Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar 21. nóvember 2024 16:47 Álag í starfi, streita og kulnun er áhyggjuefni og kostnaðarsamt bæði fyrir einstaklinga og samfélagið í heild sinni. Það er alvarlegt þegar fagfólk treystir sér ekki lengur til að starfa við fagið sem það menntaði sig til. Afleiðingar slíks álag hafa áhrif á líf fólks, m.a. fjölskyldu og félagsleg tengsl svo ekki sé talað um tekjumissi. Stofnanir og fyrirtæki glíma við aðhaldskröfur og geta oft ekki ráðið inn afleysingarfólk vegna veikindaleyfa sem veldur auknu álagi á þá starfsmenn sem fyrir eru. Skapast getur hringrás sem veldur því að verðmætur mannauður tapast með neikvæðum áhrifum á gæði þjónustu og framþróun. Kostnaður er bæði bein fjarvera frá vinnu, ásókn í sjúkrasjóði og kostnaður sem leggst á einstaklinginn og hans fjöskyldu. Samfélagið ber líka ýmsan beinan og óbeinan kostnað ásamt því að auka álag á heilbrigðiskerfið og endurhæfingarþjónustu. Flest þekkjum við einhvern sem hefur farið í veikindaleyfi sökum álags og stundum leiðir það til endanlegs brotthvarfs af vinnumarkaði. Handleiðsla er faggrein sem beinir sjónum sínum að samskiptum milli fagfólks, faglegum verkefnum og stofnanamenningu. Handleiðsla veitir tíma og rými til að ígrunda fagleg vinnubrögð í flóknum aðstæðum. Hún stuðlar að þróun fagfólks, teyma og stofnana og er brýning til fagfólks að skerpa fagleg vinnubrögð. Handleiðsla stuðlar að auknum gæðum í þjónustu og er nýtt til að ígrunda þegar taka þarf flóknar ákvarðanir, hvort sem um er að ræða einstaklingsmál eða þróun þjónustu. Handleiðsla er forvörn gegn streitu og kulnun í starfi og því best að sækja handleiðslu áður en einkenni gera vart við sig. Ef einkenni eru til staðar þá er handleiðsla gagnreynd aðferð sem getur átt stóran þátt í að vinda ofan af þessum einkennum þegar þau mælast yfir klínískum viðmiðum. Líðan í starfi er samstarfsverkefni einstaklinga og atvinnurekanda og því oft nauðsynlegt að hafa skýra handleiðslustefnu á vinnustað til að stuðla að forvörnum og eflingu í starfi. Dagur handleiðslu í Evrópu Fimmtudagurinn 21. nóvember er dagur handleiðslu í Evrópu en Evrópusamtök handleiðara ANSE (e. Association for National Organisations for Supervision in Europe - ANSE) voru stofnuð á þessum degi árið 1997. Handleiðslufélag Íslands var samþykkt með fulla aðild að samtökunum þann 19. október síðast liðinn á aðalfundi samtakanna í París, en hafði verið með samstarfsaðild að ANSE frá árinu 2014. Hlutverk ANSE og landssamtaka í hverju landi eru að tryggja gæði og faglega þjónustu handleiðara og stuðla að þróun handleiðslu í Evrópu. Handleiðarar innan ANSE eru þverfaglegur hópur fagfólks sem á það sameiginlegt að hafa sótt sér formlega menntun og þjálfun á sviði handleiðslu. ANSE gaf árið 2008 út viðmið fyrir hvað nám í handleiðslu þarf að uppfylla til að teljast viðurkennt og hefur uppfært viðmiðið reglulega, nú síðast á aðalfundi 2024. Diplómanám í handleiðslufræðum við Félagsrágðjafardeild Háskóla Íslands uppfyllir þessi viðmið. Handleiðslufélag Íslands Handleiðslufélag Íslands var stofnað árið 2000. Félagið samþykkti siðareglur fyrir félagið á stofnfundi en á aðalfundi í maí 2023 voru uppfærðar siðareglur samþykktar. Félagið er ætlað fagfólki með löggilt starfsréttindi svo sem félagsráðgjöfum, hjúkrunarfræðingum, kennurum, læknum, prestum/guðfræðingum, iðjuþjálfum, sálfræðingum og sjúkraþjálfurum sem hafa lokið viðurkenndu viðbótarnámi í handleiðslufræðum. Víða erlendis kaupa fyrirtæki, sveitarfélög og stofnanir eingöngu handleiðslu af viðurkenndum handleiðurum sem eru á lista yfir handleiðara hjá sínu landsfélagi. Á Íslandi má finna viðurkennda handleiða á heimasíðunni www.handleidsla.is Í öðrum löndum þekkist það einnig að fagfólki er skylt að sækja handleiðslu auk lámarks sí- og endurmenntunar árlega til að viðhalda réttindum sínum og aðild að fag- og stéttarfélögum. Á Íslandi eru slíkar kröfur því miður ekki enn farnar að festa sig í sessi en umræðan innan ýmissa fagstétta er þó löngu farin af stað. Handleiðslufélag Íslands vinnur nú að mótun gæðastefnu og gæðaviðmiða fyrir félagið, en ANSE hefur gefið út gæðaleiðbeiningar sem landsfélögin taka mið af. Í dag er fræðslufundur hjá Handleiðslufélagi Íslands sem ber yfirskriftina ,,Hinn handleiddi segir frá og handleiðari tjáir sig“ – Orðræðan um handleiðslu. Fræðslufundurinn hefst kl. 17:00 að Vegmúla 3, 108 Reykjavík og stendur til kl. 19:00. Stjórn Handleiðslufélags Íslands óskar öllum handleiðurum á Íslandi til hamingju með Evrópudag handleiðara. Sveindís Anna Jóhannsdóttir, formaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Draugagangur Fanney Birna Jónsdóttir Fastir pennar Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Sjá meira
Álag í starfi, streita og kulnun er áhyggjuefni og kostnaðarsamt bæði fyrir einstaklinga og samfélagið í heild sinni. Það er alvarlegt þegar fagfólk treystir sér ekki lengur til að starfa við fagið sem það menntaði sig til. Afleiðingar slíks álag hafa áhrif á líf fólks, m.a. fjölskyldu og félagsleg tengsl svo ekki sé talað um tekjumissi. Stofnanir og fyrirtæki glíma við aðhaldskröfur og geta oft ekki ráðið inn afleysingarfólk vegna veikindaleyfa sem veldur auknu álagi á þá starfsmenn sem fyrir eru. Skapast getur hringrás sem veldur því að verðmætur mannauður tapast með neikvæðum áhrifum á gæði þjónustu og framþróun. Kostnaður er bæði bein fjarvera frá vinnu, ásókn í sjúkrasjóði og kostnaður sem leggst á einstaklinginn og hans fjöskyldu. Samfélagið ber líka ýmsan beinan og óbeinan kostnað ásamt því að auka álag á heilbrigðiskerfið og endurhæfingarþjónustu. Flest þekkjum við einhvern sem hefur farið í veikindaleyfi sökum álags og stundum leiðir það til endanlegs brotthvarfs af vinnumarkaði. Handleiðsla er faggrein sem beinir sjónum sínum að samskiptum milli fagfólks, faglegum verkefnum og stofnanamenningu. Handleiðsla veitir tíma og rými til að ígrunda fagleg vinnubrögð í flóknum aðstæðum. Hún stuðlar að þróun fagfólks, teyma og stofnana og er brýning til fagfólks að skerpa fagleg vinnubrögð. Handleiðsla stuðlar að auknum gæðum í þjónustu og er nýtt til að ígrunda þegar taka þarf flóknar ákvarðanir, hvort sem um er að ræða einstaklingsmál eða þróun þjónustu. Handleiðsla er forvörn gegn streitu og kulnun í starfi og því best að sækja handleiðslu áður en einkenni gera vart við sig. Ef einkenni eru til staðar þá er handleiðsla gagnreynd aðferð sem getur átt stóran þátt í að vinda ofan af þessum einkennum þegar þau mælast yfir klínískum viðmiðum. Líðan í starfi er samstarfsverkefni einstaklinga og atvinnurekanda og því oft nauðsynlegt að hafa skýra handleiðslustefnu á vinnustað til að stuðla að forvörnum og eflingu í starfi. Dagur handleiðslu í Evrópu Fimmtudagurinn 21. nóvember er dagur handleiðslu í Evrópu en Evrópusamtök handleiðara ANSE (e. Association for National Organisations for Supervision in Europe - ANSE) voru stofnuð á þessum degi árið 1997. Handleiðslufélag Íslands var samþykkt með fulla aðild að samtökunum þann 19. október síðast liðinn á aðalfundi samtakanna í París, en hafði verið með samstarfsaðild að ANSE frá árinu 2014. Hlutverk ANSE og landssamtaka í hverju landi eru að tryggja gæði og faglega þjónustu handleiðara og stuðla að þróun handleiðslu í Evrópu. Handleiðarar innan ANSE eru þverfaglegur hópur fagfólks sem á það sameiginlegt að hafa sótt sér formlega menntun og þjálfun á sviði handleiðslu. ANSE gaf árið 2008 út viðmið fyrir hvað nám í handleiðslu þarf að uppfylla til að teljast viðurkennt og hefur uppfært viðmiðið reglulega, nú síðast á aðalfundi 2024. Diplómanám í handleiðslufræðum við Félagsrágðjafardeild Háskóla Íslands uppfyllir þessi viðmið. Handleiðslufélag Íslands Handleiðslufélag Íslands var stofnað árið 2000. Félagið samþykkti siðareglur fyrir félagið á stofnfundi en á aðalfundi í maí 2023 voru uppfærðar siðareglur samþykktar. Félagið er ætlað fagfólki með löggilt starfsréttindi svo sem félagsráðgjöfum, hjúkrunarfræðingum, kennurum, læknum, prestum/guðfræðingum, iðjuþjálfum, sálfræðingum og sjúkraþjálfurum sem hafa lokið viðurkenndu viðbótarnámi í handleiðslufræðum. Víða erlendis kaupa fyrirtæki, sveitarfélög og stofnanir eingöngu handleiðslu af viðurkenndum handleiðurum sem eru á lista yfir handleiðara hjá sínu landsfélagi. Á Íslandi má finna viðurkennda handleiða á heimasíðunni www.handleidsla.is Í öðrum löndum þekkist það einnig að fagfólki er skylt að sækja handleiðslu auk lámarks sí- og endurmenntunar árlega til að viðhalda réttindum sínum og aðild að fag- og stéttarfélögum. Á Íslandi eru slíkar kröfur því miður ekki enn farnar að festa sig í sessi en umræðan innan ýmissa fagstétta er þó löngu farin af stað. Handleiðslufélag Íslands vinnur nú að mótun gæðastefnu og gæðaviðmiða fyrir félagið, en ANSE hefur gefið út gæðaleiðbeiningar sem landsfélögin taka mið af. Í dag er fræðslufundur hjá Handleiðslufélagi Íslands sem ber yfirskriftina ,,Hinn handleiddi segir frá og handleiðari tjáir sig“ – Orðræðan um handleiðslu. Fræðslufundurinn hefst kl. 17:00 að Vegmúla 3, 108 Reykjavík og stendur til kl. 19:00. Stjórn Handleiðslufélags Íslands óskar öllum handleiðurum á Íslandi til hamingju með Evrópudag handleiðara. Sveindís Anna Jóhannsdóttir, formaður
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar