Hrund greiddi 87,5 milljónir fyrir eignina. Kaupsamningur var undirritaður 10. október síðastliðinn og fær hún íbúðina afhenta 10. desember næstkomandi.
Um er að ræða 102 fermetra íbúð á annarri hæð í húsi sem var byggt árið 1965. Ásett verð var 87,9 milljónir.
Stofa, eldhús og borðstofa eru samliggjandi, þaðan er útgengt á rúmgóðar svalir. Í eldhúsinu er svört innrétting með granít stein á borðum. Í íbúðinni eru þrjú svefnherbergi og eitt baðherbergi.