Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar 25. nóvember 2024 13:33 Meðferð svína og annarra eldisdýra er svo grimmileg að ólíklegt er að komandi kynslóðir líti meðferð núlifandi kynslóða með velþóknun. Opnum hugann og hættum neyslu afurða úr því helvíti á jörð sem eldisbúin eru. Þeim sem kynna sér aðstæður dýra í eldisiðnaði kemur á óvart hve mannskepnan getur verið vægðarlaus við þau varnarlaus. Þrátt fyrir stórbrotna vitundarvakningu undanfarinna áratuga varðandi umgengni manna um viðkvæma náttúru, hafa dýrin af einhverri ástæðu verið undanskilin. Margir sem mega ekki til þess hugsa að mannskepnan spilli náttúrunni, láta sig litlu skipta skelfileg örlög eldisdýra. Sumpart má um kenna að meðferð þeirra er ekki á almanna vitorði; er tryggilega falin innan veggja eldisbúanna enda um að ræða sannkallað helvíti á jörð fyrir varnarlaus dýrin. En nú líður að jólum með tilheyrandi veisluhöldum. Fórnarlömb veisluhaldanna eru oftar en ekki eldisdýrin blessuð, svínin þar á meðal, enda kvalaafurðir þeirra taldar við hæfi þegar mannskepnan fagnar hátíð ljóssins. Ekkert er þó fjarri sanni en að neysla afurða dýra sem þola álíka þrautir og kvalræði á sinni stuttu lífsleið, eigi eitthvað skylt við þann boðskap sem tengist jólunum. Aukin menntun og aðgengi að upplýsingum um illa meðferð eldisdýra hefur valdið því að ungt og vel gert fólk hefur verið í fararbroddi baráttu fyrir aukinni velferð dýra. Málflutningur þessa unga fólks einkennist af ríkri siðferðiskennd og samúð með þeim varnarlausu dýrum sem gista kvalakistur eldisbúanna. Tökum þetta unga fólk til fyrirmyndar og breytum neysluvenjum okkar, líka á jólunum. Höfundur er tækniþróunarstjóri. Samtök um dýravelferð á Íslandi (SDÍ) standa nú þriðja árið í röð fyrir auglýsingaherferð sem hvetur fólk til þess að kaupa ekki svínakjöt í jólamatinn. Í nóvember og desember er áætlunin að fjalla um svín, fræða fólk um þessi dásamlegu dýr og eiginleikana sem þau búa yfir. Við viljum einnig vekja athygli á slæmum aðbúnaði þeirra. Fylgist með á Instagram, Facebook og Tiktok aðgangi samtakanna á @dyravelferd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dýraheilbrigði Mest lesið Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Meðferð svína og annarra eldisdýra er svo grimmileg að ólíklegt er að komandi kynslóðir líti meðferð núlifandi kynslóða með velþóknun. Opnum hugann og hættum neyslu afurða úr því helvíti á jörð sem eldisbúin eru. Þeim sem kynna sér aðstæður dýra í eldisiðnaði kemur á óvart hve mannskepnan getur verið vægðarlaus við þau varnarlaus. Þrátt fyrir stórbrotna vitundarvakningu undanfarinna áratuga varðandi umgengni manna um viðkvæma náttúru, hafa dýrin af einhverri ástæðu verið undanskilin. Margir sem mega ekki til þess hugsa að mannskepnan spilli náttúrunni, láta sig litlu skipta skelfileg örlög eldisdýra. Sumpart má um kenna að meðferð þeirra er ekki á almanna vitorði; er tryggilega falin innan veggja eldisbúanna enda um að ræða sannkallað helvíti á jörð fyrir varnarlaus dýrin. En nú líður að jólum með tilheyrandi veisluhöldum. Fórnarlömb veisluhaldanna eru oftar en ekki eldisdýrin blessuð, svínin þar á meðal, enda kvalaafurðir þeirra taldar við hæfi þegar mannskepnan fagnar hátíð ljóssins. Ekkert er þó fjarri sanni en að neysla afurða dýra sem þola álíka þrautir og kvalræði á sinni stuttu lífsleið, eigi eitthvað skylt við þann boðskap sem tengist jólunum. Aukin menntun og aðgengi að upplýsingum um illa meðferð eldisdýra hefur valdið því að ungt og vel gert fólk hefur verið í fararbroddi baráttu fyrir aukinni velferð dýra. Málflutningur þessa unga fólks einkennist af ríkri siðferðiskennd og samúð með þeim varnarlausu dýrum sem gista kvalakistur eldisbúanna. Tökum þetta unga fólk til fyrirmyndar og breytum neysluvenjum okkar, líka á jólunum. Höfundur er tækniþróunarstjóri. Samtök um dýravelferð á Íslandi (SDÍ) standa nú þriðja árið í röð fyrir auglýsingaherferð sem hvetur fólk til þess að kaupa ekki svínakjöt í jólamatinn. Í nóvember og desember er áætlunin að fjalla um svín, fræða fólk um þessi dásamlegu dýr og eiginleikana sem þau búa yfir. Við viljum einnig vekja athygli á slæmum aðbúnaði þeirra. Fylgist með á Instagram, Facebook og Tiktok aðgangi samtakanna á @dyravelferd.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar