Höldum rónni og höldum áfram Hildur Sverrisdóttir skrifar 28. nóvember 2024 09:12 Það hefur vissulega gengið á ýmsu síðustu ár og allt of oft þurftu stjórnmálin að snúast um viðbragðsstöðu en ekki veginn áfram. En þrátt fyrir allt hefur Ísland komist hvað best út úr þessum viðburðaríku árum í okkar heimshluta. Við máttum eflaust gera betur í að tala um þetta á mannamáli, hvernig hlutirnir væru og hvernig við værum að komast úr úr þeim. Venjulegt fólk hefur takmarkaðan áhuga á tölfræði og hvernig fólk í öðrum löndum hefur það þegar ótíðindi dynja stanslaust á og íbúðalán jafnt sem matarkarfan í búðinni hækka stöðugt. Okkur gengur vel að leysa úr vandamálunum Við heyrum núna talað um alls konar lausnir á vandamálum sem okkur gengur nú þegar ágætlega að leysa. Það vekur mér talsverðan ugg, og þetta er ekki meint sem pólitískur hræðsluáróður heldur persónuleg tilfinning, að lausnirnar sem heyrast mest núna eru lausnir sem hafa verið reyndar áður og aldrei virkað. Skattar gera líf fólks ekki betra og leysa engan efnahagsvanda. Flókin millifærslukerfi þar sem tekið er úr einum vasa yfir í annan taka súrefni frá atvinnulífinu og samfélaginu. Þau kalla líka yfirleitt á alls kyns plástra til að fela skaðann sem þau valda, sem svo stækka kerfin enn meir og blása út stjórnsýsluna. ESB sérstaklega galin vegferð nú Einhliða upptaka Evru og aðild að Evrópusambandinu er varasöm og dýr vegferð ef farið verður að ræða hana af alvöru. Hún er sérstaklega galin nú þar sem okkar leið hér á Íslandi hefur skilað miklu meiri velgengni á alla mælikvarða en í löndunun í Evrópusambandinu. Hugmyndir um eignaupptöku og gerræðislegar aðgerðir stjórnvalda til að taka af fólki og færa einstökum hópum fé á silfurfati eru svo beinlínis hættulegar í lýðræðissamfélagi. Vörumst töfralausnir Það er alveg eðlilegt að fólk hafi ólíka sýn á forgangsröðun og takist á um hugmyndafræði. Vörumst samt að trúa því þegar öllu er stöðugt snúið á versta veg, höfum í huga hvaða hagsmunir liggja að baki. Vörumst líka að trúa því að til séu töfralausnir á áskorunum samtímans. Þær hafa aldrei verið til og það hefur aldrei reynst vel að reyna þær. Góðir hlutir gerast hægt, með staðfestu, ákveðnum skrefum og sýnilegum árangri. Ísland er land mannréttinda, frelsis, lífsgæða og tækifæra. Höfum í huga að skrefin hingað voru ekki stigin á einu bretti og alls ekki með því að hrópa hærra en aðrir þegar gaf á bátinn. „Keep Calm and Carry On” Bretar notuðu setninguna „Keep Calm and Carry On” á ögurstundu í síðari heimsstyrjöld. Hún snerist um þá einföldu hugsun að láta ekki slá sig út af laginu þótt blési á móti, það væri farsælla að halda jafnaðargeðinu og staðfestunni í gegn um erfiðleikana. Sú setning á alltaf við þó auðvitað í misalvarlegum aðstæðum sé. Ég vona að okkur Íslendingum beri gæfa til að hugsa málið vel og til enda. Erfiðleikar og áskoranir munu banka upp á í framtíðinni sem endranær. Við þurfum að taka góðar ákvarðanir nú í kosningunum á laugardaginn og svo á veginum fram á við. Sjálfstæðisflokkurinn, og hugmyndirnar að baki honum, hafa reynst okkur þjóðinni best í góðu og slæmu. Höfundur er þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins og skipar 2. sæti á lista flokksins í Reykjavík suður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Sverrisdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Skoðun Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Sjá meira
Það hefur vissulega gengið á ýmsu síðustu ár og allt of oft þurftu stjórnmálin að snúast um viðbragðsstöðu en ekki veginn áfram. En þrátt fyrir allt hefur Ísland komist hvað best út úr þessum viðburðaríku árum í okkar heimshluta. Við máttum eflaust gera betur í að tala um þetta á mannamáli, hvernig hlutirnir væru og hvernig við værum að komast úr úr þeim. Venjulegt fólk hefur takmarkaðan áhuga á tölfræði og hvernig fólk í öðrum löndum hefur það þegar ótíðindi dynja stanslaust á og íbúðalán jafnt sem matarkarfan í búðinni hækka stöðugt. Okkur gengur vel að leysa úr vandamálunum Við heyrum núna talað um alls konar lausnir á vandamálum sem okkur gengur nú þegar ágætlega að leysa. Það vekur mér talsverðan ugg, og þetta er ekki meint sem pólitískur hræðsluáróður heldur persónuleg tilfinning, að lausnirnar sem heyrast mest núna eru lausnir sem hafa verið reyndar áður og aldrei virkað. Skattar gera líf fólks ekki betra og leysa engan efnahagsvanda. Flókin millifærslukerfi þar sem tekið er úr einum vasa yfir í annan taka súrefni frá atvinnulífinu og samfélaginu. Þau kalla líka yfirleitt á alls kyns plástra til að fela skaðann sem þau valda, sem svo stækka kerfin enn meir og blása út stjórnsýsluna. ESB sérstaklega galin vegferð nú Einhliða upptaka Evru og aðild að Evrópusambandinu er varasöm og dýr vegferð ef farið verður að ræða hana af alvöru. Hún er sérstaklega galin nú þar sem okkar leið hér á Íslandi hefur skilað miklu meiri velgengni á alla mælikvarða en í löndunun í Evrópusambandinu. Hugmyndir um eignaupptöku og gerræðislegar aðgerðir stjórnvalda til að taka af fólki og færa einstökum hópum fé á silfurfati eru svo beinlínis hættulegar í lýðræðissamfélagi. Vörumst töfralausnir Það er alveg eðlilegt að fólk hafi ólíka sýn á forgangsröðun og takist á um hugmyndafræði. Vörumst samt að trúa því þegar öllu er stöðugt snúið á versta veg, höfum í huga hvaða hagsmunir liggja að baki. Vörumst líka að trúa því að til séu töfralausnir á áskorunum samtímans. Þær hafa aldrei verið til og það hefur aldrei reynst vel að reyna þær. Góðir hlutir gerast hægt, með staðfestu, ákveðnum skrefum og sýnilegum árangri. Ísland er land mannréttinda, frelsis, lífsgæða og tækifæra. Höfum í huga að skrefin hingað voru ekki stigin á einu bretti og alls ekki með því að hrópa hærra en aðrir þegar gaf á bátinn. „Keep Calm and Carry On” Bretar notuðu setninguna „Keep Calm and Carry On” á ögurstundu í síðari heimsstyrjöld. Hún snerist um þá einföldu hugsun að láta ekki slá sig út af laginu þótt blési á móti, það væri farsælla að halda jafnaðargeðinu og staðfestunni í gegn um erfiðleikana. Sú setning á alltaf við þó auðvitað í misalvarlegum aðstæðum sé. Ég vona að okkur Íslendingum beri gæfa til að hugsa málið vel og til enda. Erfiðleikar og áskoranir munu banka upp á í framtíðinni sem endranær. Við þurfum að taka góðar ákvarðanir nú í kosningunum á laugardaginn og svo á veginum fram á við. Sjálfstæðisflokkurinn, og hugmyndirnar að baki honum, hafa reynst okkur þjóðinni best í góðu og slæmu. Höfundur er þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins og skipar 2. sæti á lista flokksins í Reykjavík suður
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun