Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir og Jóhann Páll Jóhannsson skrifa 24. nóvember 2024 13:02 Ójöfnuður milli kynslóða fer vaxandi á Íslandi og hagvöxtur undanfarinna ára hefur dreifst ójafnt milli aldurshópa. Kaupmáttur meðaltals ráðstöfunartekna hjá fólki á aldrinum 30-39 ára er sá sami í dag og hann var fyrir 20 árum meðan kaupmáttur hefur aukist umtalsvert hjá öðrum aldurshópum. Þetta kemur fram í nýrri greiningu frá Visku stéttarfélagi. Það er orðið alltof dýrt fyrir fjölskyldufólk að lifa venjulegu lífi á Íslandi. Of dýrt að borga vexti, of dýrt að borga húsnæði og of dýrt að kaupa í matinn. Tækifæri ungs fólks til þess að eignast þak yfir höfuðið ráðast í auknum mæli af því hve mikinn fjárstuðning foreldrar geta veitt. Þessu ætlar Samfylkingin að breyta, fáum við til þess traust í alþingiskosningum 30. nóvember og út á þetta gengur Framkvæmdaplanið okkar í húsnæðis- og kjaramálum. Lægri vextir Vaxtabyrði yngri kynslóða hefur hækkað margfalt hraðar en annarra aldurshópa á undanförnum árum. Árið 2019 greiddu 13% einstaklinga undir fertugu meira en fimmtung af ráðstöfunartekjum sínum í vexti en í fyrra var hlutfallið komið upp í 21%. Til samanburðar hækkaði þetta hlutfall hjá öðrum aldurshópum úr 11% upp í 14% á sama tímabili. Lykillinn að hraðri lækkun vaxta er aukin festa í ríkisfjármálum. Þar leggur Samfylking áherslu á að lögfest verði stöðugleikaregla um jafnvægi tekna og rekstrarútgjalda með tilliti til hagsveiflunnar, að dregið verði markvisst úr sóun í opinberum framkvæmdum og tekjustofnar styrktir með sanngjörnum auðlindagjöldum og auknu jafnræði í skattheimtu. Við erum ósammála þeim stjórnmálaflokkum sem vilja að ríkasta 1 prósentið á Íslandi greiði miklu lægra skatthlutfall en millistéttin. Með ábyrgri ríkisfjármálastefnu getum við endurheimt traust til hagstjórnar á Íslandi og stutt við lækkun vaxta. Kosningaloforð hægriflokkanna um stórfellda lækkun skatta í þágu tekjuhæstu hópanna gætu hins vegar hægt á vaxtalækkunarferlinu. Bráðaaðgerðir og kerfisbreytingar á húsnæðismarkaði Til að bæta stöðu yngri hópanna á húsnæðismarkaði þarf að vinna hratt á því stórkostlega ójafnvægi sem hefur skapast milli framboðs og eftirspurnar. Samfylkingin boðar bráðaaðgerðir til að ýta undir að íbúðir nýtist til búsetu frekar en skammtímaleigu til ferðamanna og liðka fyrir uppbyggingu færanlegra einingarhúsa og breytingu vannýtts atvinnuhúsnæðis í vandaðar íbúðir. Með þessu er hægt að auka framboð á húsnæðismarkaði talsvert meira á næstu tveimur árum en áætlanir stjórnvalda hafa gert ráð fyrir og þannig temprum við fasteigna- og leiguverð. Til lengri tíma þarf fleira að koma til svo húsnæðismarkaðurinn færist í betra horf. Þar boðar Samfylkingin nýja nálgun í skipulagsmálum, aukið samstarf ríkis og sveitarfélaga við uppbyggingu innviða í nýjum íbúðahverfum, aukinn stuðning við leigjendur og óhagnaðardrifin íbúðafélög og skilvirkara fyrirkomulag lána til fyrstu kaupenda. Nýtt fæðingarorlofskerfi og sáttmáli um leikskólastigið Ungt fólk á að geta eignast börn án þess að búa við lamandi afkomukvíða. Plan Samfylkingarinnar fyrir barnafólk er þríþætt. Í fyrsta lagi viljum við lögfesta rétt barna til leikskólavistar frá tilteknum aldri eins og gert hefur verið á hinum Norðurlöndunum. Á Íslandi hefur skort lagaumgjörð og samkomulag um fjármögnun leikskólastigsins og ungbarnafjölskyldur í öllum stærri sveitarfélögum bera hallann af því. Úr þessu þarf að bæta og það kallar á að lög um tekjustofna sveitarfélaga verði endurskoðuð þannig að gert sé ráð fyrir rekstri leikskóla sem lögbundins og fjármagnaðs verkefnis sveitarfélaga. Í öðru lagi boðar Samfylkingin nýtt fæðingarorlofskerfi til að tryggja betur afkomuöryggi foreldra, draga markvisst úr tekjumissi foreldra á fæðingarári barns og vernda heilsu móður og barns. Um átta meginatriði nýja kerfisins má lesa hér. Í þriðja lagi mun Samfylkingin koma þróun barnabóta í fastari skorður þannig að þær hækki árlega til jafns við hækkun þrepamarka í tekjuskattskerfinu og skerðingarmörk uppfærist þannig að fjöldi heimila sem fá stuðning haldist stöðugur. Langtímasýn um dýnamískara hagkerfi Til lengri tíma skiptir miklu að mótuð verði atvinnustefna fyrir Ísland með áherslu á háframleiðnistörf. Á undanförnum árum hefur hagvöxtur að miklu leyti verið drifinn áfram af vinnuaflsfrekum greinum og mikilli fólksfjölgun. Unga fólkið hefur streymt í háskólanám en hagkerfið ekki skapað tækifæri í takt við menntun þess. Um leið er hlutfall fólks í iðnnámi hérlendis með því lægsta í þróuðum ríkjum. Til að bæta úr þessu þurfum við að halda áfram að byggja upp sterkt og samkeppnishæft menntakerfi og móta virka atvinnustefnu á Íslandi sem miðar að aukinni framleiðni og auknum hagvexti á mann. Sterk Samfylking er forsenda þessara breytinga Til að þessi framtíðarsýn verði að veruleika verður Samfylkingin að fá sterka kosningu þann 30. nóvember. Hægriflokkarnir boða nú stórfelldar skattalækkanir fyrir ríkasta fólkið á Íslandi og vilja dæla peningum út í hagkerfið með því að gefa banka. Það er öruggasta leiðin til að auka á hallareksturinn, hleypa verðbólgunni aftur af stað og setja vaxtalækkunarferlið í uppnám. Með plani Samfylkingarinnar náum við niður vöxtum, höldum verðbólgu í skefjum og sköpum svigrúm í hagkerfinu til að bæta opinbera þjónustu og efla stuðningskerfi barnafólks. Þannig stöndum við með ungu fólki og fjölskyldum. Höfundar eru frambjóðendur Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Reykjavíkurkjördæmi suður Húsnæðismál Mest lesið Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Sjá meira
Ójöfnuður milli kynslóða fer vaxandi á Íslandi og hagvöxtur undanfarinna ára hefur dreifst ójafnt milli aldurshópa. Kaupmáttur meðaltals ráðstöfunartekna hjá fólki á aldrinum 30-39 ára er sá sami í dag og hann var fyrir 20 árum meðan kaupmáttur hefur aukist umtalsvert hjá öðrum aldurshópum. Þetta kemur fram í nýrri greiningu frá Visku stéttarfélagi. Það er orðið alltof dýrt fyrir fjölskyldufólk að lifa venjulegu lífi á Íslandi. Of dýrt að borga vexti, of dýrt að borga húsnæði og of dýrt að kaupa í matinn. Tækifæri ungs fólks til þess að eignast þak yfir höfuðið ráðast í auknum mæli af því hve mikinn fjárstuðning foreldrar geta veitt. Þessu ætlar Samfylkingin að breyta, fáum við til þess traust í alþingiskosningum 30. nóvember og út á þetta gengur Framkvæmdaplanið okkar í húsnæðis- og kjaramálum. Lægri vextir Vaxtabyrði yngri kynslóða hefur hækkað margfalt hraðar en annarra aldurshópa á undanförnum árum. Árið 2019 greiddu 13% einstaklinga undir fertugu meira en fimmtung af ráðstöfunartekjum sínum í vexti en í fyrra var hlutfallið komið upp í 21%. Til samanburðar hækkaði þetta hlutfall hjá öðrum aldurshópum úr 11% upp í 14% á sama tímabili. Lykillinn að hraðri lækkun vaxta er aukin festa í ríkisfjármálum. Þar leggur Samfylking áherslu á að lögfest verði stöðugleikaregla um jafnvægi tekna og rekstrarútgjalda með tilliti til hagsveiflunnar, að dregið verði markvisst úr sóun í opinberum framkvæmdum og tekjustofnar styrktir með sanngjörnum auðlindagjöldum og auknu jafnræði í skattheimtu. Við erum ósammála þeim stjórnmálaflokkum sem vilja að ríkasta 1 prósentið á Íslandi greiði miklu lægra skatthlutfall en millistéttin. Með ábyrgri ríkisfjármálastefnu getum við endurheimt traust til hagstjórnar á Íslandi og stutt við lækkun vaxta. Kosningaloforð hægriflokkanna um stórfellda lækkun skatta í þágu tekjuhæstu hópanna gætu hins vegar hægt á vaxtalækkunarferlinu. Bráðaaðgerðir og kerfisbreytingar á húsnæðismarkaði Til að bæta stöðu yngri hópanna á húsnæðismarkaði þarf að vinna hratt á því stórkostlega ójafnvægi sem hefur skapast milli framboðs og eftirspurnar. Samfylkingin boðar bráðaaðgerðir til að ýta undir að íbúðir nýtist til búsetu frekar en skammtímaleigu til ferðamanna og liðka fyrir uppbyggingu færanlegra einingarhúsa og breytingu vannýtts atvinnuhúsnæðis í vandaðar íbúðir. Með þessu er hægt að auka framboð á húsnæðismarkaði talsvert meira á næstu tveimur árum en áætlanir stjórnvalda hafa gert ráð fyrir og þannig temprum við fasteigna- og leiguverð. Til lengri tíma þarf fleira að koma til svo húsnæðismarkaðurinn færist í betra horf. Þar boðar Samfylkingin nýja nálgun í skipulagsmálum, aukið samstarf ríkis og sveitarfélaga við uppbyggingu innviða í nýjum íbúðahverfum, aukinn stuðning við leigjendur og óhagnaðardrifin íbúðafélög og skilvirkara fyrirkomulag lána til fyrstu kaupenda. Nýtt fæðingarorlofskerfi og sáttmáli um leikskólastigið Ungt fólk á að geta eignast börn án þess að búa við lamandi afkomukvíða. Plan Samfylkingarinnar fyrir barnafólk er þríþætt. Í fyrsta lagi viljum við lögfesta rétt barna til leikskólavistar frá tilteknum aldri eins og gert hefur verið á hinum Norðurlöndunum. Á Íslandi hefur skort lagaumgjörð og samkomulag um fjármögnun leikskólastigsins og ungbarnafjölskyldur í öllum stærri sveitarfélögum bera hallann af því. Úr þessu þarf að bæta og það kallar á að lög um tekjustofna sveitarfélaga verði endurskoðuð þannig að gert sé ráð fyrir rekstri leikskóla sem lögbundins og fjármagnaðs verkefnis sveitarfélaga. Í öðru lagi boðar Samfylkingin nýtt fæðingarorlofskerfi til að tryggja betur afkomuöryggi foreldra, draga markvisst úr tekjumissi foreldra á fæðingarári barns og vernda heilsu móður og barns. Um átta meginatriði nýja kerfisins má lesa hér. Í þriðja lagi mun Samfylkingin koma þróun barnabóta í fastari skorður þannig að þær hækki árlega til jafns við hækkun þrepamarka í tekjuskattskerfinu og skerðingarmörk uppfærist þannig að fjöldi heimila sem fá stuðning haldist stöðugur. Langtímasýn um dýnamískara hagkerfi Til lengri tíma skiptir miklu að mótuð verði atvinnustefna fyrir Ísland með áherslu á háframleiðnistörf. Á undanförnum árum hefur hagvöxtur að miklu leyti verið drifinn áfram af vinnuaflsfrekum greinum og mikilli fólksfjölgun. Unga fólkið hefur streymt í háskólanám en hagkerfið ekki skapað tækifæri í takt við menntun þess. Um leið er hlutfall fólks í iðnnámi hérlendis með því lægsta í þróuðum ríkjum. Til að bæta úr þessu þurfum við að halda áfram að byggja upp sterkt og samkeppnishæft menntakerfi og móta virka atvinnustefnu á Íslandi sem miðar að aukinni framleiðni og auknum hagvexti á mann. Sterk Samfylking er forsenda þessara breytinga Til að þessi framtíðarsýn verði að veruleika verður Samfylkingin að fá sterka kosningu þann 30. nóvember. Hægriflokkarnir boða nú stórfelldar skattalækkanir fyrir ríkasta fólkið á Íslandi og vilja dæla peningum út í hagkerfið með því að gefa banka. Það er öruggasta leiðin til að auka á hallareksturinn, hleypa verðbólgunni aftur af stað og setja vaxtalækkunarferlið í uppnám. Með plani Samfylkingarinnar náum við niður vöxtum, höldum verðbólgu í skefjum og sköpum svigrúm í hagkerfinu til að bæta opinbera þjónustu og efla stuðningskerfi barnafólks. Þannig stöndum við með ungu fólki og fjölskyldum. Höfundar eru frambjóðendur Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun