Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Samúel Karl Ólason skrifar 27. nóvember 2024 07:02 Úkraínumenn hafa þegar getað aukið framleiðslu á eigin stórskotaliðsvopnum og hefur það verið rakið til tilrauna Dana til að styrkja hergagnaframleiðslu í Úkraínu. AP/Evgeniy Maloletka Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs, hefur tilkynnt að Norðmenn ætli sér að auka fjárhagslegan stuðning við Úkraínumenn á næsta ári, eftir að hafa ákveðið að draga töluvert úr honum. Í heildina stendur til að veita Úkraínumönnum að minnsta kosti þrjátíu milljarða norskra króna á næsta ári, eftir viðræður við stjórnarandstöðuna. Margir af bakhjörlum Úkraínu, sem hafa gengið verulega á eigin vopnabúr og eiga erfitt með að auka hergagnaframleiðslu, hafa fylgt fordæmi Dana og styðja Úkraínumenn nú við að auka eigin hergagnaframleiðslu. Ætluðu að draga úr stuðningi Norðmenn hafa stutt Úkraínumönnum með 27 milljörðum norskra króna á þessu ári og stóð til að lækka stuðninginn í fimmtán milljarða á því næsta. Samkvæmt frétt NRK brugðust leiðtogar stjórnarandstöðunnar reiðir við því og var fundað um málið í gær. Eftir þann fund tilkynnti Støre að upphæðin yrði hækkuð í þrjátíu milljarða. Hann sagði ástandið í Úkraínu vera alvarlegt og að Norðmenn vildu vera skýrir í afstöðu sinni með Úkraínumönnum. Í frétt NRK segir að Norðmenn vilja að peningarnir verði, auk þess að vera notaðir við hernað, notaðir til að byggja upp raforkuinnviði Úkraínu, sem hafa orðið illa úti í tíðum árásum Rússa. Meira þurfi til Mark Rutte, nýr framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO) sagði í Aþenu í Grikklandi í gær að bakhjarlar Úkraínu þyrftu að auka stuðning sinn við Úkraínu. Sá stuðningur sem Úkraínumenn hefðu fengið hefði hjálpað þeim verulega en meira þyrfti til, til að breyta þeirri stefnu sem átökin eru í. Vísaði hann sérstaklega til aukinna og bættra loftvarna í Úkraínu og annars stuðnings. Þá sagði hann einnig nauðsynlegt að auka getu aðildarríkja þegar kæmi að hergagnaframleiðslu. Our support for #Ukraine has kept them in the fight. But we need to go further to change the trajectory of this conflict. The good news is that we have the Alliance we need to defend every inch of #NATO territory. And we have in #Greece a staunch Ally. pic.twitter.com/WECTW7oOqA— Mark Rutte (@SecGenNATO) November 26, 2024 Geta aukið eigin framleiðslu til muna Hergagnaverksmiðjur Evrópu hafa verið á yfirsnúningi undanfarin ár og hefur gengið illa að auka framleiðslu á öllu frá skotfærum fyrir stórskotalið til flugskeyta fyrir loftvarnarkerfi. Danir hafa stutt dyggilega við bak Úkraínumanna. Þeir eru meðal þeirra ríkja sem hafa gengið verulega á eigin vopnabúr í stuðningnum og eiga sömuleiðis erfitt með að auka framleiðslu. Þess vegna hóf ríkisstjórn Danmerkur að styðja Úkraínumenn sjálfa í því að auka eigin framleiðslu. Í frétt Wall Street Journal segir að Úkraínumenn eigi töluvert auðveldara með að auka eigin framleiðslu en önnur ríki Evrópu. Úkraína var á tímum Sovétríkjanna stór hluti af hergagnaframleiðslu þeirra og samkvæmt WSJ segja áætlanir til um að framleiðslan í Úkraínu sé mögulega einungis þrjátíu prósent af mögulegri framleiðslugetu og er það að mestu vegna fjármagnsskorts. Úkraínskum hergagnaframleiðendum er óheimilt samkvæmt lögum að senda vopn og skotfæri úr landi á meðan stríðið er yfirstandandi. Fjármagn er takmarkað í Úkraínu og berast engar pantanir frá öðrum ríkjum vegna áðurnefndra laga. Úkraínumenn framleiða fjölmarga dróna sem notaðir eru í stríðinu.AP/Andriy Andriyenko Forsvarsmenn hergagnaframleiðenda í Úkraínu hafa áður sagt að þeir gætu aukið framleiðslu með auknu fjármagni. „Dönsku leiðinni,“ ef svo má kalla, er ætlað að leysa þetta vandamál og auka sjálfbærni Úkraínumanna til lengri tíma. Þannig eiga Úkraínumenn að geta framleitt eigin hergögn eins og eldflaugar, skotfæri, fallbyssur, dróna og önnur vopn hraðar í stað þess að bíða eftir sendingum frá Úkraínu. Þau hergögn geta líka verið betur sniðin að þörfum Úkraínumanna, þar sem samskiptaleiðir milli hersins og hergagnaframleiðanda er styttri. Aukin framleiðsla í Úkraínu léttir líka álagið á vopnabúrum Evrópu. Sjá einnig: Herir Evrópu standa á brauðfótum eftir áratuga niðurskurð Með því að nota eigin vopn eru Úkraínumenn einnig ekki bundnir því að fá leyfi hjá bakhjörlum sínum til að nota þau til árása í Rússlandi. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði nýverið að vegna „dönsku leiðarinnar“ gætu Úkraínumenn framleitt tuttugu fallbyssur af gerðinni Bohdana á hverjum mánuði. Síðasta desember gátu Úkraínumenn framleitt sex slíkar fallbyssur. Þróuðu ferla til að draga úr spillingu Hollendingar, Svíar, Norðmenn og Eystrasaltsríkin eru meðal þeirra sem hafa farið dönsku leiðina að undanförnu. Fjárveitingar eru enn tiltölulega takmarkaðar en aðdáendum þessarar leiðar fer fjölgandi, samkvæmt frétt WSJ, og er það að miklu leyti vegna ferla sem Danir og Hollendingar hafa þróað til að draga úr spillingu innan hergagnaframleiðslunnar í Úkraínu, sem hefur verið langvarandi vandamál. Flestir bakhjarlar Úkraínumanna hafa ekki viljað styrkja hergagnaframleiðendur þar beint, af ótta við spillingu og vegna þess að ráðamenn vilja að peningarnir fari að miklu leyti í gegnum eigin hergagnaframleiðendur og hagkerfi. Fjárveitingarnar frá Danmörku fara í gegnum ríkisstjórn Úkraínu en áður en þeir enda hjá hergagnaframleiðendum er hvert fyrirtæki skoðað í þaula. Sérfræðingar frá danska sendiráðinu í Úkraínu fylgjast svo með framleiðslunni og ganga úr skugga um að samningar séu virtir. Enn sem komið er hafa öll fyrirtækin staðist skoðun Dana. Pål Jonson, varnarmálaráðherra Svíþjóðar, sagði í svari sínu við fyrirspurn WSJ að með dönsku leiðinni væri hægt að tryggja að fjárveitingar til Úkraínumanna færu í þau vopn sem þeir þyrftu mest. Aðrir sérfræðingar og embættismenn slógu á svipaða strengi. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Danmörk Holland NATO Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Sjá meira
Margir af bakhjörlum Úkraínu, sem hafa gengið verulega á eigin vopnabúr og eiga erfitt með að auka hergagnaframleiðslu, hafa fylgt fordæmi Dana og styðja Úkraínumenn nú við að auka eigin hergagnaframleiðslu. Ætluðu að draga úr stuðningi Norðmenn hafa stutt Úkraínumönnum með 27 milljörðum norskra króna á þessu ári og stóð til að lækka stuðninginn í fimmtán milljarða á því næsta. Samkvæmt frétt NRK brugðust leiðtogar stjórnarandstöðunnar reiðir við því og var fundað um málið í gær. Eftir þann fund tilkynnti Støre að upphæðin yrði hækkuð í þrjátíu milljarða. Hann sagði ástandið í Úkraínu vera alvarlegt og að Norðmenn vildu vera skýrir í afstöðu sinni með Úkraínumönnum. Í frétt NRK segir að Norðmenn vilja að peningarnir verði, auk þess að vera notaðir við hernað, notaðir til að byggja upp raforkuinnviði Úkraínu, sem hafa orðið illa úti í tíðum árásum Rússa. Meira þurfi til Mark Rutte, nýr framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO) sagði í Aþenu í Grikklandi í gær að bakhjarlar Úkraínu þyrftu að auka stuðning sinn við Úkraínu. Sá stuðningur sem Úkraínumenn hefðu fengið hefði hjálpað þeim verulega en meira þyrfti til, til að breyta þeirri stefnu sem átökin eru í. Vísaði hann sérstaklega til aukinna og bættra loftvarna í Úkraínu og annars stuðnings. Þá sagði hann einnig nauðsynlegt að auka getu aðildarríkja þegar kæmi að hergagnaframleiðslu. Our support for #Ukraine has kept them in the fight. But we need to go further to change the trajectory of this conflict. The good news is that we have the Alliance we need to defend every inch of #NATO territory. And we have in #Greece a staunch Ally. pic.twitter.com/WECTW7oOqA— Mark Rutte (@SecGenNATO) November 26, 2024 Geta aukið eigin framleiðslu til muna Hergagnaverksmiðjur Evrópu hafa verið á yfirsnúningi undanfarin ár og hefur gengið illa að auka framleiðslu á öllu frá skotfærum fyrir stórskotalið til flugskeyta fyrir loftvarnarkerfi. Danir hafa stutt dyggilega við bak Úkraínumanna. Þeir eru meðal þeirra ríkja sem hafa gengið verulega á eigin vopnabúr í stuðningnum og eiga sömuleiðis erfitt með að auka framleiðslu. Þess vegna hóf ríkisstjórn Danmerkur að styðja Úkraínumenn sjálfa í því að auka eigin framleiðslu. Í frétt Wall Street Journal segir að Úkraínumenn eigi töluvert auðveldara með að auka eigin framleiðslu en önnur ríki Evrópu. Úkraína var á tímum Sovétríkjanna stór hluti af hergagnaframleiðslu þeirra og samkvæmt WSJ segja áætlanir til um að framleiðslan í Úkraínu sé mögulega einungis þrjátíu prósent af mögulegri framleiðslugetu og er það að mestu vegna fjármagnsskorts. Úkraínskum hergagnaframleiðendum er óheimilt samkvæmt lögum að senda vopn og skotfæri úr landi á meðan stríðið er yfirstandandi. Fjármagn er takmarkað í Úkraínu og berast engar pantanir frá öðrum ríkjum vegna áðurnefndra laga. Úkraínumenn framleiða fjölmarga dróna sem notaðir eru í stríðinu.AP/Andriy Andriyenko Forsvarsmenn hergagnaframleiðenda í Úkraínu hafa áður sagt að þeir gætu aukið framleiðslu með auknu fjármagni. „Dönsku leiðinni,“ ef svo má kalla, er ætlað að leysa þetta vandamál og auka sjálfbærni Úkraínumanna til lengri tíma. Þannig eiga Úkraínumenn að geta framleitt eigin hergögn eins og eldflaugar, skotfæri, fallbyssur, dróna og önnur vopn hraðar í stað þess að bíða eftir sendingum frá Úkraínu. Þau hergögn geta líka verið betur sniðin að þörfum Úkraínumanna, þar sem samskiptaleiðir milli hersins og hergagnaframleiðanda er styttri. Aukin framleiðsla í Úkraínu léttir líka álagið á vopnabúrum Evrópu. Sjá einnig: Herir Evrópu standa á brauðfótum eftir áratuga niðurskurð Með því að nota eigin vopn eru Úkraínumenn einnig ekki bundnir því að fá leyfi hjá bakhjörlum sínum til að nota þau til árása í Rússlandi. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði nýverið að vegna „dönsku leiðarinnar“ gætu Úkraínumenn framleitt tuttugu fallbyssur af gerðinni Bohdana á hverjum mánuði. Síðasta desember gátu Úkraínumenn framleitt sex slíkar fallbyssur. Þróuðu ferla til að draga úr spillingu Hollendingar, Svíar, Norðmenn og Eystrasaltsríkin eru meðal þeirra sem hafa farið dönsku leiðina að undanförnu. Fjárveitingar eru enn tiltölulega takmarkaðar en aðdáendum þessarar leiðar fer fjölgandi, samkvæmt frétt WSJ, og er það að miklu leyti vegna ferla sem Danir og Hollendingar hafa þróað til að draga úr spillingu innan hergagnaframleiðslunnar í Úkraínu, sem hefur verið langvarandi vandamál. Flestir bakhjarlar Úkraínumanna hafa ekki viljað styrkja hergagnaframleiðendur þar beint, af ótta við spillingu og vegna þess að ráðamenn vilja að peningarnir fari að miklu leyti í gegnum eigin hergagnaframleiðendur og hagkerfi. Fjárveitingarnar frá Danmörku fara í gegnum ríkisstjórn Úkraínu en áður en þeir enda hjá hergagnaframleiðendum er hvert fyrirtæki skoðað í þaula. Sérfræðingar frá danska sendiráðinu í Úkraínu fylgjast svo með framleiðslunni og ganga úr skugga um að samningar séu virtir. Enn sem komið er hafa öll fyrirtækin staðist skoðun Dana. Pål Jonson, varnarmálaráðherra Svíþjóðar, sagði í svari sínu við fyrirspurn WSJ að með dönsku leiðinni væri hægt að tryggja að fjárveitingar til Úkraínumanna færu í þau vopn sem þeir þyrftu mest. Aðrir sérfræðingar og embættismenn slógu á svipaða strengi.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Danmörk Holland NATO Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Sjá meira