Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar 23. nóvember 2024 07:31 Skammdegið hefur gengið í garð með sínu alltumlykjandi myrkri þar sem dagsbirtan er af skornum skammti. Á þessum tíma sem nú fer í hönd, aðventunni, þar sem við undirbúum jólahátíðina byrjum við að prýða umhverfi okkar, tendra ljós, innan- sem utandyra og leggjum áherslu á samveru með því fólki sem okkur þykir vænt um. Ljósin gleðja og samveran yljar og við tengjum við góðar og uppbyggilegar tilfinningar. Aðventan sem og jólahátíðín sjálf er þó ekki endilega ætíð tilhlökkunarefni heldur getur sannarlega vakið með sér kvíða, áhyggjur og almenna vanlíðan. Ástæður þess geta verið margs konar þar sem t.d. áföll sem við höfum orðið fyrir í lífinu hafa getað mótað hvernig við upplifum þennan árstíma og haft þau áhrif að við sem manneskjur finnum fyrir sársauka fremur en gleði, friði eða jákvæðum og gefandi tilfinningum. Þegar við stöndum frammi fyrir ástvinamissi getur tími jóla og aðventu jafnvel frekar haft í för með sér vanlíðan svo sem kvíða og sorg heldur en tilfinningar tengdar tilhlökkun, eftirvæntingu eða gleði. Sorgin verður einhvern veginn áþreifanlegri en ella og við finnum sárt fyrir því að það vantar í hópinn kæran ástvin, vin eða vinkonu. Við myndum vilja gera allt til þess að við fengjum enn ein jólin með þeim, enn einn jólaundirbúninginn og að við hefðum þau í kringum okkur. Fengjum að njóta nærveru þeirra. Þegar við erum í þessum sporum skiptir máli að við tökum tillit til tilfinninga okkar og bregðumst við þeim. Það getum við gert t.d. með því að einfalda jólaundirbúninginn og jólahald okkar og hugsanlega skapað nýjar hefðir þar sem við minnumst á sérstakan hátt þeirra sem við syrgjum. Margar fjölskyldur og vinahópar safnast t.d. saman á aðventu, Þorláksmessu eða aðfangadag við gröf þess sem saknað er og aðrir leggja áherslu á að tendra ljós á heimilum sínum og eiga sérstaka minningarstund. Að skapa hefðir og geta fengið farveg fyrir sorgina er gríðarlega mikilvægt. Til að mæta fólki sem er að takast á við sorg og ástvinamissi í aðdraganda jóla hefur um áratugaskeið verið haldin samvera á aðventu fyrir syrgjendur í samstarfi Landspítala og Þjóðkirkjunnar. Að þessu sinni verður samveran haldin 28. nóvember n.k. kl. 20:00 í Háteigskirkju. Áhersla er lögð á fallega tónlist og uppörvandi texta auk þess sem sérstök minningarstund er í samverunni þar sem ljós eru tendruð. Samveran hefur í gegnum áratugina einkennst af mikilli hlýju, virðingu og samkennd og er opin öllum þeim sem á þurfa að halda. Fyrir hönd deildar sálgæslu presta og djákna á Landspítalanum Höfundur er sjúkrahúsprestur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jól Sorg Landspítalinn Mest lesið Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Skoðun Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Sjá meira
Skammdegið hefur gengið í garð með sínu alltumlykjandi myrkri þar sem dagsbirtan er af skornum skammti. Á þessum tíma sem nú fer í hönd, aðventunni, þar sem við undirbúum jólahátíðina byrjum við að prýða umhverfi okkar, tendra ljós, innan- sem utandyra og leggjum áherslu á samveru með því fólki sem okkur þykir vænt um. Ljósin gleðja og samveran yljar og við tengjum við góðar og uppbyggilegar tilfinningar. Aðventan sem og jólahátíðín sjálf er þó ekki endilega ætíð tilhlökkunarefni heldur getur sannarlega vakið með sér kvíða, áhyggjur og almenna vanlíðan. Ástæður þess geta verið margs konar þar sem t.d. áföll sem við höfum orðið fyrir í lífinu hafa getað mótað hvernig við upplifum þennan árstíma og haft þau áhrif að við sem manneskjur finnum fyrir sársauka fremur en gleði, friði eða jákvæðum og gefandi tilfinningum. Þegar við stöndum frammi fyrir ástvinamissi getur tími jóla og aðventu jafnvel frekar haft í för með sér vanlíðan svo sem kvíða og sorg heldur en tilfinningar tengdar tilhlökkun, eftirvæntingu eða gleði. Sorgin verður einhvern veginn áþreifanlegri en ella og við finnum sárt fyrir því að það vantar í hópinn kæran ástvin, vin eða vinkonu. Við myndum vilja gera allt til þess að við fengjum enn ein jólin með þeim, enn einn jólaundirbúninginn og að við hefðum þau í kringum okkur. Fengjum að njóta nærveru þeirra. Þegar við erum í þessum sporum skiptir máli að við tökum tillit til tilfinninga okkar og bregðumst við þeim. Það getum við gert t.d. með því að einfalda jólaundirbúninginn og jólahald okkar og hugsanlega skapað nýjar hefðir þar sem við minnumst á sérstakan hátt þeirra sem við syrgjum. Margar fjölskyldur og vinahópar safnast t.d. saman á aðventu, Þorláksmessu eða aðfangadag við gröf þess sem saknað er og aðrir leggja áherslu á að tendra ljós á heimilum sínum og eiga sérstaka minningarstund. Að skapa hefðir og geta fengið farveg fyrir sorgina er gríðarlega mikilvægt. Til að mæta fólki sem er að takast á við sorg og ástvinamissi í aðdraganda jóla hefur um áratugaskeið verið haldin samvera á aðventu fyrir syrgjendur í samstarfi Landspítala og Þjóðkirkjunnar. Að þessu sinni verður samveran haldin 28. nóvember n.k. kl. 20:00 í Háteigskirkju. Áhersla er lögð á fallega tónlist og uppörvandi texta auk þess sem sérstök minningarstund er í samverunni þar sem ljós eru tendruð. Samveran hefur í gegnum áratugina einkennst af mikilli hlýju, virðingu og samkennd og er opin öllum þeim sem á þurfa að halda. Fyrir hönd deildar sálgæslu presta og djákna á Landspítalanum Höfundur er sjúkrahúsprestur.
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun