Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Kjartan Kjartansson skrifar 29. nóvember 2024 07:00 Tölvuteiknuð loftmynd af hvernig fangelsissvæðið á Stóra-Hrauni gæti litið út þegar það verður tilbúið árið 2028. Framkvæmdasýslan ríkiseignir Kostnaður við byggingu nýs fangelsis í landi Stóra-Hrauns er áætlaður um sautján milljarðar króna. Fangelsið á að koma í stað Litla-Hrauns og geta hýst hundrað fanga með möguleika á að bæta við 28 afplánunarrýmum síðar. Guðrún Hafsteinsdóttir, starfandi dómsmálaráðherra, kynnti nýtt öryggisfangelsi sem á að rísa í landi Stóra-Hrauns, steinsnar frá Litla-Hrauni, á fundi á Eyrarbakka á miðvikudag. Greint var frá því í fyrra að ekki svaraði kostnaði að gera endurbætur á fangelsinu á Litla-Hrauni sem er talið úr sér gengið. Lýsti ráðherrann, sem er jafnframt þingmaður Suðurkjördæmis þar sem fangelsið á að rísa, stöðunni í fangelsismálum þannig að ráðast þyrfti í tafarlausar aðgerðir til þess að leiðrétta hana. Íslensk stjórnvöld hefðu fengið margar athugasemdir, meðal annars um aðbúnað kvenfanga og húsakostinn að Litla-Hrauni. Nýja fangelsið verður að norrænni fyrirmynd með áherslu á endurhæfingu og öryggi fanga og fangavarða. Sagði Guðrún það forsendu umbóta á fullnustukerfi refsinga sem hefur sætt gagnrýni vegna langra biðlista eftir afplánun. Birgir Jónasson, settur fangelsismálastjóri, sagði á kynningarfundinum að boðunarlistar hefðu lengst og dómar fyrnst í hlutfalli við þá. Hægt að bæta við 28 rýmum Ríkisjörðin Stóra-Hraun varð fyrir valinu sem heppilegt svæði fyrir nýtt öryggisfangelsi. Þar eiga að rísa fangadeildir, vinnustaðir, skóli og enduhæfingarhús fyrir fanga. Áætlað er að í framtíðinni verði þörf fyrir 128 afplánunarrými í öryggisfangelsi svo hægt sé að stytta biðlista eftir aflplánun og sjá til þess að refsingar fyrnist ekki vegna þeirra. Fangelsið á að rísa á jörðinni Stóra-Hrauni sem sést hér innan brotalínu, rétt norðaustan við Litla-Hraun.Framkvæmdasýslan ríkiseignir Áformin á Stóra-Hrauni gera ráð fyrir aðstöðu fyrir hundrað afplánunarrými og plássi til þess að byggja síðar annan búsetukjarna með 28 rýmum til viðbótar. Allir innviðir og stoðrými á fangelsissvæðinu verða tilbúin til að taka við þeim 28 rýmum þegar og ef ákveðið verður að byggja þau. Í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2025 til 2028 er gert ráð fyrir 12,6 milljörðum króna í byggingu fangelsis sem á að koma í staðinn fyrir Litla-Hraun. Í kynningunni í síðustu viku kom fram að kostnaður við framkvæmdina væri metinn 16,6 milljarðar króna á verðlagi í janúar á þessu ári. Núvirt nemur hann um sautján milljörðum króna. Ef ákveðið yrði að reisa strax 128 afplánunarrými næmi kostnaðurinn nítján milljörðum króna að núvirði. Miðað við núverandi byggingaráform næmi kostnaður á hvern fanga um 173 milljónum króna. Ef ráðist yrði strax í byggingu 128 rýma næmi kostnaður á haus um 157 milljónum króna. Sýnishorn af byggingum og rýmum í nýja öryggisfangelsi að Stóra-Hrauni sem voru sýnd á kynningarfundi á Eyrarbakka í siíðustu viku.Framkvæmdasýslan ríkiseignir Tilbúið til afhendingar síðla árs 2028 Gert er ráð fyrir að framkvæmdir á Stóra-Hrauni hefjist strax næsta vor samkvæmt tímalínu sem Nína Baldursdóttir, fulltrúi Framkvæmdasýslunnar ríkiseigna, kynnti á fundinum á Eyrarbakka. Fangelsið eigi svo að vera tilbúið til afhendingar á síðasta ársfjórðungi ársins 2028. Fyrir utan möguleikann á að byggja 28 rýma búsetukjarna á fangelsislóðinni sagði Nína að mögulegt væri að stækka fangelsið enn frekar um 112 rými. Ef ekki væri þörf á að bæta við afplánunarrýmum væri hægt að nýta það í tengda starfsemi eins og kvennafangelsi eða opið fangelsi þar sem möguleiki væri á að samnýta innviði og starfskrafta að einhverju leyti. Fangelsismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Árborg Tengdar fréttir Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Nýtt öryggisfangelsi á Stóra-Hrauni mun valda straumhvörfum í fullnustumálum á Íslandi. Ég kynnti byggingu fangelsisins í vikunni en um er að ræða mikilvægt verkefni sem snertir okkur öll. 23. nóvember 2024 10:30 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Semja um vopnahlé Erlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Erlent Fleiri fréttir Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Sjá meira
Guðrún Hafsteinsdóttir, starfandi dómsmálaráðherra, kynnti nýtt öryggisfangelsi sem á að rísa í landi Stóra-Hrauns, steinsnar frá Litla-Hrauni, á fundi á Eyrarbakka á miðvikudag. Greint var frá því í fyrra að ekki svaraði kostnaði að gera endurbætur á fangelsinu á Litla-Hrauni sem er talið úr sér gengið. Lýsti ráðherrann, sem er jafnframt þingmaður Suðurkjördæmis þar sem fangelsið á að rísa, stöðunni í fangelsismálum þannig að ráðast þyrfti í tafarlausar aðgerðir til þess að leiðrétta hana. Íslensk stjórnvöld hefðu fengið margar athugasemdir, meðal annars um aðbúnað kvenfanga og húsakostinn að Litla-Hrauni. Nýja fangelsið verður að norrænni fyrirmynd með áherslu á endurhæfingu og öryggi fanga og fangavarða. Sagði Guðrún það forsendu umbóta á fullnustukerfi refsinga sem hefur sætt gagnrýni vegna langra biðlista eftir afplánun. Birgir Jónasson, settur fangelsismálastjóri, sagði á kynningarfundinum að boðunarlistar hefðu lengst og dómar fyrnst í hlutfalli við þá. Hægt að bæta við 28 rýmum Ríkisjörðin Stóra-Hraun varð fyrir valinu sem heppilegt svæði fyrir nýtt öryggisfangelsi. Þar eiga að rísa fangadeildir, vinnustaðir, skóli og enduhæfingarhús fyrir fanga. Áætlað er að í framtíðinni verði þörf fyrir 128 afplánunarrými í öryggisfangelsi svo hægt sé að stytta biðlista eftir aflplánun og sjá til þess að refsingar fyrnist ekki vegna þeirra. Fangelsið á að rísa á jörðinni Stóra-Hrauni sem sést hér innan brotalínu, rétt norðaustan við Litla-Hraun.Framkvæmdasýslan ríkiseignir Áformin á Stóra-Hrauni gera ráð fyrir aðstöðu fyrir hundrað afplánunarrými og plássi til þess að byggja síðar annan búsetukjarna með 28 rýmum til viðbótar. Allir innviðir og stoðrými á fangelsissvæðinu verða tilbúin til að taka við þeim 28 rýmum þegar og ef ákveðið verður að byggja þau. Í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2025 til 2028 er gert ráð fyrir 12,6 milljörðum króna í byggingu fangelsis sem á að koma í staðinn fyrir Litla-Hraun. Í kynningunni í síðustu viku kom fram að kostnaður við framkvæmdina væri metinn 16,6 milljarðar króna á verðlagi í janúar á þessu ári. Núvirt nemur hann um sautján milljörðum króna. Ef ákveðið yrði að reisa strax 128 afplánunarrými næmi kostnaðurinn nítján milljörðum króna að núvirði. Miðað við núverandi byggingaráform næmi kostnaður á hvern fanga um 173 milljónum króna. Ef ráðist yrði strax í byggingu 128 rýma næmi kostnaður á haus um 157 milljónum króna. Sýnishorn af byggingum og rýmum í nýja öryggisfangelsi að Stóra-Hrauni sem voru sýnd á kynningarfundi á Eyrarbakka í siíðustu viku.Framkvæmdasýslan ríkiseignir Tilbúið til afhendingar síðla árs 2028 Gert er ráð fyrir að framkvæmdir á Stóra-Hrauni hefjist strax næsta vor samkvæmt tímalínu sem Nína Baldursdóttir, fulltrúi Framkvæmdasýslunnar ríkiseigna, kynnti á fundinum á Eyrarbakka. Fangelsið eigi svo að vera tilbúið til afhendingar á síðasta ársfjórðungi ársins 2028. Fyrir utan möguleikann á að byggja 28 rýma búsetukjarna á fangelsislóðinni sagði Nína að mögulegt væri að stækka fangelsið enn frekar um 112 rými. Ef ekki væri þörf á að bæta við afplánunarrýmum væri hægt að nýta það í tengda starfsemi eins og kvennafangelsi eða opið fangelsi þar sem möguleiki væri á að samnýta innviði og starfskrafta að einhverju leyti.
Fangelsismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Árborg Tengdar fréttir Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Nýtt öryggisfangelsi á Stóra-Hrauni mun valda straumhvörfum í fullnustumálum á Íslandi. Ég kynnti byggingu fangelsisins í vikunni en um er að ræða mikilvægt verkefni sem snertir okkur öll. 23. nóvember 2024 10:30 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Semja um vopnahlé Erlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Erlent Fleiri fréttir Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Sjá meira
Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Nýtt öryggisfangelsi á Stóra-Hrauni mun valda straumhvörfum í fullnustumálum á Íslandi. Ég kynnti byggingu fangelsisins í vikunni en um er að ræða mikilvægt verkefni sem snertir okkur öll. 23. nóvember 2024 10:30