Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Jón Þór Stefánsson skrifar 26. nóvember 2024 13:06 Bíllinn sem var rændur ók frá Videomarkaðinum að Catalinu þar sem þjófnaðurinn fór fram. Vísir/Vilhelm Rannsókn á margra milljóna króna þjófnaði í Hamraborg í Kópavogi, sem var framið í byrjun mars, er lokið og hefur verið sent til ákærusviðs lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Sigrún Kristín Jónasdóttir lögreglufulltrúi staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. Mbl.is greindi fyrst frá. Einn er með stöðu sakbornings í málinu en Sigrún getur ekki sagt hvort hann sé grunaður um að fremja ránið að einhvers konar aðild að málinu. Þjófnaðurinn átti sér stað þann 25. mars þegar að tveir menn brutust inn í bifreið og höfðu með sér þýfið. Sérsveit var kölluð til eftir að tilkynnt var um innbrotið og var lýst eftir dökkgráum Toyota Yaris sem reyndist síðar vera með tvær mismunandi númeraplötur sem voru báðar stolnar af öðrum ökutækjum. Starfsmenn öryggismiðstöðvarinnar voru inn á Catalinu í Kópavogi að sækja pening úr spilakössunum á meðan þjófarnir athöfðust en sjá má myndskeið af atvikinu í spilaranum hér að neðan. Þýfið voru peningar sem komu úr spilakössum á vegum Happdrættis háskólans. Á rúmum þrjátíu sekúndum brutust þjófarnir inn í bílinn, tóku töskur og brunuðu í burtu. Daginn eftir fundust töskur í Mosfellsbæ á þremur mismunandi stöðum en verðmætin höfðu verið tekin úr töskunum. Sjö töskum var stolið en einungis voru verðmæti í tveimur þeirra. Verðmætin voru þá á bak og burt. Þær fundust við Lágafellskirkju í Mosfellsbæ, við Bugðufljót og úti í móa uppi við Esjumela. Upprunalega var talið að allar töskurnar væru fundnar en síðar kom í ljós ein af töskunum væri ófundin, sú var full af peningum. Litasprengjum sem hafði verið komið fyrir í töskunum til að eyðileggja verðmætin þegar einhver reynir að opna töskurnar sprungu. Óvíst er hve stór hluti fjárins eyðilagðist við það en töskurnar voru opnaðar með slípirokk. Þann 2. maí var íslenskur karlmaður um fertugt úrskurðaður í gæsluvarðhald í tengslum við þjófnaðinn í Hamraborg, fimm vikum eftir atvikið. Samkvæmt heimildum fréttastofu rötuðu litaðir peningaseðlar í spilakassa á vegum Happdrættis Háskóla Íslands nokkrum dögum áður. Karlmaðurinn var látinn laus rúmlega viku seinna en lögreglan taldi ekki ástæðu til að halda honum lengur. Hann var þó enn grunaður um aðild að málinu. Sigrún segir að síðan hafi ekki fundist stærri hluti þýfisins við rannsókn lögreglu. Lögreglumál Peningum stolið í Hamraborg Kópavogur Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Fleiri fréttir Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Sjá meira
Sigrún Kristín Jónasdóttir lögreglufulltrúi staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. Mbl.is greindi fyrst frá. Einn er með stöðu sakbornings í málinu en Sigrún getur ekki sagt hvort hann sé grunaður um að fremja ránið að einhvers konar aðild að málinu. Þjófnaðurinn átti sér stað þann 25. mars þegar að tveir menn brutust inn í bifreið og höfðu með sér þýfið. Sérsveit var kölluð til eftir að tilkynnt var um innbrotið og var lýst eftir dökkgráum Toyota Yaris sem reyndist síðar vera með tvær mismunandi númeraplötur sem voru báðar stolnar af öðrum ökutækjum. Starfsmenn öryggismiðstöðvarinnar voru inn á Catalinu í Kópavogi að sækja pening úr spilakössunum á meðan þjófarnir athöfðust en sjá má myndskeið af atvikinu í spilaranum hér að neðan. Þýfið voru peningar sem komu úr spilakössum á vegum Happdrættis háskólans. Á rúmum þrjátíu sekúndum brutust þjófarnir inn í bílinn, tóku töskur og brunuðu í burtu. Daginn eftir fundust töskur í Mosfellsbæ á þremur mismunandi stöðum en verðmætin höfðu verið tekin úr töskunum. Sjö töskum var stolið en einungis voru verðmæti í tveimur þeirra. Verðmætin voru þá á bak og burt. Þær fundust við Lágafellskirkju í Mosfellsbæ, við Bugðufljót og úti í móa uppi við Esjumela. Upprunalega var talið að allar töskurnar væru fundnar en síðar kom í ljós ein af töskunum væri ófundin, sú var full af peningum. Litasprengjum sem hafði verið komið fyrir í töskunum til að eyðileggja verðmætin þegar einhver reynir að opna töskurnar sprungu. Óvíst er hve stór hluti fjárins eyðilagðist við það en töskurnar voru opnaðar með slípirokk. Þann 2. maí var íslenskur karlmaður um fertugt úrskurðaður í gæsluvarðhald í tengslum við þjófnaðinn í Hamraborg, fimm vikum eftir atvikið. Samkvæmt heimildum fréttastofu rötuðu litaðir peningaseðlar í spilakassa á vegum Happdrættis Háskóla Íslands nokkrum dögum áður. Karlmaðurinn var látinn laus rúmlega viku seinna en lögreglan taldi ekki ástæðu til að halda honum lengur. Hann var þó enn grunaður um aðild að málinu. Sigrún segir að síðan hafi ekki fundist stærri hluti þýfisins við rannsókn lögreglu.
Lögreglumál Peningum stolið í Hamraborg Kópavogur Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Fleiri fréttir Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum