Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lovísa Arnardóttir skrifar 21. nóvember 2024 22:23 Katrín og Björgvin fara með aðalhlutverkin í söngleiknum. Grímur Bjarnason Björgvin Franz Gíslason leikari varð fyrir því óhappi á sýningu Ellýjar í Borgarleikhúsinu að detta í miðri sýningu. Leikarinn virtist þó finna fljótt út úr því og stóð strax upp. Sjálfur segir hann þetta hafa verið „eitt lélegasta fall leikhússögunnar“. Gísli Örn Garðarsson leikstjóri sýningarinnar deildi myndbandi af fallinu á Facebook-síðu sinni í kvöld. Björgvin Franz skrifar þar undir athugasemd auk fleiri aðila. Nína Dögg Filippusdóttir leikkona hlær að fallinu og Elma Lísa Gunnarsdóttir segist „dýrka hann“. Myndband af atvikinu má sjá hér að neðan. Söngleikurinn Ellý er tímabundið aftur á stóra sviði Borgarleikhússins. Sýningin, í leikstjórn Gísla Arnar Garðarssonar eftir handriti Gísla og Ólafs Egils Egilssona, naut gríðarlegra vinsælda á sínum tíma þar sem hver salurinn seldist upp á fætur öðrum. Svo vel gekk að sýningin sló áhorfendamet í Borgarleikhúsinu í júní árið 2019, en hún var frumsýnd þann 18. mars 2017. Áhorfendafjöldinn var 104.446 að lokinni lokasýningu. „Erfiðast var að horfa upp á hljómsveitina í kasti og í lokin flýr Gummi út og grætur úr hlátri baksviðs. Ég fer svo á bakvið og öskurgræt úr hlàtri og þarf svo að syngja Söknuð mínútu síðar. Örugglega eitt það erfiðasta sem ég hef gert á sviði,“ segir Björgvin Franz á Facebook. Leikhús Menning Mest lesið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Michael Madsen er látinn Lífið Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf Fleiri fréttir Staðfesta sambandsslitin Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Sjá meira
Gísli Örn Garðarsson leikstjóri sýningarinnar deildi myndbandi af fallinu á Facebook-síðu sinni í kvöld. Björgvin Franz skrifar þar undir athugasemd auk fleiri aðila. Nína Dögg Filippusdóttir leikkona hlær að fallinu og Elma Lísa Gunnarsdóttir segist „dýrka hann“. Myndband af atvikinu má sjá hér að neðan. Söngleikurinn Ellý er tímabundið aftur á stóra sviði Borgarleikhússins. Sýningin, í leikstjórn Gísla Arnar Garðarssonar eftir handriti Gísla og Ólafs Egils Egilssona, naut gríðarlegra vinsælda á sínum tíma þar sem hver salurinn seldist upp á fætur öðrum. Svo vel gekk að sýningin sló áhorfendamet í Borgarleikhúsinu í júní árið 2019, en hún var frumsýnd þann 18. mars 2017. Áhorfendafjöldinn var 104.446 að lokinni lokasýningu. „Erfiðast var að horfa upp á hljómsveitina í kasti og í lokin flýr Gummi út og grætur úr hlátri baksviðs. Ég fer svo á bakvið og öskurgræt úr hlàtri og þarf svo að syngja Söknuð mínútu síðar. Örugglega eitt það erfiðasta sem ég hef gert á sviði,“ segir Björgvin Franz á Facebook.
Leikhús Menning Mest lesið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Michael Madsen er látinn Lífið Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf Fleiri fréttir Staðfesta sambandsslitin Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Sjá meira