Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 26. nóvember 2024 06:55 Hugmyndir Trump um að hækka tolla eru afar umdeildar. AP/Alex Brandon Donald Trump, sem tekur við forsetaembættinu í Bandaríkjunum 20. janúar á næsta ári, hefur ítrekað hótanir sínar um að hækka tolla á innfluttar vörur frá Kína, Mexíkó og Kanada verulega á fyrstu dögum sínum í embætti. Trump hamraði mjög á þessu í kosningabaráttunni og í nýrri færslu á samfélagsmiðli sínum Truth Social segir hann að fyrsta verk hans í embætti verði að gefa út forsetatilskipun þar sem 25 prósenta tolli verði umsvifalaust skellt á allar vörur sem koma frá Mexíkó og Kanada. Tollarnir verði í gildi uns yfirvöld í löndunum koma böndum á það sem hann kallar „stjórnlausan ólöglegan innflutning“ á eiturlyfjum og fólki. Þá segir hann að sérstakur tíu prósenta aukatollur verði settur á kínverskar vörur, uns stjórnvöld þar í landi koma í veg fyrir ólöglegan innflutning á ópíóðum frá Kína til Bandaríkjanna. Breska ríkisútvarpið fjallar um málið og segir að ef Trump standi við stóru orðin muni það setja öll samskipti Bandaríkjanna við þessi þrjú helstu viðskiptalönd sín í verulegt uppnám. Þá virðist hann munu brjóta gegn viðskiptasamningi milli Bandaríkjanna, Mexíkó og Kanada, sem hann undirritaði sjálfur og tók gildi árið 2020. Trump hefur haldið því fram að tollarnir munu koma harðast niður á umræddum ríkjum, bandarískum neytendum til hagsbóta. Þetta segja flestir hagfræðingar að sé afar misvísandi, svo ekki sé meira sagt. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Kína Mexíkó Kanada Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Fleiri fréttir Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Sjá meira
Trump hamraði mjög á þessu í kosningabaráttunni og í nýrri færslu á samfélagsmiðli sínum Truth Social segir hann að fyrsta verk hans í embætti verði að gefa út forsetatilskipun þar sem 25 prósenta tolli verði umsvifalaust skellt á allar vörur sem koma frá Mexíkó og Kanada. Tollarnir verði í gildi uns yfirvöld í löndunum koma böndum á það sem hann kallar „stjórnlausan ólöglegan innflutning“ á eiturlyfjum og fólki. Þá segir hann að sérstakur tíu prósenta aukatollur verði settur á kínverskar vörur, uns stjórnvöld þar í landi koma í veg fyrir ólöglegan innflutning á ópíóðum frá Kína til Bandaríkjanna. Breska ríkisútvarpið fjallar um málið og segir að ef Trump standi við stóru orðin muni það setja öll samskipti Bandaríkjanna við þessi þrjú helstu viðskiptalönd sín í verulegt uppnám. Þá virðist hann munu brjóta gegn viðskiptasamningi milli Bandaríkjanna, Mexíkó og Kanada, sem hann undirritaði sjálfur og tók gildi árið 2020. Trump hefur haldið því fram að tollarnir munu koma harðast niður á umræddum ríkjum, bandarískum neytendum til hagsbóta. Þetta segja flestir hagfræðingar að sé afar misvísandi, svo ekki sé meira sagt.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Kína Mexíkó Kanada Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Fleiri fréttir Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Sjá meira