Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar 21. nóvember 2024 12:47 Í gær skrifaði ráðherra háskóla, iðnaðar og nýsköpunar grein þar sem hún telur engan vafa liggja á því að fyrirtæki eins og Intuens og Greenfit geti létt á heilbrigðiskerfinu. Það að ráðherra haldi að það teljist til jákvæðrar nýsköpunar í heilbrigðisgeiranum að taka blóðprufur útí bláinn og að fólk geti fengið tilefnislausa segulómun af öllum líkamanum lýsir alveg gífurlegri vanþekkingu á þessum málaflokki og fer ansi frjálslega með orðið nýsköpun. Það stingur í auga að ráðherra finnist enginn vafi leika á þessari fullyrðingu sinni að umrædd fyrirtæki létti á heilbrigðiskerfinu þrátt fyrir að stjórn Læknafélags Íslands, Félag heimilislækna, Félags íslenskra krabbameinslækna og Félag röntgenlækna hafi harðlega gagnrýnt Intuens og starfsleyfi þess. Ástæða gagnrýnarinnar er meðal annars álagsaukning í heilbrigðiskerfinu, þvert á orð ráðherrans. Grein ráðherra lýsir skammsýni og vanþekkingu. Ráðherra heldur því fram að læknar séu á móti slíkum rannsóknum til að halda einokunarstöðu á markaði. Niðurstöður þessara rannsókna enda þó einmitt á borði lækna sem pöntuðu aldrei þessar blóðprufur eða þessa segulómun. Því hvað á fólk að gera við niðurstöðurnar? Þessi svokölluðu nýsköpunarfyrirtæki geta ekkert gert við þær og kunna ekki að túlka þær. Í þessum umræddu ástandsskoðunum, finnast oft á tíðum saklausar breytingar sem geta krafist frekari, í flestum tilvikum, óþarfra inngripa. Öllum inngripum fylgir áhætta og sumir bera skaða af. Ríkisrekna heilbrigðiskerfið okkar, kostað af skattpening, fer í að rannsaka þessar breytingar með tilheyrandi kostnaði fyrir samfélagið og á sálarlíf einstaklingsins. Oflækningar eru dýrar og valda einstaklingum skaða. Þess vegna mæla vísindin á móti þeim. Ég veit ekki um þann lækni sem hefur pantað af sér segulómun af öllum líkamanum, enda vitum við áhættuna sem að fylgir því fyrir okkur persónulega, kostnaðinn fyrir samfélagið og meðvituð um að rannsóknir sýna ekki fram á neinn ábata af slíkri „skimun”. Nýsköpun í heilbrigðiskerfinu er af hinu góða og má efla. Embætti Landlæknis styður við nýsköpun og má þar nefna „Hackathon“ þar sem nýsköpunarfyrirtæki og til að mynda Landspítali og Háskóli Íslands hafa komið saman til að búa til lausnir við þeim vandamálum sem steðja að heilbrigðiskerfinu. Fyrirtæki eins og Greenfit og Intuens taka hins vegar ekki þátt í því að leysa vandamál en búa þau til í staðinn. Að nota orðið einokun eins og um samkeppnismarkað sé um að ræða er fjarstæðukennt. Ég sem spítalalæknir er ekki í samkeppni um sjúklingana mína, ég myndi gjarnan vilja að þeir þyrftu ekki á þjónustu minni að halda. Ég vil byggja upp heilbrigðiskerfi þar sem þeim fækkar sem þurfa að leita til mín. Það fæst með því að efla heilsugæsluna, ásamt því að styrkja forvarnir og efla skimanir sem hafa á bak við sig gagnreynda þekkingu. Höfundur er spítalalæknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Sjá meira
Í gær skrifaði ráðherra háskóla, iðnaðar og nýsköpunar grein þar sem hún telur engan vafa liggja á því að fyrirtæki eins og Intuens og Greenfit geti létt á heilbrigðiskerfinu. Það að ráðherra haldi að það teljist til jákvæðrar nýsköpunar í heilbrigðisgeiranum að taka blóðprufur útí bláinn og að fólk geti fengið tilefnislausa segulómun af öllum líkamanum lýsir alveg gífurlegri vanþekkingu á þessum málaflokki og fer ansi frjálslega með orðið nýsköpun. Það stingur í auga að ráðherra finnist enginn vafi leika á þessari fullyrðingu sinni að umrædd fyrirtæki létti á heilbrigðiskerfinu þrátt fyrir að stjórn Læknafélags Íslands, Félag heimilislækna, Félags íslenskra krabbameinslækna og Félag röntgenlækna hafi harðlega gagnrýnt Intuens og starfsleyfi þess. Ástæða gagnrýnarinnar er meðal annars álagsaukning í heilbrigðiskerfinu, þvert á orð ráðherrans. Grein ráðherra lýsir skammsýni og vanþekkingu. Ráðherra heldur því fram að læknar séu á móti slíkum rannsóknum til að halda einokunarstöðu á markaði. Niðurstöður þessara rannsókna enda þó einmitt á borði lækna sem pöntuðu aldrei þessar blóðprufur eða þessa segulómun. Því hvað á fólk að gera við niðurstöðurnar? Þessi svokölluðu nýsköpunarfyrirtæki geta ekkert gert við þær og kunna ekki að túlka þær. Í þessum umræddu ástandsskoðunum, finnast oft á tíðum saklausar breytingar sem geta krafist frekari, í flestum tilvikum, óþarfra inngripa. Öllum inngripum fylgir áhætta og sumir bera skaða af. Ríkisrekna heilbrigðiskerfið okkar, kostað af skattpening, fer í að rannsaka þessar breytingar með tilheyrandi kostnaði fyrir samfélagið og á sálarlíf einstaklingsins. Oflækningar eru dýrar og valda einstaklingum skaða. Þess vegna mæla vísindin á móti þeim. Ég veit ekki um þann lækni sem hefur pantað af sér segulómun af öllum líkamanum, enda vitum við áhættuna sem að fylgir því fyrir okkur persónulega, kostnaðinn fyrir samfélagið og meðvituð um að rannsóknir sýna ekki fram á neinn ábata af slíkri „skimun”. Nýsköpun í heilbrigðiskerfinu er af hinu góða og má efla. Embætti Landlæknis styður við nýsköpun og má þar nefna „Hackathon“ þar sem nýsköpunarfyrirtæki og til að mynda Landspítali og Háskóli Íslands hafa komið saman til að búa til lausnir við þeim vandamálum sem steðja að heilbrigðiskerfinu. Fyrirtæki eins og Greenfit og Intuens taka hins vegar ekki þátt í því að leysa vandamál en búa þau til í staðinn. Að nota orðið einokun eins og um samkeppnismarkað sé um að ræða er fjarstæðukennt. Ég sem spítalalæknir er ekki í samkeppni um sjúklingana mína, ég myndi gjarnan vilja að þeir þyrftu ekki á þjónustu minni að halda. Ég vil byggja upp heilbrigðiskerfi þar sem þeim fækkar sem þurfa að leita til mín. Það fæst með því að efla heilsugæsluna, ásamt því að styrkja forvarnir og efla skimanir sem hafa á bak við sig gagnreynda þekkingu. Höfundur er spítalalæknir.
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun