Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar 22. nóvember 2024 10:00 Alþingi samþykkti fjárlög á mánudag og staðfesti þar með aukin framlög til Strætó fyrir næsta ár. Það er í samræmi við uppfærðan samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins. Þetta þýðir að Strætó mun hefja innleiðingu á nýju leiðarkerfi þegar á næsta ári og auka tíðni á fjölda leiða. Það er gert til að bæta þjónustu, gera Strætó að betri valkosti fyrir fleiri og hefja sókn í almenningssamgöngum sem standa mun næstu ár, fram að þeim tíma sem Borgarlína mun byrja að keyra. Hver er breytingin á næsta ári? Nú búa um 93% íbúa á höfuðborgarsvæðinu innan við 400 m frá strætóstöð. Aðeins 16% íbúa búa hins vegar innan við 400 m frá leið sem ekur á 10 mínútna tíðni eða oftar á annatíma. Með eflingu Strætó á næsta ári mun þetta gjörbreytast. Í stað þess að 16% íbúa búi nærri stöð þar sem tíðni er 10 mínútur eða oftar á annatíma nær þessi bætta þjónusta til 50% allra íbúa höfuðborgarsvæðisins. Þetta leiðir af aukinni tíðni á leiðum 3, 5, 6 og 12, auk leiðar 1. Tíðni verður einnig aukin á leiðum 19, 21 og 24 sem munu nú aka á 15 mínútna fresti. Borgarlínu-framkvæmdir hefjast Útboð fyrir Fossvogsbrú hefur verið auglýst og umhverfismat Borgarlínu jafnframt. Framkvæmdir við fyrsta áfanga Borgarlínu hefjast á næsta ári. Efling Strætó og tilkoma Borgarlína verður sú bylting í gæðum almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu sem lengi hefur verið kallað eftir. Til viðbótar fól uppfærsla sáttmálans í sér stóraukin framlög til heildstæðs 100 km nets hjólastíga sem verða 36 milljarðar. Miklabraut mun fara í göng frá Grensásvegi til Landspítala sem mun hafa í för með sér lífsgæðabyltingu í Hlíðum og Háaleitishverfum. Bylting fyrir alla ferðamáta Samgöngusáttmálinn var lengi í fæðingu en er nú staðreynd. Honum þarf þó að fylgja fast eftir á Alþingi Íslendinga og í sveitarstjórnum og leita allra leiða til að flýta framkvæmdum hans. Þegar Borgarlina og stórefling Strætó skv. nýju leiðarkerfi hefur komist til framkvæmda munu alls 71% íbúa höfuðborgarsvæðisins búa innan við 400 m frá leiðum með 7-10 mínútna tíðni. Umferðin mun batna. Hljóðvist og loftgæði líka. Að ógleymdum jákvæðum áhrifum á útgjöld heimilanna að hafa öfluga valkosti af öllu tagi. Og áhrifin verða líka jákvæð fyrir þau sem keyra bíl. Og ganga eða hjóla. Við fáum í stuttu máli betri Reykjavík og betra og samkeppnishæfara höfuðborgarsvæði. Höfundur er frambjóðandi Samfylkingarinnar til Alþingis í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dagur B. Eggertsson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Borgarlína Strætó Mest lesið Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Alþingi samþykkti fjárlög á mánudag og staðfesti þar með aukin framlög til Strætó fyrir næsta ár. Það er í samræmi við uppfærðan samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins. Þetta þýðir að Strætó mun hefja innleiðingu á nýju leiðarkerfi þegar á næsta ári og auka tíðni á fjölda leiða. Það er gert til að bæta þjónustu, gera Strætó að betri valkosti fyrir fleiri og hefja sókn í almenningssamgöngum sem standa mun næstu ár, fram að þeim tíma sem Borgarlína mun byrja að keyra. Hver er breytingin á næsta ári? Nú búa um 93% íbúa á höfuðborgarsvæðinu innan við 400 m frá strætóstöð. Aðeins 16% íbúa búa hins vegar innan við 400 m frá leið sem ekur á 10 mínútna tíðni eða oftar á annatíma. Með eflingu Strætó á næsta ári mun þetta gjörbreytast. Í stað þess að 16% íbúa búi nærri stöð þar sem tíðni er 10 mínútur eða oftar á annatíma nær þessi bætta þjónusta til 50% allra íbúa höfuðborgarsvæðisins. Þetta leiðir af aukinni tíðni á leiðum 3, 5, 6 og 12, auk leiðar 1. Tíðni verður einnig aukin á leiðum 19, 21 og 24 sem munu nú aka á 15 mínútna fresti. Borgarlínu-framkvæmdir hefjast Útboð fyrir Fossvogsbrú hefur verið auglýst og umhverfismat Borgarlínu jafnframt. Framkvæmdir við fyrsta áfanga Borgarlínu hefjast á næsta ári. Efling Strætó og tilkoma Borgarlína verður sú bylting í gæðum almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu sem lengi hefur verið kallað eftir. Til viðbótar fól uppfærsla sáttmálans í sér stóraukin framlög til heildstæðs 100 km nets hjólastíga sem verða 36 milljarðar. Miklabraut mun fara í göng frá Grensásvegi til Landspítala sem mun hafa í för með sér lífsgæðabyltingu í Hlíðum og Háaleitishverfum. Bylting fyrir alla ferðamáta Samgöngusáttmálinn var lengi í fæðingu en er nú staðreynd. Honum þarf þó að fylgja fast eftir á Alþingi Íslendinga og í sveitarstjórnum og leita allra leiða til að flýta framkvæmdum hans. Þegar Borgarlina og stórefling Strætó skv. nýju leiðarkerfi hefur komist til framkvæmda munu alls 71% íbúa höfuðborgarsvæðisins búa innan við 400 m frá leiðum með 7-10 mínútna tíðni. Umferðin mun batna. Hljóðvist og loftgæði líka. Að ógleymdum jákvæðum áhrifum á útgjöld heimilanna að hafa öfluga valkosti af öllu tagi. Og áhrifin verða líka jákvæð fyrir þau sem keyra bíl. Og ganga eða hjóla. Við fáum í stuttu máli betri Reykjavík og betra og samkeppnishæfara höfuðborgarsvæði. Höfundur er frambjóðandi Samfylkingarinnar til Alþingis í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun