Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson skrifar 27. nóvember 2024 09:51 Það hefur verið áhugavert að fylgjast með umræðunni undanfarið, en það er augljóst hvaða málefni Íslendingar brenna mest fyrir - heilbrigðismálin. Mikið hefur verið rætt um vandamálin sem blasa við samfélaginu í heilbrigðiskerfinu: álag, skortur á heilbrigðisstarfsfólki og hjúkrunarrýmum, aðgengi að heilbrigðisþjónustu um land allt, kostnaður og lýðheilsa svo eitthvað sé nefnt. Þetta er auðvitað risastórt verkefni og margt í vinnslu, en mér hefur þó fundist vanta í umræðuna meiri jákvæðni og umtal um raunverulegar lausnir. Mig langar því að segja frá minni upplifun af heilbrigðiskerfinu sem læknir, hvaða vandamálum ég hef tekið eftir og hvaða lausn ég hef verið að þróa. Skortur á heilbrigðisstarfsfólki og öldrun þjóðar Ég hef unnið víða í heilbrigðiskerfinu - á mismunandi deildum inni á Landspítalanum, heilsugæslum og úti á landi, og þannig kynnst ýmsu fagfólki í stéttinni. Það fer ekkert á milli mála að við höfum gríðarlega öflugt fólk í heilbrigðiskerfinu okkar sem er ávallt tilbúið að sinna sjúklingum undir hvaða kringumstæðum sem er og við getum verið mjög stolt af því. Það er samt staðreynd að fólki fer fjölgandi og þjóðin er að eldast, m.a. vegna mikilla framfara í læknisfræðinni, en árin sem við lifum við góða heilsu eru ekki í samræmi við það og álagið á heilbrigðiskerfið hefur því aukist. Heilbrigðisstarfsfólki fer hins vegar ekki fjölgandi í takt við þá þróun og skortur á læknum er raunverulegt vandamál. Það kom nýlega fram að það vanti um 200 heimilislækna á Íslandi, en stór hluti lækna er að fara á eftirlaun. Þar fyrir utan eru íslenskir læknanemar og læknar út um allan heim sem hafa áhuga á að koma til Íslands að vinna, en þar skortir aukinn stuðning við þau himinháu námslán sem safnast upp og að kjör lækna séu bætt svo þeir hafi viljann til að vinna hér á landi. Það er þó augljóst að það verður erfitt að finna þann fjölda af læknum sem skortir í bráð. Tækninni hefur samt fleygt mikið fram og við getum gert töluvert betur þar með því að innleiða nýjar lausnir sem gera vinnu heilbrigðisstarfsfólks einfaldari, hagkvæmari og skilvirkari. Nýsköpun í heilbrigðisþjónustu: Fjarlækningar Ég tók snemma eftir því þegar ég byrjaði að vinna á heilsugæslu að það var nánast undantekningarlaust full biðstofa af fólki með vandamál sem mörg hver hefði verið hægt að leysa án þess að koma á stofu til læknis. Einnig tók ég eftir því að biðtími eftir lausum tíma hjá okkur læknum var oftast margar vikur og jafnvel mánuðir, sem er ekki boðlegt. Ég fór því að hugsa hvort það væri ekki hægt að einfalda þetta ferli og gera það skilvirkara til að koma í veg fyrir óþarfa bið, ferðalög og komur á heilsugæsluna fyrir sjúklinga og í leiðinni minnkað álag á lækna. Ég þurfti ekki að líta lengra en til nágrannalanda, en þar sá ég að fjarheilbrigðisþjónusta eða fjarlækningar hafa verið stundaðar lengi með góðum árangri. Ég ákvað því að taka af skarið og hef nú síðastliðin 3 ár verið að þróa slíka fjarlækna þjónustu, en ég fékk til liðs við mig frábært teymi af læknum og öðru fagfólki. Skemmst er frá því að segja að lausnin er tilbúin og við erum gríðarlega spennt að koma þessari fjarlækna þjónustu í loftið, en þar mun fólk hvar á landi sem er geta fengið hjálp við ýmsum vandamálum þar sem ekki er þörf að hitta lækni á stofu. Þessi lausn getur þannig stutt við þá þjónustu sem er nú þegar í boði og minnkað álagið þar, en að auki sparað óþarfa ferðalög og kostnað. Aðgengi að læknisþjónustu er þannig stóraukið um land allt, en með því að leysa ákveðin vandamál á þennan hátt hafa læknar á heilsugæslum meiri tíma til að sinna öðrum vandamálum sem krefjast þess að sjúklingar mæti á stofu til þeirra. Þessa fjarheilbrigðisþjónustu höfum við unnið í nánu samstarfi við íslenska tæknifyrirtækið Leviosa sem er að þróa nýtt sjúkraskráningakerfi, hannað af læknum og fagfólki. Þau hafa það markmið að gera skráningu og vinnslu heilbrigðisgagna einfaldari og skilvirkari, en samkvæmt rannsóknum er heilbrigðisstarfsfólk almennt um 50-70% af vinnutíma sínum fyrir framan tölvuskjá. Þessar lausnir okkar hafa því sameiginlegt markmið að létta álagið og gera vinnu heilbrigðisstarfsfólks einfaldari, hagkvæmari og skilvirkari, sem er að mínu mati rétta leiðin áfram í heilbrigðiskerfinu. Það var mikilvægt skref stigið þegar frumvarp heilbrigðisráðherra um skilgreiningu á fjarheilbrigðisþjónustu var samþykkt á Alþingi nú fyrr á árinu, en þessi breyting á lögum um heilbrigðisþjónustu gerir fjarheilbrigðisþjónustu hluta af heilbrigðiskerfinu rétt eins og aðrar hefðbundnari þjónustur. Því miður hefur það þó tekið tíma og fyrirhöfn að fá samþykki fyrir nýjum þjónustum þar sem að embætti landlæknis hefur ekki sett fram skýrar kröfur til leyfisveitingar á lausnum sem flokkast sem fjarheilbrigðislausnir. En með nýlegum úrskurðum Heilbrigðisráðuneytisins í nokkrum umsóknum eru þær línur þó að skýrast og von á spennandi nýjungum á hverri stundu. Framtíðin er björt Þrátt fyrir mikið álag og neikvæðni yfir ástandinu í heilbrigðiskerfinu, þá er mikið til af jákvæðum punktum og lausnum. Hvað varðar mönnunarvandann, þá er hægt að styðja betur við þá íslensku læknanema sem fara erlendis að sækja nám, bæta kjör þeirra lækna sem starfa í kerfinu núna og laða að fleiri íslenska lækna sem starfa erlendis. Svo eru spennandi tímar framundan með tilkomu nýrra lausna til að auka aðgengi og skilvirkni í læknisþjónustu um land allt, en fyrir áhugasama þá fjallaði ég nánar um kosti fjarheilbrigðisþjónustu hér: Heilbrigðiskerfi Íslands - Tími fyrir lausnir! Að lokum ber að nefna mikilvægi forvarna og lýðheilsunnar - að við tökum okkur saman og sinnum hreyfingu, næringu, svefni og andlegu hliðinni betur, en það er undirstaða heilsunnar. Þar eru líka spennandi tækifæri sem gætu gert fólki kleift að halda betur utan um heilsuna sína og fá faglega ráðgjöf með næstu skref og eftirfylgni í kerfinu. Annars vona ég að á næstunni og þessum síðustu dögum fyrir kosningar munum við heyra frá okkar frábæra fólki í pólitík hvaða aðgerðaráætlun þau eru með fyrir heilbrigðiskerfið og að ný ríkisstjórn setji fókus á nýjar lausnir fyrir það. Lausnir sem eru margar hverjar mjög spennandi og til þess gerðar að auka aðgengi, hagkvæmni og skilvirkni í heilbrigðiskerfinu og ekki síst minnka álag á heilbrigðisstarfsfólk, sem skilar sér í styttri biðtíma fyrir sjúklinga. Áfram Ísland! Höfundur er læknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Heilbrigðismál Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ekkert heilbrigðiseftirlit á Íslandi? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Það hefur verið áhugavert að fylgjast með umræðunni undanfarið, en það er augljóst hvaða málefni Íslendingar brenna mest fyrir - heilbrigðismálin. Mikið hefur verið rætt um vandamálin sem blasa við samfélaginu í heilbrigðiskerfinu: álag, skortur á heilbrigðisstarfsfólki og hjúkrunarrýmum, aðgengi að heilbrigðisþjónustu um land allt, kostnaður og lýðheilsa svo eitthvað sé nefnt. Þetta er auðvitað risastórt verkefni og margt í vinnslu, en mér hefur þó fundist vanta í umræðuna meiri jákvæðni og umtal um raunverulegar lausnir. Mig langar því að segja frá minni upplifun af heilbrigðiskerfinu sem læknir, hvaða vandamálum ég hef tekið eftir og hvaða lausn ég hef verið að þróa. Skortur á heilbrigðisstarfsfólki og öldrun þjóðar Ég hef unnið víða í heilbrigðiskerfinu - á mismunandi deildum inni á Landspítalanum, heilsugæslum og úti á landi, og þannig kynnst ýmsu fagfólki í stéttinni. Það fer ekkert á milli mála að við höfum gríðarlega öflugt fólk í heilbrigðiskerfinu okkar sem er ávallt tilbúið að sinna sjúklingum undir hvaða kringumstæðum sem er og við getum verið mjög stolt af því. Það er samt staðreynd að fólki fer fjölgandi og þjóðin er að eldast, m.a. vegna mikilla framfara í læknisfræðinni, en árin sem við lifum við góða heilsu eru ekki í samræmi við það og álagið á heilbrigðiskerfið hefur því aukist. Heilbrigðisstarfsfólki fer hins vegar ekki fjölgandi í takt við þá þróun og skortur á læknum er raunverulegt vandamál. Það kom nýlega fram að það vanti um 200 heimilislækna á Íslandi, en stór hluti lækna er að fara á eftirlaun. Þar fyrir utan eru íslenskir læknanemar og læknar út um allan heim sem hafa áhuga á að koma til Íslands að vinna, en þar skortir aukinn stuðning við þau himinháu námslán sem safnast upp og að kjör lækna séu bætt svo þeir hafi viljann til að vinna hér á landi. Það er þó augljóst að það verður erfitt að finna þann fjölda af læknum sem skortir í bráð. Tækninni hefur samt fleygt mikið fram og við getum gert töluvert betur þar með því að innleiða nýjar lausnir sem gera vinnu heilbrigðisstarfsfólks einfaldari, hagkvæmari og skilvirkari. Nýsköpun í heilbrigðisþjónustu: Fjarlækningar Ég tók snemma eftir því þegar ég byrjaði að vinna á heilsugæslu að það var nánast undantekningarlaust full biðstofa af fólki með vandamál sem mörg hver hefði verið hægt að leysa án þess að koma á stofu til læknis. Einnig tók ég eftir því að biðtími eftir lausum tíma hjá okkur læknum var oftast margar vikur og jafnvel mánuðir, sem er ekki boðlegt. Ég fór því að hugsa hvort það væri ekki hægt að einfalda þetta ferli og gera það skilvirkara til að koma í veg fyrir óþarfa bið, ferðalög og komur á heilsugæsluna fyrir sjúklinga og í leiðinni minnkað álag á lækna. Ég þurfti ekki að líta lengra en til nágrannalanda, en þar sá ég að fjarheilbrigðisþjónusta eða fjarlækningar hafa verið stundaðar lengi með góðum árangri. Ég ákvað því að taka af skarið og hef nú síðastliðin 3 ár verið að þróa slíka fjarlækna þjónustu, en ég fékk til liðs við mig frábært teymi af læknum og öðru fagfólki. Skemmst er frá því að segja að lausnin er tilbúin og við erum gríðarlega spennt að koma þessari fjarlækna þjónustu í loftið, en þar mun fólk hvar á landi sem er geta fengið hjálp við ýmsum vandamálum þar sem ekki er þörf að hitta lækni á stofu. Þessi lausn getur þannig stutt við þá þjónustu sem er nú þegar í boði og minnkað álagið þar, en að auki sparað óþarfa ferðalög og kostnað. Aðgengi að læknisþjónustu er þannig stóraukið um land allt, en með því að leysa ákveðin vandamál á þennan hátt hafa læknar á heilsugæslum meiri tíma til að sinna öðrum vandamálum sem krefjast þess að sjúklingar mæti á stofu til þeirra. Þessa fjarheilbrigðisþjónustu höfum við unnið í nánu samstarfi við íslenska tæknifyrirtækið Leviosa sem er að þróa nýtt sjúkraskráningakerfi, hannað af læknum og fagfólki. Þau hafa það markmið að gera skráningu og vinnslu heilbrigðisgagna einfaldari og skilvirkari, en samkvæmt rannsóknum er heilbrigðisstarfsfólk almennt um 50-70% af vinnutíma sínum fyrir framan tölvuskjá. Þessar lausnir okkar hafa því sameiginlegt markmið að létta álagið og gera vinnu heilbrigðisstarfsfólks einfaldari, hagkvæmari og skilvirkari, sem er að mínu mati rétta leiðin áfram í heilbrigðiskerfinu. Það var mikilvægt skref stigið þegar frumvarp heilbrigðisráðherra um skilgreiningu á fjarheilbrigðisþjónustu var samþykkt á Alþingi nú fyrr á árinu, en þessi breyting á lögum um heilbrigðisþjónustu gerir fjarheilbrigðisþjónustu hluta af heilbrigðiskerfinu rétt eins og aðrar hefðbundnari þjónustur. Því miður hefur það þó tekið tíma og fyrirhöfn að fá samþykki fyrir nýjum þjónustum þar sem að embætti landlæknis hefur ekki sett fram skýrar kröfur til leyfisveitingar á lausnum sem flokkast sem fjarheilbrigðislausnir. En með nýlegum úrskurðum Heilbrigðisráðuneytisins í nokkrum umsóknum eru þær línur þó að skýrast og von á spennandi nýjungum á hverri stundu. Framtíðin er björt Þrátt fyrir mikið álag og neikvæðni yfir ástandinu í heilbrigðiskerfinu, þá er mikið til af jákvæðum punktum og lausnum. Hvað varðar mönnunarvandann, þá er hægt að styðja betur við þá íslensku læknanema sem fara erlendis að sækja nám, bæta kjör þeirra lækna sem starfa í kerfinu núna og laða að fleiri íslenska lækna sem starfa erlendis. Svo eru spennandi tímar framundan með tilkomu nýrra lausna til að auka aðgengi og skilvirkni í læknisþjónustu um land allt, en fyrir áhugasama þá fjallaði ég nánar um kosti fjarheilbrigðisþjónustu hér: Heilbrigðiskerfi Íslands - Tími fyrir lausnir! Að lokum ber að nefna mikilvægi forvarna og lýðheilsunnar - að við tökum okkur saman og sinnum hreyfingu, næringu, svefni og andlegu hliðinni betur, en það er undirstaða heilsunnar. Þar eru líka spennandi tækifæri sem gætu gert fólki kleift að halda betur utan um heilsuna sína og fá faglega ráðgjöf með næstu skref og eftirfylgni í kerfinu. Annars vona ég að á næstunni og þessum síðustu dögum fyrir kosningar munum við heyra frá okkar frábæra fólki í pólitík hvaða aðgerðaráætlun þau eru með fyrir heilbrigðiskerfið og að ný ríkisstjórn setji fókus á nýjar lausnir fyrir það. Lausnir sem eru margar hverjar mjög spennandi og til þess gerðar að auka aðgengi, hagkvæmni og skilvirkni í heilbrigðiskerfinu og ekki síst minnka álag á heilbrigðisstarfsfólk, sem skilar sér í styttri biðtíma fyrir sjúklinga. Áfram Ísland! Höfundur er læknir.
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun
Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun