Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar 24. nóvember 2024 12:01 Ég trúi því að flestir séu að reyna að gera gagn. Líka þau sem bjóða sig fram í stjórnmálum. Sjálf hef ég valið að reyna að gera gagn og fundið mér starfsvettfang í forvörnum og heilsueflingu. Það er í eðli mínu að vera frumkvöðull og ryðja braut. Mér finnst ekki óþægilegt að synda á móti straumnum og tek ekki nærri mér þó ég viti að mörgum finnst ég skrýtin. Ég heyri fólk hafa skoðun á mér og mínum leiðum en hef lært að leiða það hjá mér og hlusta í auknum mæli á innsæi mitt og hjartað, vera trú mínum gildum og veita mér það frelsi að vera ég sjálf, svo lengi sem það meiðir ekki aðra. Það sem veitir mér mesta gleði í lífinu eru tengsl og snerting við aðrar manneskjur. Nánd, samkennd og hlýja. Ég hef því valið mér þann starfsvettvang að hjálpa öðrum að ná og viðhalda heilbrigði. Til þess hef ég menntun. Ég hef lokið einni háskólagráðu frá læknadeild Háskóla Íslands. Þar lauk ég námi í sjúkraþjálfun sama ár og yngri sonur minn fæddist, 2001. Ég lauk svo meistaranámi í viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík MBA árið 2007. Það ár vildu flestir samnemendur mínir starfa í fjármálageiranum og ég þótti skrýtin því ég vildi frekar halda áfram að starfa við það sem nærir mig sem manneskju. Hjálpa öðrum að opna augun fyrir því hve stórkostleg áhrif við höfum sjálf á heilsufar okkar með eigin ákvörðunum um daglegar lífsvenjur. Vísindi eru ekki eitthvað sem við lærum á nokkrum árum í háskóla og svo ekki söguna meir. Heldur sífelld þekkingarleit og þróun og því hef ég stöðugt byggt ofan á þekkingu mína síðastliðna áratugi með endalausum lestri á vísindagreinum og rannsóknum ásamt eðlislægri forvitni og einlægum áhuga á að læra stöðugt meira um mannslíkamann og lífeðlisfræði. Ég hef samhliða minni sífelldu þekkingarleit stundað kennslu í líffærafræði, lífeðlisfræði og haldið fyrirlestra og ráðstefnur um langlífi og heilbrigði. Ég stofnaði fyrirtæki um þetta hugðarefni mitt, Greenfit og seinna eignaðist það dótturfélag eHealth sem er með rekstrarleyfi frá embætti landlæknis sem fyrirtæki í heilbrigðisþjónustu. Greenfit og eHealth hafa mætt miklu mótlæti, jafnvel árásum frá embætti landlæknis og Læknafélagi Íslands. Að ósekju. Formaður Læknafélags Íslands kom fram opinberlega og sagðist líta blóðmælingar Greenfit alvarlegum augum. Hún kynnti sér ekki starfsemi Greenfit áður en hún fór fram í fjölmiðlum og varaði við starfseminni og skaðaði orðspor fyrirtækisins varanlega. Á þeim tímapunkti sem hún gekk fram í fjölmiðlum með gagnrýni sína á starfsemi Greenfit var starfandi læknir hjá félaginu sem greiddi í Læknafélag Íslands og því hæg heimatökin fyrir formanninn að hafa samband og kanna málin áður en hún kaus að sverta orðspor félagsins. Umfjöllun hennar kom í kjölfar fréttar um að Greenfit notaði nafn látins læknis frá Palestínu en sú frétt reyndist uppspuni eða að minnsta kosti á misskilningi byggð því Greenfit hefur að sjálfsögðu aldrei viðhaft slík vinnubrögð. Umfjöllun formanns Læknafélags Íslands er ærumeiðandi og alvarleg, sér í lagi í ljósi þess að hún var ekki byggð á staðreyndum. Öllu alvarlegri er aðkoma embættis landlæknis að því að leggja hindranir í götu forvarnarstarfsemi Greenfit og eHealth. Alma Möller, þáverandi landlæknir kom fram í Kastljósi Ríkissjónvarpsins og varaði við starfsemi Greenfit. Hún hafði þá hvorki kynnt sér starfsemi fyrirtækisins né sóst á nokkurn hátt eftir upplýsingum frá ábyrgðaraðilum Greenfit um þær mælingar sem hún tjáði sig um í Kastljósi og varaði almenning við. Greenfit hefur ráðið fjóra lækna til starfa til að sinna forvarnarþjónustu, heilsueflingu og því verkefni að auka heilsulæsi og valdefla einstaklinga til bættra lifnaðarhátta og aukins heilbrigðis. Í öllum tilvikum hefur embætti landlæknis sent þessum læknum lögrfæðibréf þannig að þeir hafa allir hrakist úr starfi hjá Greenfit. Tveir af þeim læknum sem Greenfit hafði ráðið til starfa við að skoða blóðmælingar í forvarnarskyni, meta og ráðleggja um lífsstíl en ráðningunni verið hafnað af embætti landlæknisreka nú fyrirtæki í beinni samkeppni við Greenfit,. Embætti landlæknis hafnaði því fyrirtækinu Greenfit,sem hafði markaðslegt forskot á forvarnarmarkaði, um að ráða læknana til starfa en veitti SÖMU læknum leyfi til að starfa í sama tilgangi í beinni samkeppni við Greenfit. Nú er ár liðið frá því að dótturfélag Greenfit, eHealth sendi inn tilkynningu um breytingu á rekstri með ráðningu læknis. Landlæknir synjaði eHealth um að fá að ráða lækninn til starfa. Heilbrigðisráðherra rak ákvörðun landlæknis heim í hús og hefur gert þeim að endurskoða afstöðu sína þar sem þau hafi ekki farið að lögum í synjun sinni til eHealth. Allt kemur fyrir ekki og enn situr málið fast hjá embætti landlæknis. Það er mér hulin ráðgáta hvers vegna Alma Möller er á móti heilsueflandi forvarnarstarsemi líkt og þeirri sem Greenfit stundar. Ég verð þó að halda í þá trú mína að hún, rétt eins og ég, telji sig vera að gera gagn. Eitt er ég þó fullviss um. Yfir 80% af fjárframlögum okkar til heilbrigðiskerfis landsmanna, sem er stærsti útgjaldaliður ríkisins ár hvert, fer í að meðhöndla langvinna lífsstílstengda sjúkdóma. Það liggur því í augum uppi að lausnin á heilbrigðisvanda þjóðarinnar er að fækka veikindum. Byrgja brunninn. Efla forvarnir. En ekki að auka fjárútlát í lyf og aðgerðir sem hægt er að koma í veg fyrir með því að opna augun fyrir þeim augljósu staðreyndum sem stara á okkur. Lífsstíllinn okkar er að drepa okkur og setja þjóðina á hausinn! Í dag læknaði ég mann af sykursýki II. En það er í augum landlæknis bannað. Af því að ég er bara sjúkraþjálfari og má ekki lækna. Höfundur er stofnandi Greenfit. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilsa Mest lesið Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé skrifar Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason skrifar Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að byggja upp á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Fiskeldi og samfélagsábyrgð Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Pólitískt raunsæi og utanríkisstefna Íslands Ragnar Anthony Antonsson Gambrell skrifar Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Fylgið fór vegna fullveldismáls Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er Ísrael ennþá útvalin þjóð Guðs? Ómar Torfason skrifar Skoðun Flokkurinn hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Ég trúi því að flestir séu að reyna að gera gagn. Líka þau sem bjóða sig fram í stjórnmálum. Sjálf hef ég valið að reyna að gera gagn og fundið mér starfsvettfang í forvörnum og heilsueflingu. Það er í eðli mínu að vera frumkvöðull og ryðja braut. Mér finnst ekki óþægilegt að synda á móti straumnum og tek ekki nærri mér þó ég viti að mörgum finnst ég skrýtin. Ég heyri fólk hafa skoðun á mér og mínum leiðum en hef lært að leiða það hjá mér og hlusta í auknum mæli á innsæi mitt og hjartað, vera trú mínum gildum og veita mér það frelsi að vera ég sjálf, svo lengi sem það meiðir ekki aðra. Það sem veitir mér mesta gleði í lífinu eru tengsl og snerting við aðrar manneskjur. Nánd, samkennd og hlýja. Ég hef því valið mér þann starfsvettvang að hjálpa öðrum að ná og viðhalda heilbrigði. Til þess hef ég menntun. Ég hef lokið einni háskólagráðu frá læknadeild Háskóla Íslands. Þar lauk ég námi í sjúkraþjálfun sama ár og yngri sonur minn fæddist, 2001. Ég lauk svo meistaranámi í viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík MBA árið 2007. Það ár vildu flestir samnemendur mínir starfa í fjármálageiranum og ég þótti skrýtin því ég vildi frekar halda áfram að starfa við það sem nærir mig sem manneskju. Hjálpa öðrum að opna augun fyrir því hve stórkostleg áhrif við höfum sjálf á heilsufar okkar með eigin ákvörðunum um daglegar lífsvenjur. Vísindi eru ekki eitthvað sem við lærum á nokkrum árum í háskóla og svo ekki söguna meir. Heldur sífelld þekkingarleit og þróun og því hef ég stöðugt byggt ofan á þekkingu mína síðastliðna áratugi með endalausum lestri á vísindagreinum og rannsóknum ásamt eðlislægri forvitni og einlægum áhuga á að læra stöðugt meira um mannslíkamann og lífeðlisfræði. Ég hef samhliða minni sífelldu þekkingarleit stundað kennslu í líffærafræði, lífeðlisfræði og haldið fyrirlestra og ráðstefnur um langlífi og heilbrigði. Ég stofnaði fyrirtæki um þetta hugðarefni mitt, Greenfit og seinna eignaðist það dótturfélag eHealth sem er með rekstrarleyfi frá embætti landlæknis sem fyrirtæki í heilbrigðisþjónustu. Greenfit og eHealth hafa mætt miklu mótlæti, jafnvel árásum frá embætti landlæknis og Læknafélagi Íslands. Að ósekju. Formaður Læknafélags Íslands kom fram opinberlega og sagðist líta blóðmælingar Greenfit alvarlegum augum. Hún kynnti sér ekki starfsemi Greenfit áður en hún fór fram í fjölmiðlum og varaði við starfseminni og skaðaði orðspor fyrirtækisins varanlega. Á þeim tímapunkti sem hún gekk fram í fjölmiðlum með gagnrýni sína á starfsemi Greenfit var starfandi læknir hjá félaginu sem greiddi í Læknafélag Íslands og því hæg heimatökin fyrir formanninn að hafa samband og kanna málin áður en hún kaus að sverta orðspor félagsins. Umfjöllun hennar kom í kjölfar fréttar um að Greenfit notaði nafn látins læknis frá Palestínu en sú frétt reyndist uppspuni eða að minnsta kosti á misskilningi byggð því Greenfit hefur að sjálfsögðu aldrei viðhaft slík vinnubrögð. Umfjöllun formanns Læknafélags Íslands er ærumeiðandi og alvarleg, sér í lagi í ljósi þess að hún var ekki byggð á staðreyndum. Öllu alvarlegri er aðkoma embættis landlæknis að því að leggja hindranir í götu forvarnarstarfsemi Greenfit og eHealth. Alma Möller, þáverandi landlæknir kom fram í Kastljósi Ríkissjónvarpsins og varaði við starfsemi Greenfit. Hún hafði þá hvorki kynnt sér starfsemi fyrirtækisins né sóst á nokkurn hátt eftir upplýsingum frá ábyrgðaraðilum Greenfit um þær mælingar sem hún tjáði sig um í Kastljósi og varaði almenning við. Greenfit hefur ráðið fjóra lækna til starfa til að sinna forvarnarþjónustu, heilsueflingu og því verkefni að auka heilsulæsi og valdefla einstaklinga til bættra lifnaðarhátta og aukins heilbrigðis. Í öllum tilvikum hefur embætti landlæknis sent þessum læknum lögrfæðibréf þannig að þeir hafa allir hrakist úr starfi hjá Greenfit. Tveir af þeim læknum sem Greenfit hafði ráðið til starfa við að skoða blóðmælingar í forvarnarskyni, meta og ráðleggja um lífsstíl en ráðningunni verið hafnað af embætti landlæknisreka nú fyrirtæki í beinni samkeppni við Greenfit,. Embætti landlæknis hafnaði því fyrirtækinu Greenfit,sem hafði markaðslegt forskot á forvarnarmarkaði, um að ráða læknana til starfa en veitti SÖMU læknum leyfi til að starfa í sama tilgangi í beinni samkeppni við Greenfit. Nú er ár liðið frá því að dótturfélag Greenfit, eHealth sendi inn tilkynningu um breytingu á rekstri með ráðningu læknis. Landlæknir synjaði eHealth um að fá að ráða lækninn til starfa. Heilbrigðisráðherra rak ákvörðun landlæknis heim í hús og hefur gert þeim að endurskoða afstöðu sína þar sem þau hafi ekki farið að lögum í synjun sinni til eHealth. Allt kemur fyrir ekki og enn situr málið fast hjá embætti landlæknis. Það er mér hulin ráðgáta hvers vegna Alma Möller er á móti heilsueflandi forvarnarstarsemi líkt og þeirri sem Greenfit stundar. Ég verð þó að halda í þá trú mína að hún, rétt eins og ég, telji sig vera að gera gagn. Eitt er ég þó fullviss um. Yfir 80% af fjárframlögum okkar til heilbrigðiskerfis landsmanna, sem er stærsti útgjaldaliður ríkisins ár hvert, fer í að meðhöndla langvinna lífsstílstengda sjúkdóma. Það liggur því í augum uppi að lausnin á heilbrigðisvanda þjóðarinnar er að fækka veikindum. Byrgja brunninn. Efla forvarnir. En ekki að auka fjárútlát í lyf og aðgerðir sem hægt er að koma í veg fyrir með því að opna augun fyrir þeim augljósu staðreyndum sem stara á okkur. Lífsstíllinn okkar er að drepa okkur og setja þjóðina á hausinn! Í dag læknaði ég mann af sykursýki II. En það er í augum landlæknis bannað. Af því að ég er bara sjúkraþjálfari og má ekki lækna. Höfundur er stofnandi Greenfit.
Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun