Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar 26. nóvember 2024 15:32 Hvert líður land sem stjórnað er af þeim sem kunni að telja peninga en skilji ekki gildi mannsins? Hér kemur á svið okkar sagan af Bjarna og Simma, tveimur höfðingjum sem hafa setið við stjórnvöl Íslands lengur en flestir vilja muna. Þeir hafa siglt þjóðarskútunni í gegnum myrkur og birtu, en við skulum spyrja; Hvert hefur ferðinni verið heitið? Við skulum byrja á Bjarna. Hann stendur í háa hallargarði sínum, fjárhirslurnar þrútnar af seðlum og skuldabréfum, en hugsunin svo þröng að ekki kemst þar inn draumur um réttlæti. Það má segja að Bjarni sé eins konar Mílanómaður Íslands, hann kann að klæða sig í skrautleg föt fjármála en skilur ekki hvernig maður klæðir sár samfélagsins. Simmi, hinn, er ekki síður sérstakur. Hann hefur verið kallaður "maður fólksins," en það er líklega aðeins vegna þess að hann stendur svo oft í kringum fólk í myndavélaljósinu. Verk hans á sviði mannréttinda hafa þó verið svo léttvæg að ef þau væru sett á vogarskál við vindhviðu myndu þau sveiflast á brott. Hann hefur talað fyrir jafnræði, en það jafnræði virðist alltaf einhvern veginn skila sér til þeirra sem hafa það nú þegar bærilegt. En hvað hafa þessir tveir höfðingjar í raun gert fyrir þá sem standa höllum fæti? Ekki nema sárar minningar um loforð sem brotnuðu áður en þau náðu út í loftið. Við eigum foreldra fatlaðra barna og fullorðinna sem bíða óþreyjufull eftir stuðningi eða réttindagæslu. Við eigum heimilislausa sem standa í biðröðum fyrir utan hús sem aldrei opnast. Og við eigum öldruð hjón sem þurfa að velja á milli hita og matar. Það er eins og Bjarni og Simmi séu fastir í þeirri trú að hagvöxtur sé lækning við öllum meinum, án þess að átta sig á því að hagvöxturinn nær sjaldan þeim sem helst þurfa á honum að halda. Það er gaman að hugsa til þess hvernig Halldór Laxness hefði skrifað um þá félaga. Hann hefði líklega sett þá í skáldsögu, kannski kallað þá Bjarna peninga og Simma sjónhverfingarmann. Bókin hefði byrjað í glæsilegum salarkynnum, en enda í kotbýli þar sem bændafólk situr og dregur skítuga ull úr rekkju. Það er kaldhæðni í því að þeir sem hafa það best, skuli sjaldnast skilja hvað það er að eiga ekki neitt. Við verðum þó að enda þetta með von. Ísland hefur lifað af meiri storma en Bjarna og Simma. Það hefur rísað úr öskustó í bókstaflegri merkingu, og það mun gera það aftur. Til þess þarf nýja leiðtoga, ekki aðeins þá sem tala fyrir fólkið, heldur þá sem standa með því. Það þarf stjórnendur sem skilja að hagkerfið er ekki markmið heldur verkfæri. Þá fyrst getum við vonað að þau sem standa höllum fæti fái að njóta lífsins til jafns við þá sem það hafa fengið í arf. Þar liggja sönn mannréttindi. Og það er hlutverk okkar allra að krefjast þess, því Bjarni og Simmi munu ekki gera það fyrir okkur. Höfundur er náms- og starfsráðgjafi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Mest lesið „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann skrifar Skoðun NPA breytir lífum – það gleymist í umræðunni Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Sjá meira
Hvert líður land sem stjórnað er af þeim sem kunni að telja peninga en skilji ekki gildi mannsins? Hér kemur á svið okkar sagan af Bjarna og Simma, tveimur höfðingjum sem hafa setið við stjórnvöl Íslands lengur en flestir vilja muna. Þeir hafa siglt þjóðarskútunni í gegnum myrkur og birtu, en við skulum spyrja; Hvert hefur ferðinni verið heitið? Við skulum byrja á Bjarna. Hann stendur í háa hallargarði sínum, fjárhirslurnar þrútnar af seðlum og skuldabréfum, en hugsunin svo þröng að ekki kemst þar inn draumur um réttlæti. Það má segja að Bjarni sé eins konar Mílanómaður Íslands, hann kann að klæða sig í skrautleg föt fjármála en skilur ekki hvernig maður klæðir sár samfélagsins. Simmi, hinn, er ekki síður sérstakur. Hann hefur verið kallaður "maður fólksins," en það er líklega aðeins vegna þess að hann stendur svo oft í kringum fólk í myndavélaljósinu. Verk hans á sviði mannréttinda hafa þó verið svo léttvæg að ef þau væru sett á vogarskál við vindhviðu myndu þau sveiflast á brott. Hann hefur talað fyrir jafnræði, en það jafnræði virðist alltaf einhvern veginn skila sér til þeirra sem hafa það nú þegar bærilegt. En hvað hafa þessir tveir höfðingjar í raun gert fyrir þá sem standa höllum fæti? Ekki nema sárar minningar um loforð sem brotnuðu áður en þau náðu út í loftið. Við eigum foreldra fatlaðra barna og fullorðinna sem bíða óþreyjufull eftir stuðningi eða réttindagæslu. Við eigum heimilislausa sem standa í biðröðum fyrir utan hús sem aldrei opnast. Og við eigum öldruð hjón sem þurfa að velja á milli hita og matar. Það er eins og Bjarni og Simmi séu fastir í þeirri trú að hagvöxtur sé lækning við öllum meinum, án þess að átta sig á því að hagvöxturinn nær sjaldan þeim sem helst þurfa á honum að halda. Það er gaman að hugsa til þess hvernig Halldór Laxness hefði skrifað um þá félaga. Hann hefði líklega sett þá í skáldsögu, kannski kallað þá Bjarna peninga og Simma sjónhverfingarmann. Bókin hefði byrjað í glæsilegum salarkynnum, en enda í kotbýli þar sem bændafólk situr og dregur skítuga ull úr rekkju. Það er kaldhæðni í því að þeir sem hafa það best, skuli sjaldnast skilja hvað það er að eiga ekki neitt. Við verðum þó að enda þetta með von. Ísland hefur lifað af meiri storma en Bjarna og Simma. Það hefur rísað úr öskustó í bókstaflegri merkingu, og það mun gera það aftur. Til þess þarf nýja leiðtoga, ekki aðeins þá sem tala fyrir fólkið, heldur þá sem standa með því. Það þarf stjórnendur sem skilja að hagkerfið er ekki markmið heldur verkfæri. Þá fyrst getum við vonað að þau sem standa höllum fæti fái að njóta lífsins til jafns við þá sem það hafa fengið í arf. Þar liggja sönn mannréttindi. Og það er hlutverk okkar allra að krefjast þess, því Bjarni og Simmi munu ekki gera það fyrir okkur. Höfundur er náms- og starfsráðgjafi
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun