Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Jón Þór Stefánsson skrifar 21. nóvember 2024 01:46 „Hann hélt fyrst að ég væri að gera grín að honum og fannst þetta lélegur djókari,“ segir Eiríkur Óli um viðbrögð afastráksins síns við gosinu. Aðsend Eiríkur Óli Dagbjartsson, Grindvíkingur, var staddur í bænum þegar gosið hófst í gærkvöldi. Hann heyrði ekki í viðvörunarlúðrum sem láta íbúa bæjarins vita þegar það byrjar að gjósa. Það er í annað skipti sem það gerist. „Ég er svosem bara inni í miðju húsi og er að horfa á sjónvarpið. Dóttir mín er í björgunarsveitinni og hún fær viðvörunina í símann bara alveg um leið og hún hringir í mig. Þannig hefur það verið í síðustu tvö skipti. Ég geri mér ekki alveg grein fyrir þessu, en ég vona að ég hefði heyrt í þessu mjög fljótlega. En þetta er allavega í annað skipti sem þetta gerist, að við erum með sjónvarpið á, og heyrum ekki alveg um leið,“ segir Eiríkur í samtali við fréttastofu. Sjá nánar: Eldgos er hafið „Um leið og maður opnar rifu á hurð á glugga þá fer þetta ekkert á milli mála. Þetta er alveg svakahávaði. En þetta er svona. Ég tel mig vera með ágætisheyrn.“ Ertu með svona hátt stillt á sjónvarpinu? „Nei nei, það held ég ekki. Ég var ekkert að horfa á einhverja rokktónleika,“ segir hann og hlær. Eiríkur segir að elsta barnabarnið hans hafi verið að gista hjá sér. Sá hélt að um lélegan brandara væri að ræða þegar verið var að vekja hann. „Hann kom með afa í sleepover og var búinn að sofa í klukkutíma þegar þeta byrjaði. Hann hélt fyrst að ég væri að gera grín að honum og fannst þetta lélegur djókari, að ég væri að drusla honum á lappir eftir klukkutíma svefn.“ Eiríkur tekur fram að lögreglan hafi verið komin á vettvang skömmu eftir að ósköpin byrjuðu með háar sírenur. Hann hefði því aldrei orðið eftir inni þó hann hafi ekki heyrt í viðvörunarlúðrunum í fyrstu. Nú er Eiríkur kominn til dóttur sinnar, móður áðurnefnds afabarns. Hann endaði því sjálfur í „sleepover“ þessa nóttina, en hann vonast eftir því að Grindavík verði opnuð á ný sem fyrst. Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
„Ég er svosem bara inni í miðju húsi og er að horfa á sjónvarpið. Dóttir mín er í björgunarsveitinni og hún fær viðvörunina í símann bara alveg um leið og hún hringir í mig. Þannig hefur það verið í síðustu tvö skipti. Ég geri mér ekki alveg grein fyrir þessu, en ég vona að ég hefði heyrt í þessu mjög fljótlega. En þetta er allavega í annað skipti sem þetta gerist, að við erum með sjónvarpið á, og heyrum ekki alveg um leið,“ segir Eiríkur í samtali við fréttastofu. Sjá nánar: Eldgos er hafið „Um leið og maður opnar rifu á hurð á glugga þá fer þetta ekkert á milli mála. Þetta er alveg svakahávaði. En þetta er svona. Ég tel mig vera með ágætisheyrn.“ Ertu með svona hátt stillt á sjónvarpinu? „Nei nei, það held ég ekki. Ég var ekkert að horfa á einhverja rokktónleika,“ segir hann og hlær. Eiríkur segir að elsta barnabarnið hans hafi verið að gista hjá sér. Sá hélt að um lélegan brandara væri að ræða þegar verið var að vekja hann. „Hann kom með afa í sleepover og var búinn að sofa í klukkutíma þegar þeta byrjaði. Hann hélt fyrst að ég væri að gera grín að honum og fannst þetta lélegur djókari, að ég væri að drusla honum á lappir eftir klukkutíma svefn.“ Eiríkur tekur fram að lögreglan hafi verið komin á vettvang skömmu eftir að ósköpin byrjuðu með háar sírenur. Hann hefði því aldrei orðið eftir inni þó hann hafi ekki heyrt í viðvörunarlúðrunum í fyrstu. Nú er Eiríkur kominn til dóttur sinnar, móður áðurnefnds afabarns. Hann endaði því sjálfur í „sleepover“ þessa nóttina, en hann vonast eftir því að Grindavík verði opnuð á ný sem fyrst.
Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira