Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 26. nóvember 2024 19:02 Margrét Ágústa Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Bændasamtakanna segir að vegna spákaupmennsku innlendra og erlendra fjárfesta sé orðið nánast útilokað fyrir venjulegt fólk að kaupa bújarðir og stunda landbúnað. Vísir Bændasamtökin telja þjóðar- og fæðuöryggi stefnt í voða vegna jarðakaupa innlendra og erlendra spákaupmanna. Framkvæmdastjóri þeirra segir stjórnvöld hafa sofið á verðinum. Fjárfestar séu að stórum hluta á höttunum eftir vatnsauðlindum á bújörðum. Hefðbundinn landbúnaður er aðeins stundaður á ríflega fjórðungi lögbýla hér á landi samkvæmt upplýsingum frá Bændasamtökunum. Næstum fjórar af hverjum tíu slíkum jörðum eru ekki í neinni notkun. Þá hefur búfjáreigendum fækkað um 25 til 30 prósent frá árinu 2010. Spákaupmennska fjárfesta komi í veg fyrir búskap Margrét Ágústa Sigurðardóttir framkvæmdastjóri Bændasamtakanna segir þetta grafalvarlega þróun. Vegna spákaupmennsku innlendra og erlendra fjárfesta sé orðið of erfitt fyrir venjulegt fólk að kaupa bújarðir og stunda landbúnað. „Þessi innlenda og erlenda samkeppni í uppkaupum á jörðum á uppsprengdu verði hefur þau áhrif að fólk sem vill stunda búrekstur kemst ekki að. Hvar ætlum við þá að standa?“ spyr Margrét. Hún segir að ef þróunin haldi áfram með sama hætti sé fæðuöryggi stefnt í voða. „Þá mun framleiðsla á landbúnaðarvörum dragast saman sem mun hafa alvarleg áhrif. Það verður erfitt að mæta þeirri fólksfjölgun sem spáð er hér á landi næstu áratugina. Þetta skapar mikla hættu fyrir fæðuöryggi þjóðarinnar. Það er því ákveðið þjóðaröryggismál að hafa fæðu- og matvælaöryggi í landinu í lagi,“ segir Margrét. Fjárfestar ásælist vatnsréttindi Formaður Samtaka ungra bænda vekur einnig athygli á málinu á MBL í dag. Þar kemur fram það fjársterk öfl ásælist jarðir í sífellt meira mæli. Fjárfestar banki jafnvel uppá hjá bændum. Í skýrslu Hagfræðistofnunar frá árinu 2021 kemur fram að frá 2018 til febrúar 2021 hafi næstum þrjú hundruð jarðir skipt um eigendur. Viðskiptablaðið vakti athygli á því sama ár að breski auðkýfingurinn Jim Ratcliffe hefði fjárfest í 39 bújörðum hér á landi fyrir 63 milljarða. Erfitt er að nálgast nýjustu upplýsingar um jarðakaup hér á landi. Margrét segist sjá mikinn áhuga erlendra spákaupmanna á vatnsréttindum á bújörðum. „Bændasamtökin fóru í ferð kringum landið nú í haust. Við heimsóttum m.a. bændur í Húnavatnssýslu. Í samtölum okkar þar kom fram að erlendir fjárfestar væru að sækjast eftir því að kaupa allt að tuttugu jarðir í sveitinni. Þeir gáfu upp að það væri vegna vatnsréttinda á jörðunum. Þeir buðu fúlgur fjár fyrir bújarðirnar. Fasteignaauglýsingum var líka beint að erlendum markaði,“ segir Margrét. Hún bendir á að sama þróun sé í gangi erlendis. Þetta rímar líka algjörlega við það að vatnið er gull 21. aldarinnar. Stjórnvöld sofið á verðinum Margrét segir að stjórnvöld þurfi að greiða fyrir því að fólk hér á landi geti í auknum mæli stundað landbúnað. Þá þurfi að koma í veg fyrir að innlendir og erlendir fjárfestar kaupi jarðir hér á landi í þeim eina tilgangi að græða á komandi kynslóðum. „Þetta er ákveðið fullveldismál. Ætlum við að vakna árið 2044 við að landið er komið í eigu erlenda aðila? Núverandi stjórnvöld hafa ekki tekið á þessum málum af nægilegri festu. Það er verkefni sveitastjórna og nýrrar ríkisstjórnar að taka málið í sínar hendur,“ segir Margrét. Vatn Orkumál Vatnsaflsvirkjanir Landbúnaður Öryggis- og varnarmál Jarðakaup útlendinga Jarða- og lóðamál Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Sjá meira
Hefðbundinn landbúnaður er aðeins stundaður á ríflega fjórðungi lögbýla hér á landi samkvæmt upplýsingum frá Bændasamtökunum. Næstum fjórar af hverjum tíu slíkum jörðum eru ekki í neinni notkun. Þá hefur búfjáreigendum fækkað um 25 til 30 prósent frá árinu 2010. Spákaupmennska fjárfesta komi í veg fyrir búskap Margrét Ágústa Sigurðardóttir framkvæmdastjóri Bændasamtakanna segir þetta grafalvarlega þróun. Vegna spákaupmennsku innlendra og erlendra fjárfesta sé orðið of erfitt fyrir venjulegt fólk að kaupa bújarðir og stunda landbúnað. „Þessi innlenda og erlenda samkeppni í uppkaupum á jörðum á uppsprengdu verði hefur þau áhrif að fólk sem vill stunda búrekstur kemst ekki að. Hvar ætlum við þá að standa?“ spyr Margrét. Hún segir að ef þróunin haldi áfram með sama hætti sé fæðuöryggi stefnt í voða. „Þá mun framleiðsla á landbúnaðarvörum dragast saman sem mun hafa alvarleg áhrif. Það verður erfitt að mæta þeirri fólksfjölgun sem spáð er hér á landi næstu áratugina. Þetta skapar mikla hættu fyrir fæðuöryggi þjóðarinnar. Það er því ákveðið þjóðaröryggismál að hafa fæðu- og matvælaöryggi í landinu í lagi,“ segir Margrét. Fjárfestar ásælist vatnsréttindi Formaður Samtaka ungra bænda vekur einnig athygli á málinu á MBL í dag. Þar kemur fram það fjársterk öfl ásælist jarðir í sífellt meira mæli. Fjárfestar banki jafnvel uppá hjá bændum. Í skýrslu Hagfræðistofnunar frá árinu 2021 kemur fram að frá 2018 til febrúar 2021 hafi næstum þrjú hundruð jarðir skipt um eigendur. Viðskiptablaðið vakti athygli á því sama ár að breski auðkýfingurinn Jim Ratcliffe hefði fjárfest í 39 bújörðum hér á landi fyrir 63 milljarða. Erfitt er að nálgast nýjustu upplýsingar um jarðakaup hér á landi. Margrét segist sjá mikinn áhuga erlendra spákaupmanna á vatnsréttindum á bújörðum. „Bændasamtökin fóru í ferð kringum landið nú í haust. Við heimsóttum m.a. bændur í Húnavatnssýslu. Í samtölum okkar þar kom fram að erlendir fjárfestar væru að sækjast eftir því að kaupa allt að tuttugu jarðir í sveitinni. Þeir gáfu upp að það væri vegna vatnsréttinda á jörðunum. Þeir buðu fúlgur fjár fyrir bújarðirnar. Fasteignaauglýsingum var líka beint að erlendum markaði,“ segir Margrét. Hún bendir á að sama þróun sé í gangi erlendis. Þetta rímar líka algjörlega við það að vatnið er gull 21. aldarinnar. Stjórnvöld sofið á verðinum Margrét segir að stjórnvöld þurfi að greiða fyrir því að fólk hér á landi geti í auknum mæli stundað landbúnað. Þá þurfi að koma í veg fyrir að innlendir og erlendir fjárfestar kaupi jarðir hér á landi í þeim eina tilgangi að græða á komandi kynslóðum. „Þetta er ákveðið fullveldismál. Ætlum við að vakna árið 2044 við að landið er komið í eigu erlenda aðila? Núverandi stjórnvöld hafa ekki tekið á þessum málum af nægilegri festu. Það er verkefni sveitastjórna og nýrrar ríkisstjórnar að taka málið í sínar hendur,“ segir Margrét.
Vatn Orkumál Vatnsaflsvirkjanir Landbúnaður Öryggis- og varnarmál Jarðakaup útlendinga Jarða- og lóðamál Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Sjá meira