Gera þarf skurk í búsetumálum eldri borgara Ólafur Ísleifsson skrifar 26. nóvember 2024 12:02 Eldri borgarar þurfa að geta notið lífsgæða og búið á heimilum sínum sem allra lengst. Til þess þarf nauðsynlega þjónustu, þ.e. heimilishjálp og heimahjúkrun. Þegar eldri borgarar með vistunarmat flytja í hjúkrunarrými má biðtími eftir slíku rými ekki verða óhæfilega langur. Setja þarf reglur um hvað telst hæfilegur biðtími eftir hjúkrunarrými og halda verður áfram með kröftugri hætti en hingað til hefur verið gert við uppbyggingu hjúkrunarrýma. Átak til að reisa hjúkrunarheimili Skortur hefur verið á hjúkrunarrýmum á ýmsum stöðum á landinu. Sá skortur hefur skapað langa biðlista og yfirfulla spítala fyrir þá einstaklinga, sem eru of lasburða til að útskrifast heim til sín. Fylgja þarf áætlun um uppbyggingu hjúkrunarrýma, sem staðið verður við. Það hefur afleiðingar annars staðar í heilbrigðiskerfinu með tilheyrandi kostnaði þegar útskrift aldraðra af sjúkrahúsum yfir í hjúkrunarrými tefst. Þetta mikilvæga atriði hefur verið klætt í dularbúning með því að tala um fráflæðisvanda í þessu sambandi. Framkvæmdasjóður aldraðra ekki nýttur sem skyldi Ríkið hefur ekki nýtt nógsamlega Framkvæmdasjóð aldraðra til þess sem hann var stofnaður til, þ.e. í uppbyggingu og viðhald hjúkrunarheimila, heldur látið verulegan hluta fjármuna sjóðsins renna til rekstrar. Þetta var aldrei tilgangur þess sjóðs, sem skattskyldir landsmenn á aldrinum 16 - 70 ára greiða nefskatt til. Skýrir þetta að hluta til þann skort sem fyrir er á hjúkrunarrýmum. Vanfjármagnaður rekstur Rekstrarvandi margra hjúkrunarheimila hefur lagst þungt á þá sem reka þau, eins og sjálfseignarstofnanir og sveitarfélög. Fram hefur komið að umtalsverða fjármuni vanti í daggjaldið sem ríkið greiðir svo heimilin geti uppfyllt lágmarksviðmið Landlæknisembættisins um mönnun á hjúkrunarheimilum. Hjúkrunarþyngd íbúa hjúkrunarheimila hefur aukist til muna á undanförnum áratug eða svo. Taka verður tillit til þessara þátta við ákvörðun um fjárveitingar í þessum málaflokki. Greina þarf þarfir og útgjöld Endurmeta þarf útgjöld til hjúkrunarheimila, stöðu þjónustunnar og mögulegar aðgerðir til að mæta hjúkrunarþörf aldraðra á öruggan og hagkvæman hátt. Markmiðið er að greiðslur ráðist af hjúkrunarþyngd hvort sem þjónustan er veitt í heimahúsum eða á hjúkrunarheimilum og verði óháðar því hvort þjónustuveitandinn er sveitarfélag, sjálfseignastofnun eða ríkið. Öll hjúkrunarþjónusta aldraðra þarf að miðast við þarfir íbúa. Mæta þarf auknum kröfum um aðbúnað Brýnt er að tekið verði á stöðunni í húsnæðismálum aldraðra, ekki síst að fjölga hjúkrunarrýmum. Öldruðum fjölgar hratt, m.a. í elsta hópnum, sem líklegastur er að þurfi á hjúkrunarrými að halda. Aðgerðir mega ekki dragast lengur. Það tekur tíma að byggja hvert hjúkrunarheimili. Einnig verður að taka mið af því að komandi kynslóðir eru ekki líklegar til að sætta sig við sömu gæði í aðbúnaði í hjúkrunarrýmum aldraðra og víða er boðið upp á núna. Höfundur skipar 3. sæti á lista Miðflokksins í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Miðflokkurinn Eldri borgarar Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn Skoðun Skoðun Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Eldri borgarar þurfa að geta notið lífsgæða og búið á heimilum sínum sem allra lengst. Til þess þarf nauðsynlega þjónustu, þ.e. heimilishjálp og heimahjúkrun. Þegar eldri borgarar með vistunarmat flytja í hjúkrunarrými má biðtími eftir slíku rými ekki verða óhæfilega langur. Setja þarf reglur um hvað telst hæfilegur biðtími eftir hjúkrunarrými og halda verður áfram með kröftugri hætti en hingað til hefur verið gert við uppbyggingu hjúkrunarrýma. Átak til að reisa hjúkrunarheimili Skortur hefur verið á hjúkrunarrýmum á ýmsum stöðum á landinu. Sá skortur hefur skapað langa biðlista og yfirfulla spítala fyrir þá einstaklinga, sem eru of lasburða til að útskrifast heim til sín. Fylgja þarf áætlun um uppbyggingu hjúkrunarrýma, sem staðið verður við. Það hefur afleiðingar annars staðar í heilbrigðiskerfinu með tilheyrandi kostnaði þegar útskrift aldraðra af sjúkrahúsum yfir í hjúkrunarrými tefst. Þetta mikilvæga atriði hefur verið klætt í dularbúning með því að tala um fráflæðisvanda í þessu sambandi. Framkvæmdasjóður aldraðra ekki nýttur sem skyldi Ríkið hefur ekki nýtt nógsamlega Framkvæmdasjóð aldraðra til þess sem hann var stofnaður til, þ.e. í uppbyggingu og viðhald hjúkrunarheimila, heldur látið verulegan hluta fjármuna sjóðsins renna til rekstrar. Þetta var aldrei tilgangur þess sjóðs, sem skattskyldir landsmenn á aldrinum 16 - 70 ára greiða nefskatt til. Skýrir þetta að hluta til þann skort sem fyrir er á hjúkrunarrýmum. Vanfjármagnaður rekstur Rekstrarvandi margra hjúkrunarheimila hefur lagst þungt á þá sem reka þau, eins og sjálfseignarstofnanir og sveitarfélög. Fram hefur komið að umtalsverða fjármuni vanti í daggjaldið sem ríkið greiðir svo heimilin geti uppfyllt lágmarksviðmið Landlæknisembættisins um mönnun á hjúkrunarheimilum. Hjúkrunarþyngd íbúa hjúkrunarheimila hefur aukist til muna á undanförnum áratug eða svo. Taka verður tillit til þessara þátta við ákvörðun um fjárveitingar í þessum málaflokki. Greina þarf þarfir og útgjöld Endurmeta þarf útgjöld til hjúkrunarheimila, stöðu þjónustunnar og mögulegar aðgerðir til að mæta hjúkrunarþörf aldraðra á öruggan og hagkvæman hátt. Markmiðið er að greiðslur ráðist af hjúkrunarþyngd hvort sem þjónustan er veitt í heimahúsum eða á hjúkrunarheimilum og verði óháðar því hvort þjónustuveitandinn er sveitarfélag, sjálfseignastofnun eða ríkið. Öll hjúkrunarþjónusta aldraðra þarf að miðast við þarfir íbúa. Mæta þarf auknum kröfum um aðbúnað Brýnt er að tekið verði á stöðunni í húsnæðismálum aldraðra, ekki síst að fjölga hjúkrunarrýmum. Öldruðum fjölgar hratt, m.a. í elsta hópnum, sem líklegastur er að þurfi á hjúkrunarrými að halda. Aðgerðir mega ekki dragast lengur. Það tekur tíma að byggja hvert hjúkrunarheimili. Einnig verður að taka mið af því að komandi kynslóðir eru ekki líklegar til að sætta sig við sömu gæði í aðbúnaði í hjúkrunarrýmum aldraðra og víða er boðið upp á núna. Höfundur skipar 3. sæti á lista Miðflokksins í Suðurkjördæmi.
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun