Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. nóvember 2024 19:30 Hart barist. Carl Recine/Getty Images West Ham United vann nokkuð óvæntan 2-0 útisigur á Newcastle United í eina leik kvöldsins í ensku úrvalsdeild karla í fótbolta. Eftir aðeins tíu mínútna leik kom Tomáš Souček gestunum úr Lundúnum yfir eftir sendingu bakvarðarins Emerson, staðan 0-1 í hálfleik. Snemma í síðari hálfleik tvöfaldaði bakvörðurinn Aaron Wan-Bissaka forystu gestanna eftir sendingu Jarrod Bowen. Staðan orðin 0-2 og reyndust það lokatölur leiksins. Sigurinn lyftir Hömrunum upp í 14. sæti með 15 stig að loknum 12 umferðum. Newcastle er í 10. sæti með 18 stig. Enski boltinn Fótbolti
West Ham United vann nokkuð óvæntan 2-0 útisigur á Newcastle United í eina leik kvöldsins í ensku úrvalsdeild karla í fótbolta. Eftir aðeins tíu mínútna leik kom Tomáš Souček gestunum úr Lundúnum yfir eftir sendingu bakvarðarins Emerson, staðan 0-1 í hálfleik. Snemma í síðari hálfleik tvöfaldaði bakvörðurinn Aaron Wan-Bissaka forystu gestanna eftir sendingu Jarrod Bowen. Staðan orðin 0-2 og reyndust það lokatölur leiksins. Sigurinn lyftir Hömrunum upp í 14. sæti með 15 stig að loknum 12 umferðum. Newcastle er í 10. sæti með 18 stig.
Rifjuðu upp þegar Gummi spurði strákana eftir tvær umferðir hvort KR gæti orðið meistari Íslenski boltinn
Rifjuðu upp þegar Gummi spurði strákana eftir tvær umferðir hvort KR gæti orðið meistari Íslenski boltinn