Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Boði Logason skrifar 25. nóvember 2024 15:02 Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna. Stýrir leynileg valdaelíta alþjóðstofnunum á borð við ESB og SÞ á bak við tjöldin? Hulda og Eiríkur fjalla um nýju heimsskipanina í nýjasta þættinum af Skuggavaldinu. Vísir/AFP Alþjóðastofnanir á borð við Sameinuðu þjóðirnar (SÞ), Evrópusambandið (ESB) og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina hafa ítrekað verið skotmark samsæriskenninga sem halda því fram að þær grafi undan fullveldi þjóða og þjónusti leynilega valdaelítu sem stefnir að heimsstjórn. Í seinni þætti Skuggavaldsins um „nýju heimsskipanina“ ræða þau Hulda Þórisdóttir og Eiríkur Bergmann hvernig þessar kenningar hafa þróast og mótað samfélagslega umræðu í gegnum tíðina. Samkvæmt samsæriskenningunum eru stofnanir eins og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (IMF) og Alþjóðabankinn sagðar nota skuldir landa til að ná yfirráðum, á meðan tækniframfarir – allt frá snjalltækjum til meintra örflaga í bóluefnum – séu nýttar til að fylgjast með og stjórna fólki. Fundir á borð við Davos-ráðstefnuna og Bilderberg-hópinn eru sagðir vera vettvangur þar sem heimsyfirráð séu skipulögð. Kenningasmiðir tengja einnig hnattvæðingu og alþjóðasamvinnu við ætlaða áætlun um einræðisstjórn. Eiríkur Bergmann og Hulda Þórisdóttir halda úti hlaðvarpinu Skuggavaldið sem kemur út annan hvern mánudag.Vísir/Vilhelm Í þættinum er rakið hvernig þessi retórík hefur fengið byr undir báða vængi á tímum samfélagsbreytinga og stórviðburða á borð við heimskreppuna, hryðjuverkaárásirnar 11. september og jafnvel Covid-19 faraldurinn. Sérstaklega er fjallað um hvernig orðræða um „nýja heimsskipan“ sem stjórnmálamenn hafa notað í samhengi við meiriháttar atburði í alþjóðastjórnmálum, til dæmis fræg ræða George H.W. Bush árið 1990 og nú síðast Pútín um kjör Donalds Trumps, er olía á eld samsæriskenningasmiða sem túlkað hafa þau orð sem áætlun um heimsyfirráð. Popúlískir leiðtogar hafa tekið kenninguna upp á sína arma og nýtt hana til að magna upp þjóðernishyggju og tortryggni gagnvart alþjóðastofnunum. Í þættinum er einnig fjallað um alvarlegar afleiðingar þessara kenninga, þar á meðal hvernig þær grafa undan trausti á lýðræðislegum stofnunum, auka sundrungu og geta jafnvel stuðlað að ofbeldi, líkt og í tilfelli sprengjuárásarinnar í Oklahoma árið 1995. Alla þætti Skuggavaldsins má nálgast á vefsíðu Tals. Skuggavaldið Hryðjuverkin 11. september 2001 Mest lesið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Lífið Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Eliza Reid efst á bóksölulistanum Menning Fleiri fréttir Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Sjá meira
Í seinni þætti Skuggavaldsins um „nýju heimsskipanina“ ræða þau Hulda Þórisdóttir og Eiríkur Bergmann hvernig þessar kenningar hafa þróast og mótað samfélagslega umræðu í gegnum tíðina. Samkvæmt samsæriskenningunum eru stofnanir eins og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (IMF) og Alþjóðabankinn sagðar nota skuldir landa til að ná yfirráðum, á meðan tækniframfarir – allt frá snjalltækjum til meintra örflaga í bóluefnum – séu nýttar til að fylgjast með og stjórna fólki. Fundir á borð við Davos-ráðstefnuna og Bilderberg-hópinn eru sagðir vera vettvangur þar sem heimsyfirráð séu skipulögð. Kenningasmiðir tengja einnig hnattvæðingu og alþjóðasamvinnu við ætlaða áætlun um einræðisstjórn. Eiríkur Bergmann og Hulda Þórisdóttir halda úti hlaðvarpinu Skuggavaldið sem kemur út annan hvern mánudag.Vísir/Vilhelm Í þættinum er rakið hvernig þessi retórík hefur fengið byr undir báða vængi á tímum samfélagsbreytinga og stórviðburða á borð við heimskreppuna, hryðjuverkaárásirnar 11. september og jafnvel Covid-19 faraldurinn. Sérstaklega er fjallað um hvernig orðræða um „nýja heimsskipan“ sem stjórnmálamenn hafa notað í samhengi við meiriháttar atburði í alþjóðastjórnmálum, til dæmis fræg ræða George H.W. Bush árið 1990 og nú síðast Pútín um kjör Donalds Trumps, er olía á eld samsæriskenningasmiða sem túlkað hafa þau orð sem áætlun um heimsyfirráð. Popúlískir leiðtogar hafa tekið kenninguna upp á sína arma og nýtt hana til að magna upp þjóðernishyggju og tortryggni gagnvart alþjóðastofnunum. Í þættinum er einnig fjallað um alvarlegar afleiðingar þessara kenninga, þar á meðal hvernig þær grafa undan trausti á lýðræðislegum stofnunum, auka sundrungu og geta jafnvel stuðlað að ofbeldi, líkt og í tilfelli sprengjuárásarinnar í Oklahoma árið 1995. Alla þætti Skuggavaldsins má nálgast á vefsíðu Tals.
Skuggavaldið Hryðjuverkin 11. september 2001 Mest lesið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Lífið Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Eliza Reid efst á bóksölulistanum Menning Fleiri fréttir Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Sjá meira