Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar 23. nóvember 2024 13:15 Það er umhugsunarvert að á tímum þar sem við búum við meiri lífsgæði en nokkru sinni fyrr fer tíðni geðrænna erfiðleika vaxandi. Hugsanlegar ástæður fyrir þessu eru aukin notkun samfélagsmiðla og einangrun vegna nútíma tækni sem leiðir til einmanaleika. Augljóslega er þetta samt flókið orsakasamhengi og spila þættir eins og fjölskyldusaga, áföll og fyrri heilsufarssaga inn í þessa mynd. Við þurfum að gefa andlegri heilsu fólks betri gaum. Þegar horft er til heilsu eða heilbrigðis er oft einblínt á líkamleg einkenni eða sjúkdóma en lítil áhersla á andlega líðan. Í aðdraganda kosninga er frambjóðendum tíðrætt um heilbrigðiskerfið en í þeirri umræðu er kastljósinu beint að líkamlegum sjúkdómum og þeim faghópum sem þeim sinna. Þessi umræða nær hinsvegar sjaldan til sálfræðinga, félagsráðgjafa og iðjuþjálfa. Sem sálfræðingur sem starfar í þverfaglegu teymi veit ég hversu mikilvægt að er að horfa heildrænt á hlutina þegar horft er til heilbrigðis. Rannsóknir sýna að andleg líðan hefur jákvæð áhrif á líkamlega heilsu. En hvernig hefur sálfræðileg meðferð áhrif á heilsufar fólks? Sálfræðileg meðferð er áhrifarík leið til að takast á við andlegar áskoranir en ekki síður til að bæta líkamlega heilsu. Með því að öðlast ný tengsl við óhjálplegar tilfinningar, hugsanir og minningar er hægt að lækka daglegt streitustig sem getur leitt til lægri blóðþrýstings, betri meltingar og bættrar starfsemi ónæmiskerfisins. Margar sálfræðilegar meðferðir hafa jákvæð áhrif á svefn. Góðar svefnvenjur eru grundvallaratriði fyrir líkamlega heilsu þar sem svefn skiptir máli fyrir endurheimt líkamans, ónæmiskerfið og andlega virkni. Með því að styrkja andlega líðan getur sálfræðileg meðferð hjálpað fólki að ná betri svefni og dregið úr svefnröskunum. Sálfræðileg meðferð er öflugur stuðningur við að þróa heilsusamlegri lífsstíl. Með því að auka meðvitund um eigin líðan öðlast einstaklingar innri hvöt til að hreyfa sig meira, borða hollari mat og forðast óhollar venjur eins og reykingar eða ofneyslu áfengis. Sálfræðileg meðferð er góður grunnur við uppbyggingu sjálfsmyndar og sjálfsálits. Sterk sjálfsmynd er oft tengd því að þora að taka heilbrigðar ákvarðanir í lífinu sem hefur jákvæð áhrif á líkamlega heilsu. Þegar einstaklingar treysta sér til að takast á við áskoranir, er líklegra að þeir leiti sér heilsusamlegra valkosta í mataræði og hreyfingu. Þá er sálrænn stuðningur mikilvægur fyrir þá sem glíma við langvarandi sjúkdóma, eins og þráláta verki, sykursýki, hjarta- og æðasjúkdóma eða krabbamein. Meðferðin getur hjálpað fólki að takast á við tilfinningar sínar og þannig veitt þeim verkfæri til að takast á við sjúkdóminn og eflt andlegan styrk til að takast á við þær áskoranir sem sjúkdómnum fylgja. Að framansögðu má sjá að sálfræðileg meðferð er ekki aðeins leið til að takast á við andlegar áskoranir heldur einnig mikilvægt tæki til að bæta líkamlega heilsu. Það er því mikilvægt að fólk geti leitað sér aðstoðar þegar það þarf á henni að halda því fjárfesting í andlegri líðan skilar sér í betri líkamlegri heilsu og heilsusamlegri lífstíl. Samfélagsleg áhrif af bættri líðan skilar sér síðan í aukinni þátttöku á vinnumarkaði og færri heimsóknum í heilbrigðiskerfið. Höfundur er sálfræðingur á verkjasviði Reykjalundar og einnig sjálfstætt starfandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Kennarar verða að slá af launkröfum svo hægt sé að semja við þá! Ragnheiður Stephensen Skoðun Af hverju þegir Versló? Pétur Orri Pétursson Skoðun Kæru félagar í Sjálfstæðisflokki Snorri Ásmundarson Skoðun Blóðmjólkum ekki náttúru Íslands Bjarni Bjarnason Skoðun Þögnin er ærandi Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Sterki maðurinn Bjarni Karlsson Skoðun Hvar liggur ábyrgðin? Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Eldingar á Íslandi Gunnar Sigvaldason Skoðun Svefn - ein dýrmætasta gjöfin sem þú getur gefið barninu þínu Stefán Þorri Helgason Skoðun Carbfix greypir vandann í stein - málið verður skoðað, vegið og metið á opin og heiðarlegan máta Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Að stefna í hæstu hæðir Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Kæru félagar í Sjálfstæðisflokki Snorri Ásmundarson skrifar Skoðun Eldingar á Íslandi Gunnar Sigvaldason skrifar Skoðun Sterki maðurinn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Blóðmjólkum ekki náttúru Íslands Bjarni Bjarnason skrifar Skoðun Spörum með einfaldara eftirliti Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Carbfix greypir vandann í stein - málið verður skoðað, vegið og metið á opin og heiðarlegan máta Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgðin? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kærleikurinn stuðar Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Svefn - ein dýrmætasta gjöfin sem þú getur gefið barninu þínu Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Af skráningum stjórmálaflokka og styrkjum til þeirra Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Þögnin er ærandi Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Kennarar verða að slá af launkröfum svo hægt sé að semja við þá! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun „Leyfðu þeim“ aðferðin Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Af hverju þegir Versló? Pétur Orri Pétursson skrifar Skoðun Siðapostuli Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Óheftar strandveiðar Arthur Bogason skrifar Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Sjá meira
Það er umhugsunarvert að á tímum þar sem við búum við meiri lífsgæði en nokkru sinni fyrr fer tíðni geðrænna erfiðleika vaxandi. Hugsanlegar ástæður fyrir þessu eru aukin notkun samfélagsmiðla og einangrun vegna nútíma tækni sem leiðir til einmanaleika. Augljóslega er þetta samt flókið orsakasamhengi og spila þættir eins og fjölskyldusaga, áföll og fyrri heilsufarssaga inn í þessa mynd. Við þurfum að gefa andlegri heilsu fólks betri gaum. Þegar horft er til heilsu eða heilbrigðis er oft einblínt á líkamleg einkenni eða sjúkdóma en lítil áhersla á andlega líðan. Í aðdraganda kosninga er frambjóðendum tíðrætt um heilbrigðiskerfið en í þeirri umræðu er kastljósinu beint að líkamlegum sjúkdómum og þeim faghópum sem þeim sinna. Þessi umræða nær hinsvegar sjaldan til sálfræðinga, félagsráðgjafa og iðjuþjálfa. Sem sálfræðingur sem starfar í þverfaglegu teymi veit ég hversu mikilvægt að er að horfa heildrænt á hlutina þegar horft er til heilbrigðis. Rannsóknir sýna að andleg líðan hefur jákvæð áhrif á líkamlega heilsu. En hvernig hefur sálfræðileg meðferð áhrif á heilsufar fólks? Sálfræðileg meðferð er áhrifarík leið til að takast á við andlegar áskoranir en ekki síður til að bæta líkamlega heilsu. Með því að öðlast ný tengsl við óhjálplegar tilfinningar, hugsanir og minningar er hægt að lækka daglegt streitustig sem getur leitt til lægri blóðþrýstings, betri meltingar og bættrar starfsemi ónæmiskerfisins. Margar sálfræðilegar meðferðir hafa jákvæð áhrif á svefn. Góðar svefnvenjur eru grundvallaratriði fyrir líkamlega heilsu þar sem svefn skiptir máli fyrir endurheimt líkamans, ónæmiskerfið og andlega virkni. Með því að styrkja andlega líðan getur sálfræðileg meðferð hjálpað fólki að ná betri svefni og dregið úr svefnröskunum. Sálfræðileg meðferð er öflugur stuðningur við að þróa heilsusamlegri lífsstíl. Með því að auka meðvitund um eigin líðan öðlast einstaklingar innri hvöt til að hreyfa sig meira, borða hollari mat og forðast óhollar venjur eins og reykingar eða ofneyslu áfengis. Sálfræðileg meðferð er góður grunnur við uppbyggingu sjálfsmyndar og sjálfsálits. Sterk sjálfsmynd er oft tengd því að þora að taka heilbrigðar ákvarðanir í lífinu sem hefur jákvæð áhrif á líkamlega heilsu. Þegar einstaklingar treysta sér til að takast á við áskoranir, er líklegra að þeir leiti sér heilsusamlegra valkosta í mataræði og hreyfingu. Þá er sálrænn stuðningur mikilvægur fyrir þá sem glíma við langvarandi sjúkdóma, eins og þráláta verki, sykursýki, hjarta- og æðasjúkdóma eða krabbamein. Meðferðin getur hjálpað fólki að takast á við tilfinningar sínar og þannig veitt þeim verkfæri til að takast á við sjúkdóminn og eflt andlegan styrk til að takast á við þær áskoranir sem sjúkdómnum fylgja. Að framansögðu má sjá að sálfræðileg meðferð er ekki aðeins leið til að takast á við andlegar áskoranir heldur einnig mikilvægt tæki til að bæta líkamlega heilsu. Það er því mikilvægt að fólk geti leitað sér aðstoðar þegar það þarf á henni að halda því fjárfesting í andlegri líðan skilar sér í betri líkamlegri heilsu og heilsusamlegri lífstíl. Samfélagsleg áhrif af bættri líðan skilar sér síðan í aukinni þátttöku á vinnumarkaði og færri heimsóknum í heilbrigðiskerfið. Höfundur er sálfræðingur á verkjasviði Reykjalundar og einnig sjálfstætt starfandi.
Carbfix greypir vandann í stein - málið verður skoðað, vegið og metið á opin og heiðarlegan máta Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Carbfix greypir vandann í stein - málið verður skoðað, vegið og metið á opin og heiðarlegan máta Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Kennarar verða að slá af launkröfum svo hægt sé að semja við þá! Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Carbfix greypir vandann í stein - málið verður skoðað, vegið og metið á opin og heiðarlegan máta Elliði Vignisson Skoðun