Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hólmfríður Gísladóttir skrifar 21. nóvember 2024 07:36 Þrátt fyrir að talað sé „minni virkni“ og að gosið „malli“ segir Hjördís öruggast að halda sig frá því. Vísir/Vilhelm Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi hjá Almannavörnum, segir að þrátt fyrir að gosin hafi öll verið á svipuðum slóðum komi upp nýjar áskoranir í hvert sinn sem gýs. Gosið hefði komið upp á „góðum“ stað, þótt það væri kannski skrýtið að tala um „góðan“ í þessu samhengi. „En svo fer þetta hratt yfir og er nú þegar farið yfir Grindavíkurveg. Og ef þetta heldur svona áfram fer fólk náttúrulega að velta fyrir sér: Hvað svo? Og það er búið að vera í alla nótt pælingar.“ Dregið hefur úr virkninni en Hjördís var spurð að því í Bítinu í morgun hvort gosið hefði byrjað með hvelli, líkt og áður hefur gerst. „Já, það má eiginlega segja það. Fyrirvarinn var rosalega stuttur en það er svo sem eitthvað sem við höfum verið að tala um núna undanfarna mánuði, að fyrirvari gæti orðið alltaf styttri og styttri. Og það þýðir að við höfum áhyggjur af viðbragðstímanum, að koma fólki í burtu. Því enginn getur vitað hvar þetta kemur upp.“ Hjördís segir mest velta á hraunrennslinu og hversu hratt það fer yfir. Spurð að því hvort gosið ógni öðru en Grindavíkurvegi ítrekar Hjördís að gos séu alltaf hættuleg. Varðandi innviði þá sé Njarðvíkuræðin næst gosinu en hún sé fergjuð og það muni koma í ljós, ef að gosið heldur áfram, hversu vel það heldur. „En við munum upplýsa fólk bara mjög vel núna, næstu klukkutímana, um stöðuna.“ Hjördís segir rýminguna hafa gengið vel. „Það hefur verið gist í svona um 50 til 60 húsum á nóttinni núna undanfarnar vikur. Og þetta gekk bara vel, enda gert í eins miklum rólegheitum og hægt er. Það var ekki talin nein hætta, það er að segja fólk vissi hver staðan var, þannig að jú, jú þetta gekk allt saman vel.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Náttúruhamfarir Bítið Almannavarnir Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Sjá meira
Gosið hefði komið upp á „góðum“ stað, þótt það væri kannski skrýtið að tala um „góðan“ í þessu samhengi. „En svo fer þetta hratt yfir og er nú þegar farið yfir Grindavíkurveg. Og ef þetta heldur svona áfram fer fólk náttúrulega að velta fyrir sér: Hvað svo? Og það er búið að vera í alla nótt pælingar.“ Dregið hefur úr virkninni en Hjördís var spurð að því í Bítinu í morgun hvort gosið hefði byrjað með hvelli, líkt og áður hefur gerst. „Já, það má eiginlega segja það. Fyrirvarinn var rosalega stuttur en það er svo sem eitthvað sem við höfum verið að tala um núna undanfarna mánuði, að fyrirvari gæti orðið alltaf styttri og styttri. Og það þýðir að við höfum áhyggjur af viðbragðstímanum, að koma fólki í burtu. Því enginn getur vitað hvar þetta kemur upp.“ Hjördís segir mest velta á hraunrennslinu og hversu hratt það fer yfir. Spurð að því hvort gosið ógni öðru en Grindavíkurvegi ítrekar Hjördís að gos séu alltaf hættuleg. Varðandi innviði þá sé Njarðvíkuræðin næst gosinu en hún sé fergjuð og það muni koma í ljós, ef að gosið heldur áfram, hversu vel það heldur. „En við munum upplýsa fólk bara mjög vel núna, næstu klukkutímana, um stöðuna.“ Hjördís segir rýminguna hafa gengið vel. „Það hefur verið gist í svona um 50 til 60 húsum á nóttinni núna undanfarnar vikur. Og þetta gekk bara vel, enda gert í eins miklum rólegheitum og hægt er. Það var ekki talin nein hætta, það er að segja fólk vissi hver staðan var, þannig að jú, jú þetta gekk allt saman vel.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Náttúruhamfarir Bítið Almannavarnir Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Sjá meira