Mbl.is greindi fyrst frá. Aníta og Hafþór hafa undanfarið unnið náið saman í kvikmyndageiranum. Nokkur aldursmunur er á parinu eða um tólf ár. Aníta er fædd árið 1982 og Hafþór 1994. Saman búa þau í fallegri risíbúð við Bárugötu sem þau hafa verið að gera upp áður fyrir komu draumadísarinnar.
Þráðu að eignast barn
Í viðtali í Bakaríinu í júlí síðastliðinn sagði Aníta frá því hversu tilfinningaþrufið það hafi verið að leika ófríska konu í þáttaseríunni Ráðherrann á meðan hún var sjálf að reyna að eignast barn.
„Hún er ólétt á þessum tíma og við sjálf þráðum svo mikið að eignast barn, og vorum að reyna að eignast barn. Ég var í tökum með alls konar bumbur á mér og það voru oft flóknar tilfinningar. Því maður vissi ekki hvort maður yrði svo heppinn að upplifa þetta aftur,“ sagði Aníta.
Sjá nánar: „Ég grét svo mikið“
Aníta er ein hæfileikaríkasta leikkona okkar Íslendinga. Hún flutti heim til Íslands árið 2020 eftir farsælan feril erlendis og hefur síðan þá verið iðin við kolann hvað varðar íslenska kvikmyndagerðarlist. Má þar nefna kvikmyndina Skjálfta, Villibráð og Svari við Bréfi Helgu.