að horfa á sjónvarpið. Dóttir mín er í björgunarsveitinni og hún fær viðvörunina í símann bara alveg um leið og hún hringir í mig. Þannig hefur það verið í síðustu tvö skipti. Ég geri mér ekki alveg grein fyrir þessu, en ég vona að ég hefði heyrt í þessu mjög fljótlega. En þetta er allavega í annað skipti sem þetta gerist, að við erum með sjónvarpið á, og heyrum ekki alveg um leið,“ segir Eiríkur í samtali við fréttastofu. Sjá nánar: Eldgos er hafið „Um leið og maður opnar rifu á hurð á glugga þá fer þetta ekkert á milli mála. Þetta er alveg svakahávaði. En þetta er svona. Ég tel mig vera með ágætisheyrn.“ Ertu með svona hátt stillt á sjónvarpinu? „Nei nei, það held ég ekki. Ég var ekkert að horfa á einhverja rokktónleika,“ segir hann og hlær. Eiríkur segir að elsta barnabarnið hans hafi verið að gista hjá sér. Sá hélt að um lélegan brandara væri að ræða þegar verið var að vekja hann. „Hann kom með afa í sleepover og var búinn að sofa í klukkutíma þegar þeta byrjaði. Hann hélt fyrst að ég væri að gera grín að honum og fannst þetta lélegur djókari, að ég væri að drusla honum á lappir eftir klukkutíma svefn.“ Eiríkur tekur fram að lögreglan hafi verið komin á vettvang skömmu eftir að ósköpin byrjuðu með háar sírenur. Hann hefði því aldrei orðið eftir inni þó hann hafi ekki heyrt í viðvörunarlúðrunum í fyrstu. Nú er Eiríkur kominn til dóttur sinnar, móður áðurnefnds afabarns. Hann endaði því sjálfur í „sleepover“ þessa nóttina, en hann vonast eftir því að Grindavík verði opnuð á ný sem fyrst.
Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira