Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Samúel Karl Ólason skrifar 21. nóvember 2024 15:54 Sarah McBride er fyrsta transkona sem kjörinn er á þing í Bandaríkjunum. AP/Mark Schiefelbein Forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, ætlar að breyta reglum þingsins svo transkonur megi ekki nota kvennaklósett og skiptiklefa í þinghúsinu. Er það skömmu áður en fyrsta trans þingkonan tekur embætti. Sarah McBride varð fyrr í þessum mánuði fyrsta transkonan til að ná kjöri á þing í Bandaríkjunum. Hún er þingkona fyrir Demókrataflokkinn frá Delaware. Nancy Mace, þingkona Repúblikanaflokksins frá Suður-Karólínu, lagði í vikunni fram tillögu um að McBride yrði meinaður aðgangur að kvennaklósettum og skiptiklefum í þinghúsinu. Hún lýsti því opinberlega yfir að tillagan væri tilkomin vegna McBride. „Sara McBride fær engu um þetta ráðið,“ sagði Mace á mánudag. „Ég meina, líffræðilega er þetta karlmaður.“ Hún sagði McBride ekki eiga heima í rýmum fyrir konur. „Punktur.“ Mike Johnson, þingforseti, lýsti því yfir í gær að reglurnar yrðu þannig að McBride fengi ekki að nota kvennaklósett og skiptiklefa í þinghúsinu. „Konur eiga skilið svæði sem eru eingöngu fyrir konur,“ sagði Johnson. Degi áður hafði hann neitað því að trans-kona væri kona en sagði að koma ætti fram við alla með reisn og af virðingu. Johnson: A man is a man and a woman is a woman. pic.twitter.com/qonp2XhVsK— Acyn (@Acyn) November 19, 2024 McBride sjálf átti von á árásum frá öfgafullum Repúblikönum á þingi en samkvæmt New York Times bjóst hún ekki við því að þeir myndu byrja áður en hún væri í raun búin að taka við embætti, en það gerir hún í janúar. Í viðtali við CBC í dag benti McBride á að transfólk hefði unnið í þinghúsinu um árabil og það hefði aldrei verið stórt mál í augum Repúblikana, fyrr en nú. Í yfirlýsingu sem hún sendi frá sér í gærkvöldi sagðist McBride ætla að fylgja reglum þingsins, þó hún væri ósammála þeim. Hún hefði ekki verið kjörin á þing til að berjast um klósett, heldur vinna í þágu íbúa Delaware. Þá sagði hún þetta mál vera til þess ætlað að draga athygli frá raunverulegum vandamálum Bandaríkjanna. I’m not here to fight about bathrooms. I’m here to fight for Delawareans and to bring down costs facing families. pic.twitter.com/bCuv7pIZBY— Sarah McBride (@SarahEMcBride) November 20, 2024 Repúblikanar hafa gert það að herja á trans-fólk stóran hluta af kosningabaráttu þeirra á undanförnum árum. Í fulltrúadeildinni hafa þingmenn flokksins ítrekað lagt fram frumvörp um að fella úr gildi réttindi trans-fólks og svipaða sögu er að segja af Repúblikönum í ríkisþingum, víðsvegar um Bandaríkin, eins og fram kemur í frétt New York Times. Donald Trump talaði ítrekað gegn trans-fólki í kosningabaráttu sinni fyrir forsetakosningarnar, sem hann vann. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Málefni trans fólks Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sjá meira
Sarah McBride varð fyrr í þessum mánuði fyrsta transkonan til að ná kjöri á þing í Bandaríkjunum. Hún er þingkona fyrir Demókrataflokkinn frá Delaware. Nancy Mace, þingkona Repúblikanaflokksins frá Suður-Karólínu, lagði í vikunni fram tillögu um að McBride yrði meinaður aðgangur að kvennaklósettum og skiptiklefum í þinghúsinu. Hún lýsti því opinberlega yfir að tillagan væri tilkomin vegna McBride. „Sara McBride fær engu um þetta ráðið,“ sagði Mace á mánudag. „Ég meina, líffræðilega er þetta karlmaður.“ Hún sagði McBride ekki eiga heima í rýmum fyrir konur. „Punktur.“ Mike Johnson, þingforseti, lýsti því yfir í gær að reglurnar yrðu þannig að McBride fengi ekki að nota kvennaklósett og skiptiklefa í þinghúsinu. „Konur eiga skilið svæði sem eru eingöngu fyrir konur,“ sagði Johnson. Degi áður hafði hann neitað því að trans-kona væri kona en sagði að koma ætti fram við alla með reisn og af virðingu. Johnson: A man is a man and a woman is a woman. pic.twitter.com/qonp2XhVsK— Acyn (@Acyn) November 19, 2024 McBride sjálf átti von á árásum frá öfgafullum Repúblikönum á þingi en samkvæmt New York Times bjóst hún ekki við því að þeir myndu byrja áður en hún væri í raun búin að taka við embætti, en það gerir hún í janúar. Í viðtali við CBC í dag benti McBride á að transfólk hefði unnið í þinghúsinu um árabil og það hefði aldrei verið stórt mál í augum Repúblikana, fyrr en nú. Í yfirlýsingu sem hún sendi frá sér í gærkvöldi sagðist McBride ætla að fylgja reglum þingsins, þó hún væri ósammála þeim. Hún hefði ekki verið kjörin á þing til að berjast um klósett, heldur vinna í þágu íbúa Delaware. Þá sagði hún þetta mál vera til þess ætlað að draga athygli frá raunverulegum vandamálum Bandaríkjanna. I’m not here to fight about bathrooms. I’m here to fight for Delawareans and to bring down costs facing families. pic.twitter.com/bCuv7pIZBY— Sarah McBride (@SarahEMcBride) November 20, 2024 Repúblikanar hafa gert það að herja á trans-fólk stóran hluta af kosningabaráttu þeirra á undanförnum árum. Í fulltrúadeildinni hafa þingmenn flokksins ítrekað lagt fram frumvörp um að fella úr gildi réttindi trans-fólks og svipaða sögu er að segja af Repúblikönum í ríkisþingum, víðsvegar um Bandaríkin, eins og fram kemur í frétt New York Times. Donald Trump talaði ítrekað gegn trans-fólki í kosningabaráttu sinni fyrir forsetakosningarnar, sem hann vann.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Málefni trans fólks Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sjá meira