„Þú ert þjóðinni til skammar að spyrja þessara spurninga“ Ástþór Magnússon skrifar 27. nóvember 2024 12:10 Stjórnmálafólk sem er tvöfalt í roðinu er hættulegt framtíð þjóðarinnar. Sumir frambjóðendur til alþingis telja það sitt einkamál hvar þeir standa í stórum ákvarðanatökum sem hafa veruleg áhrif á framtíð og velferð þjóðarinnar. Einn slíkur reyndi að banna Friði 2000 að birta svar sitt um milljarða vopnakaup ríkisstjórnarinnar sem send verða í stríð við Rússland. Ísland hentugt skotmark Á síðustu vikum og dögum hefur Rússland hótað að ráðast á þau ríki sem senda vopn til árása á Rússland. Ísland liggur vel við höggi. Einangruð eyja í miðju Atlantshafinu, langt frá fjölbýlum borgum Evrópu og bandaríkjanna og eina herlausa þjóðin í NATO. Í Rússlandi eru uppi raddir að senda kjarnorkusprengju á NATO ríki sem viðvörunarskot. Um leið og árásir á landið aukast verður aukinn þrýstingur á forsetann að nota kjarnorkusprengju til að stöðva árásir með vopnum frá NATO þjóðum á Rússland. Það mun enginn heilvita stjórnmálamaður skjóta kjarnorkusprengju á Rússland og eiga á hættu að fá aðra til baka á stórborg sína í Evrópu þar sem milljónatugir gætu látist. Í stóra samhenginu væri slík aðgerð sem myndi ógna framtíð viðkomandi þjóðar ekki þess virði til að svara fyrir útrýmingu smáþjóðar í miðju Atlantshafi sem fylltist oflæti á alþjóðavettvangi. Þrjú hundruð áttatíu og þrjú þúsund hræður á einangraðri eyju er eins og lítið þorp í Evrópu. Enginn NATO þjóð mun svara með kjarnorkusprengjum og hætta milljóna tugum eða framtíð mannkyns. Þeir munu hinsvegar verða fljótir til svara með friðarumleitunum til að stöðva átökin. Það er auðvitað það sem Íslensk stjórnvöld ættu að vera að gera núna í stað þess að senda vopn til árásar á þjóð sem hefur hótað að svara fyrir sig með kjarnorkuvopnum. Þjóðinni til skammar Það kom illa við kauninn á frambjóðendum Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks þegar ég hringdi og krafði þá svara um hver afstaða þeirra væri til vopnakaupa, en nú liggur fyrir forseta Íslands frumvarp til fjárlaga með um 7 milljarða krónum til vopnakaupa og hernaðar gegn Rússlandi sem samþykkt var af þessum flokkum á meðan stjórnarandstaðan sat hjá. “Þú ert þjóðinni til skammar að spyrja þessara spurninga” sagði Dagný Finnbjörnsdóttir frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi um leið og hún ítrekaði að Friður 2000 hefði enga heimild til að birta svar hennar við spurningunni hvort hún styður vopnakaup eða ekki. Við þurfum enga heimild til að birta slíkt svar. Ekki tók við betra hjá Höllu Signý Kristjánsdóttur frambjóðanda Framsóknarflokksins í sama kjördæmi. Hún vildi ekki svara spurningunni. Konurnar eru í framboði til alþingis Íslendinga og því er það ekki þeirra einkamál hvar þær standa í svo mikilvægu máli sem ógnar allri framtíð þjóðarinnar. Fólk sem ekki getur komið heiðarlega fram við kjósendur á ekkert erindi á Alþingi. Moðreykur Samtaka herstöðvaandstæðinga Samtök herstöðvaandstæðinga láta stjórnmálamenn komast upp með algeran moðreyk í svörum við spurningum um vopnakaup. Án nokkurra athugasemda birta samtökin fagurgala lygasvör sem ganga þvert á það sem hermangsliðið í Sjálfstæðis- og Framsóknarflokki gerðu á Alþingi fyrr í þessum mánuði. Forseta Íslands var sent frumvarp með sjö milljarða króna stuðningi við vopnakaup og hernaði gegn Rússlandi. Mun forseti Íslands egna til árásar á landið? Hvorki friðarsamtök né aðrir eiga að láta stjórnmálafólk komast upp með að blinda kjósendur með fagurgala sem er stórhættulegur þegar á reynir. Það sama á við forseta Íslands. Samþykki Halla Tómasdóttir þetta ráðabrugg er hún að egna til árásar með kjarnorkuvopnum á landið og útrýmingu smáþjóðarinnar sem byggir Ísland. Nánari upplýsingar á austurvollur.is Höfundur er stofnandi Friðar 2000. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ástþór Magnússon Mest lesið Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Stjórnmálafólk sem er tvöfalt í roðinu er hættulegt framtíð þjóðarinnar. Sumir frambjóðendur til alþingis telja það sitt einkamál hvar þeir standa í stórum ákvarðanatökum sem hafa veruleg áhrif á framtíð og velferð þjóðarinnar. Einn slíkur reyndi að banna Friði 2000 að birta svar sitt um milljarða vopnakaup ríkisstjórnarinnar sem send verða í stríð við Rússland. Ísland hentugt skotmark Á síðustu vikum og dögum hefur Rússland hótað að ráðast á þau ríki sem senda vopn til árása á Rússland. Ísland liggur vel við höggi. Einangruð eyja í miðju Atlantshafinu, langt frá fjölbýlum borgum Evrópu og bandaríkjanna og eina herlausa þjóðin í NATO. Í Rússlandi eru uppi raddir að senda kjarnorkusprengju á NATO ríki sem viðvörunarskot. Um leið og árásir á landið aukast verður aukinn þrýstingur á forsetann að nota kjarnorkusprengju til að stöðva árásir með vopnum frá NATO þjóðum á Rússland. Það mun enginn heilvita stjórnmálamaður skjóta kjarnorkusprengju á Rússland og eiga á hættu að fá aðra til baka á stórborg sína í Evrópu þar sem milljónatugir gætu látist. Í stóra samhenginu væri slík aðgerð sem myndi ógna framtíð viðkomandi þjóðar ekki þess virði til að svara fyrir útrýmingu smáþjóðar í miðju Atlantshafi sem fylltist oflæti á alþjóðavettvangi. Þrjú hundruð áttatíu og þrjú þúsund hræður á einangraðri eyju er eins og lítið þorp í Evrópu. Enginn NATO þjóð mun svara með kjarnorkusprengjum og hætta milljóna tugum eða framtíð mannkyns. Þeir munu hinsvegar verða fljótir til svara með friðarumleitunum til að stöðva átökin. Það er auðvitað það sem Íslensk stjórnvöld ættu að vera að gera núna í stað þess að senda vopn til árásar á þjóð sem hefur hótað að svara fyrir sig með kjarnorkuvopnum. Þjóðinni til skammar Það kom illa við kauninn á frambjóðendum Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks þegar ég hringdi og krafði þá svara um hver afstaða þeirra væri til vopnakaupa, en nú liggur fyrir forseta Íslands frumvarp til fjárlaga með um 7 milljarða krónum til vopnakaupa og hernaðar gegn Rússlandi sem samþykkt var af þessum flokkum á meðan stjórnarandstaðan sat hjá. “Þú ert þjóðinni til skammar að spyrja þessara spurninga” sagði Dagný Finnbjörnsdóttir frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi um leið og hún ítrekaði að Friður 2000 hefði enga heimild til að birta svar hennar við spurningunni hvort hún styður vopnakaup eða ekki. Við þurfum enga heimild til að birta slíkt svar. Ekki tók við betra hjá Höllu Signý Kristjánsdóttur frambjóðanda Framsóknarflokksins í sama kjördæmi. Hún vildi ekki svara spurningunni. Konurnar eru í framboði til alþingis Íslendinga og því er það ekki þeirra einkamál hvar þær standa í svo mikilvægu máli sem ógnar allri framtíð þjóðarinnar. Fólk sem ekki getur komið heiðarlega fram við kjósendur á ekkert erindi á Alþingi. Moðreykur Samtaka herstöðvaandstæðinga Samtök herstöðvaandstæðinga láta stjórnmálamenn komast upp með algeran moðreyk í svörum við spurningum um vopnakaup. Án nokkurra athugasemda birta samtökin fagurgala lygasvör sem ganga þvert á það sem hermangsliðið í Sjálfstæðis- og Framsóknarflokki gerðu á Alþingi fyrr í þessum mánuði. Forseta Íslands var sent frumvarp með sjö milljarða króna stuðningi við vopnakaup og hernaði gegn Rússlandi. Mun forseti Íslands egna til árásar á landið? Hvorki friðarsamtök né aðrir eiga að láta stjórnmálafólk komast upp með að blinda kjósendur með fagurgala sem er stórhættulegur þegar á reynir. Það sama á við forseta Íslands. Samþykki Halla Tómasdóttir þetta ráðabrugg er hún að egna til árásar með kjarnorkuvopnum á landið og útrýmingu smáþjóðarinnar sem byggir Ísland. Nánari upplýsingar á austurvollur.is Höfundur er stofnandi Friðar 2000.
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun