Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar 25. nóvember 2024 08:02 Það er með nokkrum ólíkindum að fylgjast með orðræðu ákveðins hóps sem nálgast hugmyndafræði Sjálfstæðisflokksins um stækkun kökunnar án skattahækkana sem einhvers konar flökkusögu, þrátt fyrir þá ótrúlegu lífskjarasókn sem hefur átt sér stað á Íslandi undanfarinn áratug. Skattahækkanir eða millifærsluleiðir eins og nú er í tísku að kalla þær segja sumir meira að segja vera einhverskonar bakdyr að því að milda högg verðbólgu og hárra vaxta. Hærri skattar ekki svarið Það er oft talað eins og skattahækkanir bíti bara á einhverjum óskilgreindum gróðamaskínum. Sannleikurinn er oftar en ekki þvert á móti sá að skattahækkanir draga máttinn úr venjulegu fólki í venjulegum rekstri sem er einmitt með eigin dugnaði að vinna að því að þeirra hagur, og samfélagsins um leið, batni. Þannig er alltaf hætt við því að skattahækkanir minnki þannig skattstofnana. Og þegar skattstofnar minnka hefur ríkið minna fé til að setja í grunnþjónustu og til að hjálpa þeim sem þurfa. Það samhengi hlutanna virðist oft gleymast. Skattar kynda undir verðbólgu Skattahækkanir skila sér svo oftar ekki á endanum í hærra verðlagi til fólks og kynda því enn frekar undir verðbólgunni. Það er því rugl að halda því fram að skattahækkanir séu skilvirk leið til að ná árangri, hvort heldur er til að auka tekjur ríkisins eða milda höggið af verðbólgu eða vöxtum. Skattar á Íslandi eru með því hæsta sem þekkist á byggðu bóli. Við þurfum ekki að hækka skatta, þvert á móti er þörf á að lækka enn frekar álögur á fólk og fyrirtæki í landinu. Til þess þarf að fara vel með almannafé og halda aftur af útgjöldum. Ríkisstjórnin tók ábyrgar ákvarðanir Á síðustu vikum hafa ýmsir séð sér leik á borði, nú síðast við vaxtalækkun síðustu viku, og reynt að skapa tengsl milli hárra vaxta og ríkisstjórnarinnar. Þá er sagt að háir vextir séu ekkert annað en dulin skattheimta á fólkið í landinu og að meint óráðsía í ríkisfjármálum hafi þannig verið fjármögnuð með hærri vöxtum í stað þess að hækka skatta. Ríkisstjórnin hafi ekki gert nóg, verðbólgan gæti verið minni og vextir lægri. Fátt, ef eitthvað, er jafn fjarri lagi og fullyrðingar í þessa áttina. Það hefur vissulega gengið á ýmsu og það hefur þurft að taka ákvarðanir til að verja samfélagið, atvinnulífið og líf íbúa sem hafa orðið fyrir skakkaföllum. Sem betur fer höfðu ábyrgar ákvarðanir í ríkisfjármálum árin á undan stuðlað að því við gátum gripið til þeirra aðgerða sem þurfti. En það var heldur ekki gengið lengra en þurfti, og skynsamleg hagstjórn hefur skilað því að við siglum hraðbyr aftur út úr verðbólguástandi. Í því samhengi er vert að minnast á að húsnæðiskostnaður er þrátt fyrir það umtalsvert lægra hlutfall af tekjum heimilanna en á þeim Norðurlöndum sem eru í ESB. Kaupmáttur hefur líka aukist mun meira hér. Kröfur stjórnarandstöðunnar hefðu aukið verðbólguna Það er líka ástæða til að rifja upp að þetta sama fólk gagnrýndi ríkisstjórnina fyrir að gera ekki nóg, auka ekki ríkisútgjöld nóg og prenta ekki nógu mikið af peningum í heimsfaraldrinum. Til dæmis var sagt að það hefði verið mögulegt að tvöfalda framlög ríkisins án nokkura afleiðinga og að ekki þyrfti að óttast verðbólgu í kjölfarið á slíkri aukningu ríkisframlaga. Það reyndist augljóslega ekki rétt og einsýnt hver staðan væri nú ef við hefðum gripið til allra þeirra aðgerða sem þetta ágæta fólk krafðist hárri röddu á þeim tíma. Á réttri leið Sem betur fer hlustaði Sjálfstæðisflokkurinn ekki á þessar raddir. Í staðinn voru teknar ákvarðanir sem skila okkur því að við höfum náð föstum tökum á verðbólgunni, vextir eru að lækka. Þetta er vegna þess að við höfum stigið góð og öguð skref fram á veginn. Nú þegar er sjáanlega að birta til skiptir öllu máli að við sveigjum ekki af leið. Höfundur er þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins og skipar 2. sæti á lista flokksins í Reykjavík suður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Sverrisdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Skoðun Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Sjá meira
Það er með nokkrum ólíkindum að fylgjast með orðræðu ákveðins hóps sem nálgast hugmyndafræði Sjálfstæðisflokksins um stækkun kökunnar án skattahækkana sem einhvers konar flökkusögu, þrátt fyrir þá ótrúlegu lífskjarasókn sem hefur átt sér stað á Íslandi undanfarinn áratug. Skattahækkanir eða millifærsluleiðir eins og nú er í tísku að kalla þær segja sumir meira að segja vera einhverskonar bakdyr að því að milda högg verðbólgu og hárra vaxta. Hærri skattar ekki svarið Það er oft talað eins og skattahækkanir bíti bara á einhverjum óskilgreindum gróðamaskínum. Sannleikurinn er oftar en ekki þvert á móti sá að skattahækkanir draga máttinn úr venjulegu fólki í venjulegum rekstri sem er einmitt með eigin dugnaði að vinna að því að þeirra hagur, og samfélagsins um leið, batni. Þannig er alltaf hætt við því að skattahækkanir minnki þannig skattstofnana. Og þegar skattstofnar minnka hefur ríkið minna fé til að setja í grunnþjónustu og til að hjálpa þeim sem þurfa. Það samhengi hlutanna virðist oft gleymast. Skattar kynda undir verðbólgu Skattahækkanir skila sér svo oftar ekki á endanum í hærra verðlagi til fólks og kynda því enn frekar undir verðbólgunni. Það er því rugl að halda því fram að skattahækkanir séu skilvirk leið til að ná árangri, hvort heldur er til að auka tekjur ríkisins eða milda höggið af verðbólgu eða vöxtum. Skattar á Íslandi eru með því hæsta sem þekkist á byggðu bóli. Við þurfum ekki að hækka skatta, þvert á móti er þörf á að lækka enn frekar álögur á fólk og fyrirtæki í landinu. Til þess þarf að fara vel með almannafé og halda aftur af útgjöldum. Ríkisstjórnin tók ábyrgar ákvarðanir Á síðustu vikum hafa ýmsir séð sér leik á borði, nú síðast við vaxtalækkun síðustu viku, og reynt að skapa tengsl milli hárra vaxta og ríkisstjórnarinnar. Þá er sagt að háir vextir séu ekkert annað en dulin skattheimta á fólkið í landinu og að meint óráðsía í ríkisfjármálum hafi þannig verið fjármögnuð með hærri vöxtum í stað þess að hækka skatta. Ríkisstjórnin hafi ekki gert nóg, verðbólgan gæti verið minni og vextir lægri. Fátt, ef eitthvað, er jafn fjarri lagi og fullyrðingar í þessa áttina. Það hefur vissulega gengið á ýmsu og það hefur þurft að taka ákvarðanir til að verja samfélagið, atvinnulífið og líf íbúa sem hafa orðið fyrir skakkaföllum. Sem betur fer höfðu ábyrgar ákvarðanir í ríkisfjármálum árin á undan stuðlað að því við gátum gripið til þeirra aðgerða sem þurfti. En það var heldur ekki gengið lengra en þurfti, og skynsamleg hagstjórn hefur skilað því að við siglum hraðbyr aftur út úr verðbólguástandi. Í því samhengi er vert að minnast á að húsnæðiskostnaður er þrátt fyrir það umtalsvert lægra hlutfall af tekjum heimilanna en á þeim Norðurlöndum sem eru í ESB. Kaupmáttur hefur líka aukist mun meira hér. Kröfur stjórnarandstöðunnar hefðu aukið verðbólguna Það er líka ástæða til að rifja upp að þetta sama fólk gagnrýndi ríkisstjórnina fyrir að gera ekki nóg, auka ekki ríkisútgjöld nóg og prenta ekki nógu mikið af peningum í heimsfaraldrinum. Til dæmis var sagt að það hefði verið mögulegt að tvöfalda framlög ríkisins án nokkura afleiðinga og að ekki þyrfti að óttast verðbólgu í kjölfarið á slíkri aukningu ríkisframlaga. Það reyndist augljóslega ekki rétt og einsýnt hver staðan væri nú ef við hefðum gripið til allra þeirra aðgerða sem þetta ágæta fólk krafðist hárri röddu á þeim tíma. Á réttri leið Sem betur fer hlustaði Sjálfstæðisflokkurinn ekki á þessar raddir. Í staðinn voru teknar ákvarðanir sem skila okkur því að við höfum náð föstum tökum á verðbólgunni, vextir eru að lækka. Þetta er vegna þess að við höfum stigið góð og öguð skref fram á veginn. Nú þegar er sjáanlega að birta til skiptir öllu máli að við sveigjum ekki af leið. Höfundur er þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins og skipar 2. sæti á lista flokksins í Reykjavík suður
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun