Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar 22. nóvember 2024 10:00 Alþingi samþykkti fjárlög á mánudag og staðfesti þar með aukin framlög til Strætó fyrir næsta ár. Það er í samræmi við uppfærðan samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins. Þetta þýðir að Strætó mun hefja innleiðingu á nýju leiðarkerfi þegar á næsta ári og auka tíðni á fjölda leiða. Það er gert til að bæta þjónustu, gera Strætó að betri valkosti fyrir fleiri og hefja sókn í almenningssamgöngum sem standa mun næstu ár, fram að þeim tíma sem Borgarlína mun byrja að keyra. Hver er breytingin á næsta ári? Nú búa um 93% íbúa á höfuðborgarsvæðinu innan við 400 m frá strætóstöð. Aðeins 16% íbúa búa hins vegar innan við 400 m frá leið sem ekur á 10 mínútna tíðni eða oftar á annatíma. Með eflingu Strætó á næsta ári mun þetta gjörbreytast. Í stað þess að 16% íbúa búi nærri stöð þar sem tíðni er 10 mínútur eða oftar á annatíma nær þessi bætta þjónusta til 50% allra íbúa höfuðborgarsvæðisins. Þetta leiðir af aukinni tíðni á leiðum 3, 5, 6 og 12, auk leiðar 1. Tíðni verður einnig aukin á leiðum 19, 21 og 24 sem munu nú aka á 15 mínútna fresti. Borgarlínu-framkvæmdir hefjast Útboð fyrir Fossvogsbrú hefur verið auglýst og umhverfismat Borgarlínu jafnframt. Framkvæmdir við fyrsta áfanga Borgarlínu hefjast á næsta ári. Efling Strætó og tilkoma Borgarlína verður sú bylting í gæðum almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu sem lengi hefur verið kallað eftir. Til viðbótar fól uppfærsla sáttmálans í sér stóraukin framlög til heildstæðs 100 km nets hjólastíga sem verða 36 milljarðar. Miklabraut mun fara í göng frá Grensásvegi til Landspítala sem mun hafa í för með sér lífsgæðabyltingu í Hlíðum og Háaleitishverfum. Bylting fyrir alla ferðamáta Samgöngusáttmálinn var lengi í fæðingu en er nú staðreynd. Honum þarf þó að fylgja fast eftir á Alþingi Íslendinga og í sveitarstjórnum og leita allra leiða til að flýta framkvæmdum hans. Þegar Borgarlina og stórefling Strætó skv. nýju leiðarkerfi hefur komist til framkvæmda munu alls 71% íbúa höfuðborgarsvæðisins búa innan við 400 m frá leiðum með 7-10 mínútna tíðni. Umferðin mun batna. Hljóðvist og loftgæði líka. Að ógleymdum jákvæðum áhrifum á útgjöld heimilanna að hafa öfluga valkosti af öllu tagi. Og áhrifin verða líka jákvæð fyrir þau sem keyra bíl. Og ganga eða hjóla. Við fáum í stuttu máli betri Reykjavík og betra og samkeppnishæfara höfuðborgarsvæði. Höfundur er frambjóðandi Samfylkingarinnar til Alþingis í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dagur B. Eggertsson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Borgarlína Strætó Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Halldór 20.09.2025 Halldór Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Alþingi samþykkti fjárlög á mánudag og staðfesti þar með aukin framlög til Strætó fyrir næsta ár. Það er í samræmi við uppfærðan samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins. Þetta þýðir að Strætó mun hefja innleiðingu á nýju leiðarkerfi þegar á næsta ári og auka tíðni á fjölda leiða. Það er gert til að bæta þjónustu, gera Strætó að betri valkosti fyrir fleiri og hefja sókn í almenningssamgöngum sem standa mun næstu ár, fram að þeim tíma sem Borgarlína mun byrja að keyra. Hver er breytingin á næsta ári? Nú búa um 93% íbúa á höfuðborgarsvæðinu innan við 400 m frá strætóstöð. Aðeins 16% íbúa búa hins vegar innan við 400 m frá leið sem ekur á 10 mínútna tíðni eða oftar á annatíma. Með eflingu Strætó á næsta ári mun þetta gjörbreytast. Í stað þess að 16% íbúa búi nærri stöð þar sem tíðni er 10 mínútur eða oftar á annatíma nær þessi bætta þjónusta til 50% allra íbúa höfuðborgarsvæðisins. Þetta leiðir af aukinni tíðni á leiðum 3, 5, 6 og 12, auk leiðar 1. Tíðni verður einnig aukin á leiðum 19, 21 og 24 sem munu nú aka á 15 mínútna fresti. Borgarlínu-framkvæmdir hefjast Útboð fyrir Fossvogsbrú hefur verið auglýst og umhverfismat Borgarlínu jafnframt. Framkvæmdir við fyrsta áfanga Borgarlínu hefjast á næsta ári. Efling Strætó og tilkoma Borgarlína verður sú bylting í gæðum almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu sem lengi hefur verið kallað eftir. Til viðbótar fól uppfærsla sáttmálans í sér stóraukin framlög til heildstæðs 100 km nets hjólastíga sem verða 36 milljarðar. Miklabraut mun fara í göng frá Grensásvegi til Landspítala sem mun hafa í för með sér lífsgæðabyltingu í Hlíðum og Háaleitishverfum. Bylting fyrir alla ferðamáta Samgöngusáttmálinn var lengi í fæðingu en er nú staðreynd. Honum þarf þó að fylgja fast eftir á Alþingi Íslendinga og í sveitarstjórnum og leita allra leiða til að flýta framkvæmdum hans. Þegar Borgarlina og stórefling Strætó skv. nýju leiðarkerfi hefur komist til framkvæmda munu alls 71% íbúa höfuðborgarsvæðisins búa innan við 400 m frá leiðum með 7-10 mínútna tíðni. Umferðin mun batna. Hljóðvist og loftgæði líka. Að ógleymdum jákvæðum áhrifum á útgjöld heimilanna að hafa öfluga valkosti af öllu tagi. Og áhrifin verða líka jákvæð fyrir þau sem keyra bíl. Og ganga eða hjóla. Við fáum í stuttu máli betri Reykjavík og betra og samkeppnishæfara höfuðborgarsvæði. Höfundur er frambjóðandi Samfylkingarinnar til Alþingis í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun