„Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sindri Sverrisson skrifar 22. nóvember 2024 10:00 Vasilis Spanoulis er landsliðsþjálfari Grikklands, sem óvænt tapaði fyrir Bretlandi í gærkvöld. Getty/Alex Gottschalk Bretar unnu afar óvæntan endurkomusigur gegn hinni miklu körfuboltaþjóð Grikkjum í gærkvöld, 73-72, í undankeppni EM karla í körfubolta. Þjálfari Grikklands spyr sig hvernig liðið eigi að komast á EM ef það geti ekki notað landsliðsmennina sína. Grikkland náði 17 stiga forskoti í Lundúnum í gær, 39-22, en Bretar, sem ekki eru þekktir fyrir afrek í körfubolta, náðu að snúa stöðunni sér í vil og áttu meðal annars 21-3 kafla sem kom þeim tíu stigum yfir í leiknum. Þeir náðu svo að hanga á forystunni í lokin og tryggja sér sinn annan sigur í undankeppninni. Grikkland, Bretland og Tékkland eru því með tvo sigra hvert eftir þrjár umferðir af sex, en Hollendingar neðstir og án sigurs. Í lið Grikklands í gær vantaði margar af helstu stjörnunum og þar á meðal auðvitað Giannis Antetokounmpo en einnig fjölda annarra leikmanna sem spila með félagsliðum í Euroleague. Aðeins þrír leikmenn voru í hópnum í gær úr Ólympíuhópnum í París í sumar. Kallar eftir fleiri lykilmönnum Engu að síður er sigur Breta afar óvæntur en þeir eru í 50. sæti heimslistans á meðan að Grikkland er í 13. sæti. „Við flýttum okkur of mikið og létum boltann ekki ganga nógu vel. Við vorum líka hikandi og áttum erfitt með að taka ákvarðanir. Núna verðum við að vinna á sunnudaginn,“ sagði Vassilis Spanoulis, þjálfari Grikklands, en liðið tekur á móti Bretlandi á sunnudaginn. Hann er óánægður með að fá ekki fleiri leikmenn frá liðum sem spla í Euroleague, bestu Evrópukeppni félagsliða. Sú deild er einkarekin og tekur ekki tillit til landsleikjadaga, ekki frekar en NBA-deildin. „Ég er að bíða eftir mönnum. Í gær spilaði [Tornike] Sengelia í Euroleague en svo með landsliði Georgíu í dag. Hvernig eigum við að komast á EM ef að landsliðsmennirnir okkar eru ekki í landsliðinu? Ef þeir eru ekki meiddir eða þreyttir þá vil ég að þeir komi og hjálpi. Það eru öll liðin hérna góð. Núna skoðum við hvað við gerðum rangt og reynum að landa sigri sem núna er mjög mikilvægt fyrir okkur,“ sagði Spanoulis. Undankeppni EM stendur nú yfir og leikur Ísland á móti Ítalíu í Laugardalshöll í kvöld, í leik sem hefst klukkan 19:30. EM 2025 í körfubolta Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Fótbolti Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Fótbolti Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn Fleiri fréttir Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Sjá meira
Grikkland náði 17 stiga forskoti í Lundúnum í gær, 39-22, en Bretar, sem ekki eru þekktir fyrir afrek í körfubolta, náðu að snúa stöðunni sér í vil og áttu meðal annars 21-3 kafla sem kom þeim tíu stigum yfir í leiknum. Þeir náðu svo að hanga á forystunni í lokin og tryggja sér sinn annan sigur í undankeppninni. Grikkland, Bretland og Tékkland eru því með tvo sigra hvert eftir þrjár umferðir af sex, en Hollendingar neðstir og án sigurs. Í lið Grikklands í gær vantaði margar af helstu stjörnunum og þar á meðal auðvitað Giannis Antetokounmpo en einnig fjölda annarra leikmanna sem spila með félagsliðum í Euroleague. Aðeins þrír leikmenn voru í hópnum í gær úr Ólympíuhópnum í París í sumar. Kallar eftir fleiri lykilmönnum Engu að síður er sigur Breta afar óvæntur en þeir eru í 50. sæti heimslistans á meðan að Grikkland er í 13. sæti. „Við flýttum okkur of mikið og létum boltann ekki ganga nógu vel. Við vorum líka hikandi og áttum erfitt með að taka ákvarðanir. Núna verðum við að vinna á sunnudaginn,“ sagði Vassilis Spanoulis, þjálfari Grikklands, en liðið tekur á móti Bretlandi á sunnudaginn. Hann er óánægður með að fá ekki fleiri leikmenn frá liðum sem spla í Euroleague, bestu Evrópukeppni félagsliða. Sú deild er einkarekin og tekur ekki tillit til landsleikjadaga, ekki frekar en NBA-deildin. „Ég er að bíða eftir mönnum. Í gær spilaði [Tornike] Sengelia í Euroleague en svo með landsliði Georgíu í dag. Hvernig eigum við að komast á EM ef að landsliðsmennirnir okkar eru ekki í landsliðinu? Ef þeir eru ekki meiddir eða þreyttir þá vil ég að þeir komi og hjálpi. Það eru öll liðin hérna góð. Núna skoðum við hvað við gerðum rangt og reynum að landa sigri sem núna er mjög mikilvægt fyrir okkur,“ sagði Spanoulis. Undankeppni EM stendur nú yfir og leikur Ísland á móti Ítalíu í Laugardalshöll í kvöld, í leik sem hefst klukkan 19:30.
EM 2025 í körfubolta Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Fótbolti Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Fótbolti Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn Fleiri fréttir Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Sjá meira